Var á klóinu þegar skilaboðin bárust og hélt að ferlinum væri lokið Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2025 08:02 Jimmy Kimmel var gestur í þætti Stephen Colbert í gærkvöldi. Getty Bandaríski spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel var staddur á klósettinu þegar hann fékk skilaboð um að þáttur hans yrði tekinn af skjánum í kjölfar ummæla um viðbrögð hægri manna við morðinu á Charlie Kirk. Kimmel taldi þá að sjónvarpsferlinum væri lokið. Kimmel var gestur starfsbróður síns, Stephen Colbert, í gærkvöldi þar sem þeir ræddu meðal annars þessa sólarhringa eftir að stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar ABC ákváðu að taka þáttinn af dagskrá og þar til að samkomulag náðist um að hefja framleiðsluna á ný. Kimmel sagði frá símtalinu örlagaríka og sagði það hafa komið um klukkan þrjú eftir hádegi – einum og hálfum tíma áður en tökur á næsta þætti áttu að hefjast. „Ég fæ símtal frá ABC. Þeir segja að þeir vilji ræða við mig. Þetta var óvenjulegt,“ sagði Kimmel að því er segir í frétt People. Hann sagði að eini staðurinn til að ræða í síma í einrúmi hafi verið á klósettinu. „Þannig að ég fer inn á klósettið og ræði þar við stjórnendur ABC. Þeir sögðu: „Við viljum „lækka hitann“. Við höfum áhyggjur af því hvað þú munir segja í kvöld og við höfum ákveðið að besta lausnin sé að taka þáttinn af dagskrá,“ sagði Kimmel. Áhorfendur í sal Colbert byrjuðu þá að púa þegar Kimmel lýsti atburðum og lýstu þannig vanþóknun á ákvörðun ABC. „Þetta sagði ég líka! Ég byrjaði að púa!“ sagði Kimmel í léttum tón. Kimmel sagði enn fremur að á því augnabliki hélt hann að ferlinum væri lokið. „Ég hugsaði, þetta er búið, þessu er lokið. Ég verð aldrei aftur með þáttinn í loftinu. Ég hugsaði virkilega þannig.“ Þáttur Kimmel, Jimmy Kimmel Live! var tekinn úr loftinu eftir umdeild ummæli hans um morðið á Charlie Kirk þann 15. september. Þátturinn hóf aftur göngu sína á ný 23. september. Mikil umræða hófst í kjölfarið um stöðu málfrelsis í Bandaríkjunum og óeðlileg afskipti yfirvalda. Í fyrsta þættinum eftir að hann var aftur á dagskrá, ræddi Kimmel ummæli sín um Charlie Kirk sem urðu til þess að þátturinn var tekinn af dagskrá. „Þið skiljið að það var aldrei ætlun mín að grínast með morðið á ungum manni. Mér finnst ekkert fyndið við það,“ sagði Kimmel þá. Þættirnir eru framleiddir af og sýndir á ABC-sjónvarpsstöðinni bandarísku sem er í eigu Disney. Hollywood Bandaríkin Morðið á Charlie Kirk Bíó og sjónvarp Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Kimmel var gestur starfsbróður síns, Stephen Colbert, í gærkvöldi þar sem þeir ræddu meðal annars þessa sólarhringa eftir að stjórnendur sjónvarpsstöðvarinnar ABC ákváðu að taka þáttinn af dagskrá og þar til að samkomulag náðist um að hefja framleiðsluna á ný. Kimmel sagði frá símtalinu örlagaríka og sagði það hafa komið um klukkan þrjú eftir hádegi – einum og hálfum tíma áður en tökur á næsta þætti áttu að hefjast. „Ég fæ símtal frá ABC. Þeir segja að þeir vilji ræða við mig. Þetta var óvenjulegt,“ sagði Kimmel að því er segir í frétt People. Hann sagði að eini staðurinn til að ræða í síma í einrúmi hafi verið á klósettinu. „Þannig að ég fer inn á klósettið og ræði þar við stjórnendur ABC. Þeir sögðu: „Við viljum „lækka hitann“. Við höfum áhyggjur af því hvað þú munir segja í kvöld og við höfum ákveðið að besta lausnin sé að taka þáttinn af dagskrá,“ sagði Kimmel. Áhorfendur í sal Colbert byrjuðu þá að púa þegar Kimmel lýsti atburðum og lýstu þannig vanþóknun á ákvörðun ABC. „Þetta sagði ég líka! Ég byrjaði að púa!