„Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. október 2025 16:24 Andra þykir Spursmál ekki vænlegur vettvangur fyrir uppbyggjandi umræðu. Vísir/Samsett Andri Snær Magnason hafnar boði Stefáns Einars Stefánssonar blaðamanns í það sem hann segir „einhvers konar einvígi.“ Hann setur út á það að upphafleg grein, þar sem ansi frjálslega er farið með stærðfræðina, hafi ekki verið leiðreitt heldur að þess í stað hafi honum verið boðið í viðtal til að breiða rangfærslurnar enn frekar út. Tilefni ummælanna er heit umræða undanfarna daga eftir að Morgunblaðið birti úttekt Samtaka skattgreiðenda á ritlaunum listamanna það sem af er öldinni. Úttektin gerði grein fyrir fjölda mánaða sem hver rithöfundur hefur fengið úthlutaðan á fyrrgreindu tímabili og setti hann í samhengi við afköst þeirra. Mælikvarðinn sem var notaður var fjöldi bóka og blaðsíðna. Höfundum ofætlaðar greiðslur svo nemi tugum milljóna Andri Snær var í úttektinni með fæst verk, fimm bækur á 25 árum, og nákvæmur útreikningur fylgdi þar sem stóð að Andri hefði fengið 106.957 krónur fyrir hverja blaðsíðu. Andri dró fram í aðsendri grein öll þau verk sem Samtök skattgreiðenda „gleymdu“ að taka með inn í reikninginn, sem nam talsverðum fjölda verka. Stefán Einar Stefánsson sem skrifaði greinina upp úr gögnum Samtaka skattgreiðenda brást við ábendingum Andra Snæs með því að skora hann á hólm í sjónvarpsþætti Stefáns sjálfs. Greinin hefur ekki verið leiðrétt. Hann birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann segist hafa boðið Andra að ræða framlag skattgreiðenda til listsköpunar, eðli launanna og mikilvægi. „Nú er bara að vona að allir leggi sín lóð á vogarskálarnar, upplýstri og áhugaverðri umræðu til framdráttar,“ skrifar Stefán. „Upplýst og áhugaverð umræða“ reist á sandi Andri segir framkomu Stefáns Einars fyrir neðan allar hellur. „Ég sendi leiðréttingu á Morgunblaðið og bendi á ófagleg vinnubrögð. Þar eru verk mín gróflega vantalin. Því er svarað með áskorun um að mæta blaðamanni í einhverskonar einvígi, en fréttin er EKKI leiðrétt heldur þvert á móti. Sett á netið, uppfærð í dag klukkan 11:51 með öllum rangfærslum en engum leiðréttingum! Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral? Eiga þær að standa í blaðinu eins og sannleikur svo fólk geti fundið það sem „heimild“ í framtíðinni?“ skrifar hann. Hann segir tölurnar sem Stefán byggir umfjöllun sína á kolrangar og að tíu höfundum hafi verið ofætlaðar greiðslur svo nemi tugum milljóna. „Kunna ekki að telja bækur. Kunna ekki að reikna. Kunna svo ekki að skammast sín. Hvað er þá eftir?“ Menning Listamannalaun Fjölmiðlar Bókmenntir Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Sjá meira
Tilefni ummælanna er heit umræða undanfarna daga eftir að Morgunblaðið birti úttekt Samtaka skattgreiðenda á ritlaunum listamanna það sem af er öldinni. Úttektin gerði grein fyrir fjölda mánaða sem hver rithöfundur hefur fengið úthlutaðan á fyrrgreindu tímabili og setti hann í samhengi við afköst þeirra. Mælikvarðinn sem var notaður var fjöldi bóka og blaðsíðna. Höfundum ofætlaðar greiðslur svo nemi tugum milljóna Andri Snær var í úttektinni með fæst verk, fimm bækur á 25 árum, og nákvæmur útreikningur fylgdi þar sem stóð að Andri hefði fengið 106.957 krónur fyrir hverja blaðsíðu. Andri dró fram í aðsendri grein öll þau verk sem Samtök skattgreiðenda „gleymdu“ að taka með inn í reikninginn, sem nam talsverðum fjölda verka. Stefán Einar Stefánsson sem skrifaði greinina upp úr gögnum Samtaka skattgreiðenda brást við ábendingum Andra Snæs með því að skora hann á hólm í sjónvarpsþætti Stefáns sjálfs. Greinin hefur ekki verið leiðrétt. Hann birti færslu á samfélagsmiðlum þar sem hann segist hafa boðið Andra að ræða framlag skattgreiðenda til listsköpunar, eðli launanna og mikilvægi. „Nú er bara að vona að allir leggi sín lóð á vogarskálarnar, upplýstri og áhugaverðri umræðu til framdráttar,“ skrifar Stefán. „Upplýst og áhugaverð umræða“ reist á sandi Andri segir framkomu Stefáns Einars fyrir neðan allar hellur. „Ég sendi leiðréttingu á Morgunblaðið og bendi á ófagleg vinnubrögð. Þar eru verk mín gróflega vantalin. Því er svarað með áskorun um að mæta blaðamanni í einhverskonar einvígi, en fréttin er EKKI leiðrétt heldur þvert á móti. Sett á netið, uppfærð í dag klukkan 11:51 með öllum rangfærslum en engum leiðréttingum! Á ég að mæta í viðtal til að rangfærslurnar verði viral? Eiga þær að standa í blaðinu eins og sannleikur svo fólk geti fundið það sem „heimild“ í framtíðinni?“ skrifar hann. Hann segir tölurnar sem Stefán byggir umfjöllun sína á kolrangar og að tíu höfundum hafi verið ofætlaðar greiðslur svo nemi tugum milljóna. „Kunna ekki að telja bækur. Kunna ekki að reikna. Kunna svo ekki að skammast sín. Hvað er þá eftir?“
Menning Listamannalaun Fjölmiðlar Bókmenntir Mest lesið Leitin á Svínafellsjökli sem hefur enn ekki skilað árangri Lífið „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Menning Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Menning Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Bíó og sjónvarp Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið Krakkatía vikunnar: Ísskápastríð, Eivör og Grafarvogur Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Fleiri fréttir „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Sjá meira