Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. október 2025 15:46 Halla Tómasdóttir með Anton Corbijn og Rúnar Rúnarsson með Apichatpong Weerasethakul. RIFF Tælenska leikstjóranum Apichatpong Weerasethakul voru veitt heiðursverðlaun á Alþjóðlegri kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF) í gærkvöldi. Forseti Íslands veitti hollenska leikstjóranum Anton Corbijn jafnframt heiðursverðlaun um helgina. Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson veitti Weerasethakul verðlaunin og sagði í ræðu sinni að kvikmyndir Apichatpong væru ólíkar annarri kvikmyndalist. Hliðstæður mætti þó finna á milli íslenkrar kvikmyndagerðar og tælenskrar, þrátt fyrir fjarlægðina milli landanna tveggja. Weerasethakul hélt janframt meistaraspjall fyrir fullum sal í Háskólabíói í gær í kjölfar sýningar á Memoria, stórmynd leikstjórans frá árinu 2021 með Tildu Swinton í aðalhlutverki. Apichatpong sagði um RIFF og kvikmyndahátíðir almennt að þar geti myndast tengsl og fólk fái svör við spurningum lífsins. Apichatpong fæddist í Bangkok árið 1970 og ólst upp í norðausturhluta Taílands þar sem hann lærði arkitektúr áður en hann hélt til Chicago í kvikmyndanám. Þar þróaði hann sinn einstaka stíl sem snýst um minningar, tilfinningar og andlega leit frekar en hefðbundinn, línulegan söguþráð. Myndir Apichatpong virðist ópólitískar við fyrstu sýn en endurspegla oft undirliggjandi átök: ritskoðun, félagslegt taumhald og bælda sögu Taílands. Hann miðlar fremur með stemningu en yfirlýsingum — kvikmyndir hans líkjast oft óljósum draumum. Corbijn heiðraður á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti hollenska leikstjóranum og ljósmyndaranum Anton Corbijn heiðursverðlaun RIFF á Bessastöðum um helgina að viðstöddum þátttakendum á kvikmyndahátíðinni og aðstandendum hennar. Halla tekur í hönd Antons.RIFF Corbijn er meðal annars þekktur fyrir tónlistarmyndbönd sín, ljósmyndir, heimildarmyndir og leiknar kvikmyndir. Sigurjón Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður flutti tölu þar sem hann fjallaði vítt og breitt um feril listamannsins. Við þetta tækifæri minntist forseti sérstaklega á dýrmætt samstarf Corbijns við eina af uppáhaldshljómsveitum hennar, U2, en það hefur staðið yfir undanfarin fjörutíu ár. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, Anton Corbijn, heiðursverðlaunahafi RIFF og eiginkona hans Nimi Ponnudurai, og Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi.RIFF RIFF Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Gjaldþrot Play hefur sett starfsemi kvikmyndahátíðarinnar RIFF úr skorðum þar sem tugir erlendra kvikmyndagerðarmanna, sem áttu að taka þátt í dagskrá hennar, sitja fastir á flugvöllum víða um heim. Aðstandendur biðla til Icelandair um að hjálpa sér. 29. september 2025 14:47 „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Kim Novak, ein síðasta eftirlifandi stjarna gullaldar Hollywood, er heiðursgestur RIFF í ár. Novak sagði skilið við skemmtanabransann til að elta ástríðu sína, myndlistina. Hún tók slæma dóma mikið inn á sig sem ung leikkona en er í dag stolt af því að vera hluti af einni bestu kvikmynd allra tíma. 27. september 2025 07:02 Samdi lag um ást sína á RIFF Klipparinn Magnús Orri Arnarson hefur gefið út lagið „RIFFARAR“ sem fjallar um ást hans á kvikmyndhátíðinni RIFF sem hefst á fimmtudag. Magnús samdi og söng lagið, leikstýrði tónlistarmyndbandinu og klippti það svo. 23. september 2025 14:48 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Leikstjórinn Rúnar Rúnarsson veitti Weerasethakul verðlaunin og sagði í ræðu sinni að kvikmyndir Apichatpong væru ólíkar annarri kvikmyndalist. Hliðstæður mætti þó finna á milli íslenkrar kvikmyndagerðar og tælenskrar, þrátt fyrir fjarlægðina milli landanna tveggja. Weerasethakul hélt janframt meistaraspjall fyrir fullum sal í Háskólabíói í gær í kjölfar sýningar á