“ sagði Kimmel í léttum tón. Kimmel sagði enn fremur að á því augnabliki hélt hann að ferlinum væri lokið. „Ég hugsaði, þetta er búið, þessu er lokið. Ég verð aldrei aftur með þáttinn í loftinu. Ég hugsaði virkilega þannig.“ Þáttur Kimmel, Jimmy Kimmel Live! var tekinn úr loftinu eftir umdeild ummæli hans um morðið á Charlie Kirk þann 15. september. Þátturinn hóf aftur göngu sína á ný 23. september. Mikil umræða hófst í kjölfarið um stöðu málfrelsis í Bandaríkjunum og óeðlileg afskipti yfirvalda. Í fyrsta þættinum eftir að hann var aftur á dagskrá, ræddi Kimmel ummæli sín um Charlie Kirk sem urðu til þess að þátturinn var tekinn af dagskrá. „Þið skiljið að það var aldrei ætlun mín að grínast með morðið á ungum manni. Mér finnst ekkert fyndið við það,“ sagði Kimmel þá. Þættirnir eru framleiddir af og sýndir á ABC-sjónvarpsstöðinni bandarísku sem er í eigu Disney.
Hollywood Bandaríkin Morðið á Charlie Kirk Bíó og sjónvarp Mest lesið Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Lífið Furðuleg forréttindablinda Gagnrýni Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ Lífið Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Menning „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Lífið Hiti í Hringekjunni Tíska og hönnun Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna Lífið Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Lífið Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Bíó og sjónvarp Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Lífið Fleiri fréttir Sveinn Andri og María Sigrún mættu á frumsýninguna „Sextán ára stelpa hefur lítið að gera við svona háa upphæð“ Sýna(r)brjóstin, sýna stuðning Brjánn ávarpaði alla áhorfendur leiksins rétt fyrir upphafsflautið Innlit í þriggja hæða veitingastaðinn Bryggjuhúsið sem er í húsi frá 1863 Björgvin Franz kaupir 36 fermetra íbúð í miðbænum Innlit: „Ég bý í draumahúsinu“ „Gerði grín að líkamanum mínum og sagði að ég ætti að tala minna“ Óttast að hann sé fyrsta fórnarlamb flugunnar Fögnuðu fallegri og óvæntri vináttu Svikarar höfðu fjórar milljónir af Aroni Can „Setti sjálfa mig í fyrsta sæti og hef aldrei verið hamingjusamari“ Hvetur hávaxnar stelpur til að vera stoltar af hæð sinni Stjörnulífið: „Bið ekki um meira“ „Við María eigum rosalega fallegt samband og erum þakklát hvort fyrir annað“ Nóa-Siríus fjölskyldan fyrrverandi selur súkkulaðihöll Fær ógeðistilfinningu eftir fullnægingu Hugleiki Dagssyni hent út af Facebook Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?” Íslenska stelpan sem eltir drauminn í Los Angeles Sam Rivers úr Limp Bizkit látinn Krakkatían: IKEA-geitin, októberfest og reikistjarna Tveir skiptu með sér sjöfalda pottinum Dýri kveður Íþróttaálfinn eftir tuttugu ár Fjögur hundruð milljónir króna í skjalatösku í Hveragerði Fjórir á lista Páls hættir við „Vinir mínir settu stöðugt út á mig og niðurlægðu mig“ Mikil og góð stemning á uppskeruhátíð Skaftárhrepps Andri Björns stendur vaktina allar helgar „Af hverju ætti ég að lifa lífi mínu svona?“ Sjá meira
Áhrifavaldur greiddi sextán milljónir fyrir auglýsingar á samfélagsmiðlum: „Hvar eru allir peningarnir?”