Viðskipti innlent

Isavia gefur strandaglópum engin grið

Árni Sæberg skrifar
Þeir sem eru með bíla sína í stæði á Keflavíkurflugvelli þurfa að passa að greiða fyrir stæðið.
Þeir sem eru með bíla sína í stæði á Keflavíkurflugvelli þurfa að passa að greiða fyrir stæðið. Vísir/Vilhelm

Strandaglópar sem komast ekki til landsins vegna falls Play og eru með bíla sína á bílastæði Isavia við Keflavíkurflugvöll þurfa að greiða fyrir viðbótardaga í stæðunum.

Í tilkynningu á vef Isavia vegna gjaldþrots Play segir að bílastæðaþjónusta Keflavíkurflugvallar hafi sent leiðbeiningar til farþega Play, sem eru með bíla sína bókaða á bílastæðum vallarins, um hvernig greiða megi fyrir viðbótardaga vegna þess að Play hefur hætt starfsemi. 

Bent er á að ekki sé hægt að breyta bókun eftir að búið er að leggja bíl í stæði. Mismuninn vegna breytinga á ferðadagsetningum megi greiða á vef Autopay innan tveggja sólahringa eftir að ekið er út af bílastæðinu. Vakni spurningar sé viðskiptavinum bent á að hafa samband við bílastæðaþjónustu KEF hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×