Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Rakel Sveinsdóttir skrifar 1. október 2025 07:00 Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs, segir félagið hafa áhuga á að rannsaka meira og safna markvisst mikilvægum gögnum. Félagið hafi þegar sannað gildi sitt og vilji taka virkan þátt í mótun atvinnustefnu þjóðarinnar. Vísir/Anton Brink Sigrún Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Mannauðs, samtaka mannauðsfólks á Íslandi, segir mannauðsmál í heiminum standa á tímamótum. Mikilvægt sé þó að horfa ekki til framtíðar sem fjarlæga ógn, heldur ævintýri sem við mótum saman. Sigrúnu er tæknin ofarlega í huga og segir stöðuna í dag og næstu misseri einkennast af hröðum tæknibreytingum. Ýmislegt annað teljist þó til. „Það eru kröfur um breytta stjórnun, breyttar kröfur starfsmanna, breyttar kröfur til færni og hæfni og starfsumhverfi er breytt miðað við það sem áður var,“ segir Sigrún. Í ofanálag séu fyrirtæki að takast á við áskoranir um aukna framleiðni og arðsemiskröfu og nú jafnvel yfirvofandi stríðsástandi. „Mannauðsmálin á komandi árum munu hins vegar að mestu snúast um að sameina tvo heima: hinn stafræna og hinn mannlega með því að ná til sín rétta starfsfólkinu með réttu hæfnina og halda því.” Mannauðsdagurinn verður haldinn í Hörpu föstudaginn 3. október. Uppselt er á viðburðinn en dagskrá Mannauðsdagsins má sjá HÉR. Mannauðsdagurinn er stærsti viðburður mannauðsfólks á Íslandi og hann sækja að jafnaði mörg hundruð manns. Í tilefni Mannauðsdagsins, fjallar Atvinnulífið um mannauðsmálin í dag og á morgun. Gríðarleg tækifæri Sigrún segir gríðarleg tækifæri felast í breytingum. Að því leytinu séu tækifærin einkar mörg fyrir komandi tíma og ár. Sigrún nefnir þar þrjú atriði sérstaklega. Fyrst tæknina. „Gervigreindin og sjálfvirknivæðing bjóða upp á möguleika til að losa okkur undan endalausri pappírsvinnu og flóknum ferlum. Þær krefjast skýrra leikreglna um gagnsæi og siðferði,“ segir Sigrún en spyr: „Hvernig getum við samþætt þessa ferla án þess að tapa mannlega þættinum, sanngirni og trúverðugleika?“ Þá nefnir Sigrún það tækifæri sem felst í því að auka á lífsgæði, ánægju og gleði starfsfólks. Hugsa þarf um líkamlega, andlega og félagslega velferð starfsmanna. Starfsmenn verða að tilheyra hópnum og upplifa að á þá sé hlustað og þeir viðurkenndir. Starfið er ekki lengur það að hafa ofan í sig og á.“ Loks er það sveigjanleiki og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. „Fjarvinna, sveigjanlegur vinnutími, vinnutímastytting og opin vinnurými krefjast nýrra leiða til stjórnunar og samskipta. Þetta er áskorun fyrir stjórnendur sem þurfa að viðhalda menningu, tryggja samskipti og halda uppi framleiðni,“ segir Sigrún. Sigrún segir mannauðsmálin standa á tímamótum. Fyrir fólk er vinna ekki lengur aðeins til að hafa ofan í sig á. Heldur þurfi að huga að andlegri og líkamlegri heilsu þeirra, finna réttu leiðina til að nýta gervgreindina og aukna sjálfvirknivæðingu. Svo ekki sé talað um fjarvinnu eða aukinn sveigjanleika.Vísir/Anton Brink Dýrmæt tól og innblástur Sigrún segir mikinn styrk í því fólginn að Ísland er lítið samfélag með ýmiss góð sérkenni eins og að hér ríki traust, jafnræði og nánd. „Ef við nýtum tæknina til að létta á ferlum en verjum mannlegu snertingu og tengslin í okkar litla samfélagi þá getum við byggt upp vinnustaði sem eru bæði samkeppnishæfir og manneskjulegir,“ segir Sigrún. Sem telur þrennt skipta mestu máli þegar kemur að áherslum í mannauðsmálum fram undan. Þessi þrjú atriði eru: Ný og breytt hæfni og færni: Byggja þarf upp menningu þar sem starfsmenn læra sífellt nýja færni, bæði tæknilega og mannlega. Það að ráða eftir raunverulegum hæfileikum frekar en prófgráðum tel ég að muni breytast, styðja þarf við endurmenntun og styttri námsleiðir starfsmanna og byggja þannig upp sveigjanlegan vinnumarkað sem nýtir mannauðinn til fulls. Gagnadrifin mannauðsstefna: Með nýrri og breyttri tækni munu mælingar verða auðveldari sem og aðgangur að mikilvægum gögnum sem auðvelda og einfalda ákvarðanatöku. Hvort heldur um starfsfólk fyrirtækjanna sem og reksturinn. Leiðtogar framtíðarinnar: Forystan byggir ekki lengur eingöngu