Memoria, stórmynd leikstjórans frá árinu 2021 með Tildu Swinton í aðalhlutverki. Apichatpong sagði um RIFF og kvikmyndahátíðir almennt að þar geti myndast tengsl og fólk fái svör við spurningum lífsins. Apichatpong fæddist í Bangkok árið 1970 og ólst upp í norðausturhluta Taílands þar sem hann lærði arkitektúr áður en hann hélt til Chicago í kvikmyndanám. Þar þróaði hann sinn einstaka stíl sem snýst um minningar, tilfinningar og andlega leit frekar en hefðbundinn, línulegan söguþráð. Myndir Apichatpong virðist ópólitískar við fyrstu sýn en endurspegla oft undirliggjandi átök: ritskoðun, félagslegt taumhald og bælda sögu Taílands. Hann miðlar fremur með stemningu en yfirlýsingum — kvikmyndir hans líkjast oft óljósum draumum. Corbijn heiðraður á Bessastöðum Forseti Íslands, Halla Tómasdóttir, afhenti hollenska leikstjóranum og ljósmyndaranum Anton Corbijn heiðursverðlaun RIFF á Bessastöðum um helgina að viðstöddum þátttakendum á kvikmyndahátíðinni og aðstandendum hennar. Halla tekur í hönd Antons.RIFF Corbijn er meðal annars þekktur fyrir tónlistarmyndbönd sín, ljósmyndir, heimildarmyndir og leiknar kvikmyndir. Sigurjón Sighvatsson kvikmyndagerðarmaður flutti tölu þar sem hann fjallaði vítt og breitt um feril listamannsins. Við þetta tækifæri minntist forseti sérstaklega á dýrmætt samstarf Corbijns við eina af uppáhaldshljómsveitum hennar, U2, en það hefur staðið yfir undanfarin fjörutíu ár. Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, Anton Corbijn, heiðursverðlaunahafi RIFF og eiginkona hans Nimi Ponnudurai, og Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi.RIFF
RIFF Forseti Íslands Halla Tómasdóttir Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Gjaldþrot Play hefur sett starfsemi kvikmyndahátíðarinnar RIFF úr skorðum þar sem tugir erlendra kvikmyndagerðarmanna, sem áttu að taka þátt í dagskrá hennar, sitja fastir á flugvöllum víða um heim. Aðstandendur biðla til Icelandair um að hjálpa sér. 29. september 2025 14:47 „Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Kim Novak, ein síðasta eftirlifandi stjarna gullaldar Hollywood, er heiðursgestur RIFF í ár. Novak sagði skilið við skemmtanabransann til að elta ástríðu sína, myndlistina. Hún tók slæma dóma mikið inn á sig sem ung leikkona en er í dag stolt af því að vera hluti af einni bestu kvikmynd allra tíma. 27. september 2025 07:02 Samdi lag um ást sína á RIFF Klipparinn Magnús Orri Arnarson hefur gefið út lagið „RIFFARAR“ sem fjallar um ást hans á kvikmyndhátíðinni RIFF sem hefst á fimmtudag. Magnús samdi og söng lagið, leikstýrði tónlistarmyndbandinu og klippti það svo. 23. september 2025 14:48 Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Menning Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Tíska og hönnun „Amma mín, ert þú nokkuð dáin?“ Lífið Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Gjaldþrot Play setur RIFF úr skorðum: „Þetta kemur á versta tíma“ Gjaldþrot Play hefur sett starfsemi kvikmyndahátíðarinnar RIFF úr skorðum þar sem tugir erlendra kvikmyndagerðarmanna, sem áttu að taka þátt í dagskrá hennar, sitja fastir á flugvöllum víða um heim. Aðstandendur biðla til Icelandair um að hjálpa sér. 29. september 2025 14:47
„Lætur mér líða eins og tími minn í Hollywood hafi verið ómaksins virði“ Kim Novak, ein síðasta eftirlifandi stjarna gullaldar Hollywood, er heiðursgestur RIFF í ár. Novak sagði skilið við skemmtanabransann til að elta ástríðu sína, myndlistina. Hún tók slæma dóma mikið inn á sig sem ung leikkona en er í dag stolt af því að vera hluti af einni bestu kvikmynd allra tíma. 27. september 2025 07:02
Samdi lag um ást sína á RIFF Klipparinn Magnús Orri Arnarson hefur gefið út lagið „RIFFARAR“ sem fjallar um ást hans á kvikmyndhátíðinni RIFF sem hefst á fimmtudag. Magnús samdi og söng lagið, leikstýrði tónlistarmyndbandinu og klippti það svo. 23. september 2025 14:48