„Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Sindri Sverrisson skrifar 1. október 2025 14:56 Orri Steinn Óskarsson lék fyrstu tvo landsleiki Íslands undir stjórn Arnars Gunnlaugssonar og er fyrirliði liðsins. Getty/Alex Nicodim Eftir að Arnar Gunnlaugsson gerði markahrókinn Orra Stein Óskarsson að fyrirliða íslenska landsliðsins í fótbolta hefur Orri aðeins náð að spila tvo af sex leikjum liðsins. Hann missir svo af tveimur til viðbótar, vegna meiðsla, þegar Ísland mætir Úkraínu og Frakklandi 10. og 13. október. Orri hefur ekki getað spilað með Real Sociedad á Spáni síðan í lok ágúst, vegna meiðsla, og tapaði kapphlaupinu við tímann fyrir leikina mikilvægu sem framundan eru, í undankeppni HM. Leiki sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að spila á stærsta sviði fótboltans í Ameríku næsta sumar. „Hann var mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig fyrir nokkrum dögum síðan,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Fundinn má sjá hér að neðan en svör Arnars um Orra koma eftir 6 mínútur og 20 sekúndur af upptökunni. „Þetta verður [fimmti og] sjötti leikurinn sem Orri missir af og þetta er mjög leiðinlegt. Við töldum að það væri skynsamlegt fyrir hann að taka þennan glugga í að ná sér heilum og vera vonandi klár í nóvembergluggann. Ég held að það sé mikil pressa á hann líka í sínu félagsliði, þeim er búið að ganga illa. Leikmaðurinn er alltaf í fyrsta sæti. Hann er alltaf fyrstur þegar við hugsum um liðið og hópinn, og við horfum til framtíðar. Það er langskynsamlegast að hann sitji hjá í þetta skiptið, þó það sé ógeðslega leiðinlegt fyrir hann,“ sagði Arnar. Ætlast til mikils af Alberti Brynjólfur Willumsson og Albert Guðmundsson meiddust í síðasta landsliðsverkefni en eru valdir núna. Eru þeir klárir í að spila báða leikina? „Já, ég held það. Albert spilaði um helgina og Binni er byrjaður að æfa hundrað prósent með sínu félagsliði. Alberts var sárt saknað á móti Frökkum og það er eins hjá honum og Orra að það gengur ekkert sérstaklega hjá þeirra félagsliðum. En það er einhvern veginn alltaf þannig að þó að liðum manna gangi ekki vel þá hafa þeir aldrei tekið það með sér þegar þeir koma til móts við landsliðshópinn. Það er eins og ferskir vindar og nýtt líf fyrir þessa stráka. Ég ætlast til mikils af Alberti, og Binni kom sterkur inn í síðasta glugga. Hvort sem hann er markahæstur í Hollandi eða ekki þá hefur aldrei vantað sjálfstraust í þennan pilt. Hann kemur bara öflugur aftur inn í hópinn,“ sagði Arnar eins og heyra má hér að ofan. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess. 1. október 2025 12:45 Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. 1. október 2025 13:24 Mest lesið Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
Orri hefur ekki getað spilað með Real Sociedad á Spáni síðan í lok ágúst, vegna meiðsla, og tapaði kapphlaupinu við tímann fyrir leikina mikilvægu sem framundan eru, í undankeppni HM. Leiki sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að spila á stærsta sviði fótboltans í Ameríku næsta sumar. „Hann var mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig fyrir nokkrum dögum síðan,“ sagði Arnar á blaðamannafundi í dag. Fundinn má sjá hér að neðan en svör Arnars um Orra koma eftir 6 mínútur og 20 sekúndur af upptökunni. „Þetta verður [fimmti og] sjötti leikurinn sem Orri missir af og þetta er mjög leiðinlegt. Við töldum að það væri skynsamlegt fyrir hann að taka þennan glugga í að ná sér heilum og vera vonandi klár í nóvembergluggann. Ég held að það sé mikil pressa á hann líka í sínu félagsliði, þeim er búið að ganga illa. Leikmaðurinn er alltaf í fyrsta sæti. Hann er alltaf fyrstur þegar við hugsum um liðið og hópinn, og við horfum til framtíðar. Það er langskynsamlegast að hann sitji hjá í þetta skiptið, þó það sé ógeðslega leiðinlegt fyrir hann,“ sagði Arnar. Ætlast til mikils af Alberti Brynjólfur Willumsson og Albert Guðmundsson meiddust í síðasta landsliðsverkefni en eru valdir núna. Eru þeir klárir í að spila báða leikina? „Já, ég held það. Albert spilaði um helgina og Binni er byrjaður að æfa hundrað prósent með sínu félagsliði. Alberts var sárt saknað á móti Frökkum og það er eins hjá honum og Orra að það gengur ekkert sérstaklega hjá þeirra félagsliðum. En það er einhvern veginn alltaf þannig að þó að liðum manna gangi ekki vel þá hafa þeir aldrei tekið það með sér þegar þeir koma til móts við landsliðshópinn. Það er eins og ferskir vindar og nýtt líf fyrir þessa stráka. Ég ætlast til mikils af Alberti, og Binni kom sterkur inn í síðasta glugga. Hvort sem hann er markahæstur í Hollandi eða ekki þá hefur aldrei vantað sjálfstraust í þennan pilt. Hann kemur bara öflugur aftur inn í hópinn,“ sagði Arnar eins og heyra má hér að ofan.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Tengdar fréttir Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess. 1. október 2025 12:45 Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. 1. október 2025 13:24 Mest lesið Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Fótbolti Tilþrifin: Risatroðslur og samspil Valsmanna Sport Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Körfubolti Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Fótbolti „Þá þurfum við kannski líka bara að breyta öllu“ Sport Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Fótbolti Rúnar fékk á sig tvö mörk í fyrsta leik og Jón Guðni hafði betur gegn Viðari Fótbolti Gæti komið beint úr sóttkví í byrjunarliðið Fótbolti Ægir talaði um barneignir og keppni við Hlyn eftir stórleik sinn í gær Körfubolti Reiður Ronaldo beitti olnboga og lyfti hnefa Fótbolti Fleiri fréttir Bellingham bjargaði stigi fyrir Madrídinga Pulisic hetjan í Mílanóslagnum Hákon kom inn af bekknum og Lille snéri dæminu við Lið Söndru Maríu aðstoðaði Glódísi og stöllur í titilbaráttunni Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Sædís og Arna norskir bikarmeistarar Glódís Perla hvíld en mjög fljót að ná sér í gult spjald Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Viðar Ari kom öllu af stað í stórsigri Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Kallaði bestu knattspyrnukonu landsins feita og fær nú lengra bann Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal Karólína Lea með tvær stoðsendingar í langþráðum sigri Inter United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Heimir segir Íra of góða við gesti sína og vill færa stuðningsmenn Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Freyr bað stuðningsmenn Brann afsökunar: „Þetta var vandræðalegt“ Aðeins stuðningsmenn annars liðsins mega mæta á stórleikinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ Sjá meira
Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem Arnar Gunnlaugsson tilkynnti hóp karlalandsliðsins í fótbolta fyrir næstu leiki þess. 1. október 2025 12:45
Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Jóhann Berg Guðmundsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, þarf áfram að bíða eftir því að spila sinn hundraðasta A-landsleik í fótbolta. Aðrir leikmenn standa honum framar í dag, segir Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari. 1. október 2025 13:24