á stefnumótun og skipulagi. Hún krefst “mannlegrar færni” og leiðtogahæfni í breytingum. Hún krefst samkenndar, trausts og mannlegra gilda – færni sem engin vél getur tekið yfir. Við erum að tala um nýja kynslóð stjórnenda. Stjórnenda sem hafa gögn sem hægt er að taka betri ákvarðanir út frá og leggja áherslu á opin samskipti og heilbrigða mannlega fyrirtækjamenningu. Sigrún segir löngu uppselt á Mannauðsdaginn eins og hin fyrri ár. Svo vinsæll er þessi viðburður orðinn. Dagurinn gefi í senn innblástur og fræðslu. Enda segir hún félagið Mannauð hafa stækkað, styrkst og þroskast hratt á síðustu árum. Við höfum sýnt fram á að fagleg mannauðsstjórnun er lykilinn að samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs. En við viljum rannsaka meira, safna markvisst mikilvægum gögnum sem sýna fram á að fagleg mannauðsstjórnun styrkir stöðu atvinnulífsins og taka virkan þátt í mótun atvinnustefnu þjóðarinnar.“ Um stemninguna sem myndast alltaf í kringum Mannauðsdaginn segir Sigrún: „Á hverju ári fáum við til okkar úrval fyrirlesara, bæði innlenda og erlendra til að fræða okkur um helstu nýjungar og það sem hæst ber hverju sinni í faginu. Eins hvað hefur reynst vel og hvað síður vel og þannig fá ráðstefnugestir nýjar hugmyndir og góð ráð sem eru dýrmæt tól í verkfærakistuna þeirra.“ Mannauðsmál Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu. 24. janúar 2025 07:02 „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Það sem mér finnst áhugaverðast þegar ég horfi til baka eru tækifærin sem liggja í þessu. Advania er til dæmis að kynna nýja lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um umhverfisáhrif með því að nýta gögn úr rafrænum reikningum. Lausnin auðveldar ferlið og þá nýtist það eins og mælitæki á árangurinn,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni og umbóta hjá Advania á Íslandi. 31. janúar 2025 07:01 SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Við vorum alltaf að bregðast ómarkvisst og af handahófi við einhverjum aðstæðum en ákváðum þess í stað að setjast í bílstjórasætið, ákveða á hvaða leið við værum að fara og gefur þannig tækifæri til að forgangsraða og fleira,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur Lögregluembættisins á Suðurlandi og verkefnisstjóri innleiðingar nýrrar stefnu hjá embættinu. 17. september 2025 07:01 Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á „Það eru auðvitað þessi ofbeldismál og stóru erfiðu mál sem valda álagi, sérstaklega á lögreglumenn sem eru á vaktinni,“ segir Sigurveig Helga Jónsdóttir mannauðsstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH). 22. maí 2025 07:00 Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur átti sig á því að stjórnun þurfi að breytast. Ekki bara breytast heldur „gerbreytast.” Í dag þarf að stjórna á allt annan hátt, fyrst og fremst vegna þróunar í upplýsingatækni og menningu fyrirtækja,” segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs um áherslur Alþjóðlega mannauðsdagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag. 20. maí 2025 07:02 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Rekinn korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Sigrúnu er tæknin ofarlega í huga og segir stöðuna í dag og næstu misseri einkennast af hröðum tæknibreytingum. Ýmislegt annað teljist þó til. „Það eru kröfur um breytta stjórnun, breyttar kröfur starfsmanna, breyttar kröfur til færni og hæfni og starfsumhverfi er breytt miðað við það sem áður var,“ segir Sigrún. Í ofanálag séu fyrirtæki að takast á við áskoranir um aukna framleiðni og arðsemiskröfu og nú jafnvel yfirvofandi stríðsástandi. „Mannauðsmálin á komandi árum munu hins vegar að mestu snúast um að sameina tvo heima: hinn stafræna og hinn mannlega með því að ná til sín rétta starfsfólkinu með réttu hæfnina og halda því.” Mannauðsdagurinn verður haldinn í Hörpu föstudaginn 3. október. Uppselt er á viðburðinn en dagskrá Mannauðsdagsins má sjá HÉR. Mannauðsdagurinn er stærsti viðburður mannauðsfólks á Íslandi og hann sækja að jafnaði mörg hundruð manns. Í tilefni Mannauðsdagsins, fjallar Atvinnulífið um mannauðsmálin í dag og á morgun. Gríðarleg tækifæri Sigrún segir gríðarleg tækifæri felast í breytingum. Að því leytinu séu tækifærin einkar mörg fyrir komandi tíma og ár. Sigrún nefnir þar þrjú atriði sérstaklega. Fyrst tæknina. „Gervigreindin og sjálfvirknivæðing bjóða upp á möguleika til að losa okkur undan endalausri pappírsvinnu og flóknum ferlum. Þær krefjast skýrra leikreglna um gagnsæi og siðferði,“ segir Sigrún en spyr: „Hvernig getum við samþætt þessa ferla án þess að tapa mannlega þættinum, sanngirni og trúverðugleika?“ Þá nefnir Sigrún það tækifæri sem felst í því að auka á lífsgæði, ánægju og gleði starfsfólks. Hugsa þarf um líkamlega, andlega og félagslega velferð starfsmanna. Starfsmenn verða að tilheyra hópnum og upplifa að á þá sé hlustað og þeir viðurkenndir. Starfið er ekki lengur það að hafa ofan í sig og á.“ Loks er það sveigjanleiki og jafnvægi milli vinnu og einkalífs. „Fjarvinna, sveigjanlegur vinnutími, vinnutímastytting og opin vinnurými krefjast nýrra leiða til stjórnunar og samskipta. Þetta er áskorun fyrir stjórnendur sem þurfa að viðhalda menningu, tryggja samskipti og halda uppi framleiðni,“ segir Sigrún. Sigrún segir mannauðsmálin standa á tímamótum. Fyrir fólk er vinna ekki lengur aðeins til að hafa ofan í sig á. Heldur þurfi að huga að andlegri og líkamlegri heilsu þeirra, finna réttu leiðina til að nýta gervgreindina og aukna sjálfvirknivæðingu. Svo ekki sé talað um fjarvinnu eða aukinn sveigjanleika.Vísir/Anton Brink Dýrmæt tól og innblástur Sigrún segir mikinn styrk í því fólginn að Ísland er lítið samfélag með ýmiss góð sérkenni eins og að hér ríki traust, jafnræði og nánd. „Ef við nýtum tæknina til að létta á ferlum en verjum mannlegu snertingu og tengslin í okkar litla samfélagi þá getum við byggt upp vinnustaði sem eru bæði samkeppnishæfir og manneskjulegir,“ segir Sigrún. Sem telur þrennt skipta mestu máli þegar kemur að áherslum í mannauðsmálum fram undan. Þessi þrjú atriði eru: Ný og breytt hæfni og færni: Byggja þarf upp menningu þar sem starfsmenn læra sífellt nýja færni, bæði tæknilega og mannlega. Það að ráða eftir raunverulegum hæfileikum frekar en prófgráðum tel ég að muni breytast, styðja þarf við endurmenntun og styttri námsleiðir starfsmanna og byggja þannig upp sveigjanlegan vinnumarkað sem nýtir mannauðinn til fulls. Gagnadrifin mannauðsstefna: Með nýrri og breyttri tækni munu mælingar verða auðveldari sem og aðgangur að mikilvægum gögnum sem auðvelda og einfalda ákvarðanatöku. Hvort heldur um starfsfólk fyrirtækjanna sem og reksturinn. Leiðtogar framtíðarinnar: Forystan byggir ekki lengur eingöngu á stefnumótun og skipulagi. Hún krefst “mannlegrar færni” og leiðtogahæfni í breytingum. Hún krefst samkenndar, trausts og mannlegra gilda – færni sem engin vél getur tekið yfir. Við erum að tala um nýja kynslóð stjórnenda. Stjórnenda sem hafa gögn sem hægt er að taka betri ákvarðanir út frá og leggja áherslu á opin samskipti og heilbrigða mannlega fyrirtækjamenningu. Sigrún segir löngu uppselt á Mannauðsdaginn eins og hin fyrri ár. Svo vinsæll er þessi viðburður orðinn. Dagurinn gefi í senn innblástur og fræðslu. Enda segir hún félagið Mannauð hafa stækkað, styrkst og þroskast hratt á síðustu árum. Við höfum sýnt fram á að fagleg mannauðsstjórnun er lykilinn að samkeppnishæfni íslensk atvinnulífs. En við viljum rannsaka meira, safna markvisst mikilvægum gögnum sem sýna fram á að fagleg mannauðsstjórnun styrkir stöðu atvinnulífsins og taka virkan þátt í mótun atvinnustefnu þjóðarinnar.“ Um stemninguna sem myndast alltaf í kringum Mannauðsdaginn segir Sigrún: „Á hverju ári fáum við til okkar úrval fyrirlesara, bæði innlenda og erlendra til að fræða okkur um helstu nýjungar og það sem hæst ber hverju sinni í faginu. Eins hvað hefur reynst vel og hvað síður vel og þannig fá ráðstefnugestir nýjar hugmyndir og góð ráð sem eru dýrmæt tól í verkfærakistuna þeirra.“
Mannauðsmál Vinnustaðamenning Stjórnun Tengdar fréttir Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu. 24. janúar 2025 07:02 „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Það sem mér finnst áhugaverðast þegar ég horfi til baka eru tækifærin sem liggja í þessu. Advania er til dæmis að kynna nýja lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um umhverfisáhrif með því að nýta gögn úr rafrænum reikningum. Lausnin auðveldar ferlið og þá nýtist það eins og mælitæki á árangurinn,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni og umbóta hjá Advania á Íslandi. 31. janúar 2025 07:01 SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Við vorum alltaf að bregðast ómarkvisst og af handahófi við einhverjum aðstæðum en ákváðum þess í stað að setjast í bílstjórasætið, ákveða á hvaða leið við værum að fara og gefur þannig tækifæri til að forgangsraða og fleira,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur Lögregluembættisins á Suðurlandi og verkefnisstjóri innleiðingar nýrrar stefnu hjá embættinu. 17. september 2025 07:01 Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á „Það eru auðvitað þessi ofbeldismál og stóru erfiðu mál sem valda álagi, sérstaklega á lögreglumenn sem eru á vaktinni,“ segir Sigurveig Helga Jónsdóttir mannauðsstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH). 22. maí 2025 07:00 Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur átti sig á því að stjórnun þurfi að breytast. Ekki bara breytast heldur „gerbreytast.” Í dag þarf að stjórna á allt annan hátt, fyrst og fremst vegna þróunar í upplýsingatækni og menningu fyrirtækja,” segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs um áherslur Alþjóðlega mannauðsdagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag. 20. maí 2025 07:02 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Ásgeir og Darri til Landslaga Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Rekinn korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á „Höfum aldrei þurft að hugsa um þetta áður“ Finnsson fjölskyldan: „Það var samt eitthvað svo fallegt við þetta“ Sannfærð um að hún var Skoti í fyrra lífi Ekki of seint að breyta starfsframa eða vinnu eftir fimmtugt Að líða eins og svikara í vinnunni „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Algengustu og neyðarlegustu mistökin í tölvupóstum Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Sjá meira
Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ „Það hljómar svo sem ágætlega að 34 til 36% starfsfólks á vinnumarkaði séu virkir starfsmenn sem svo sannarlega skila sínu, “segir Jón Jósafat Björnsson um niðurstöður sem kynntar voru á vinnustofu sem Dale Carnegie hélt í samvinnu við Mannauðs, félags mannauðsfólks á Íslandi, fyrir skömmu. 24. janúar 2025 07:02
„Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ „Það sem mér finnst áhugaverðast þegar ég horfi til baka eru tækifærin sem liggja í þessu. Advania er til dæmis að kynna nýja lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að halda utan um umhverfisáhrif með því að nýta gögn úr rafrænum reikningum. Lausnin auðveldar ferlið og þá nýtist það eins og mælitæki á árangurinn,“ segir Þóra Rut Jónsdóttir, forstöðumaður sjálfbærni og umbóta hjá Advania á Íslandi. 31. janúar 2025 07:01
SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ „Við vorum alltaf að bregðast ómarkvisst og af handahófi við einhverjum aðstæðum en ákváðum þess í stað að setjast í bílstjórasætið, ákveða á hvaða leið við værum að fara og gefur þannig tækifæri til að forgangsraða og fleira,“ segir Arndís Soffía Sigurðardóttir, aðallögfræðingur Lögregluembættisins á Suðurlandi og verkefnisstjóri innleiðingar nýrrar stefnu hjá embættinu. 17. september 2025 07:01
Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á „Það eru auðvitað þessi ofbeldismál og stóru erfiðu mál sem valda álagi, sérstaklega á lögreglumenn sem eru á vaktinni,“ segir Sigurveig Helga Jónsdóttir mannauðsstjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu (LRH). 22. maí 2025 07:00
Stjórnun þarf ekki bara að breytast heldur „gerbreytast” „Í ár leggjum við áherslu á mikilvægi þess að stjórnendur átti sig á því að stjórnun þurfi að breytast. Ekki bara breytast heldur „gerbreytast.” Í dag þarf að stjórna á allt annan hátt, fyrst og fremst vegna þróunar í upplýsingatækni og menningu fyrirtækja,” segir Adriana Karolina Pétursdóttir formaður Mannauðs um áherslur Alþjóðlega mannauðsdagsins sem haldinn er hátíðlegur í dag. 20. maí 2025 07:02