Lífið

Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna

Svava Marín Óskarsdóttir skrifar
Húsið er byggt árið 1985 í anda Beverly Hills.
Húsið er byggt árið 1985 í anda Beverly Hills.

Hjónin, Vilborg Jóhannsdóttir og Úlfar Gunnarsson, eigendur tískuvöruverslunarinnar Centro, hafa sett tæplega fimm hundruð fermetra einbýlishús sitt við Helgamagrastæti á Akureyri á sölu. Um er að ræða eitt glæsilegasta hús bæjarins, reist árið 1985. Ásett verð er 259,5 milljónir.

Húsið er sérstakt fyrir margar sakir og minnir í raun frekar á eign í Beverly Hills í Bandaríkjunum en hefðbundið heimili á Íslandi. Úlfar reisti það sjálfur á sínum tíma og hugaði vandlega að hverju smáatriði með innblástur úr vinsælu sjónvarpsþáttunum Dallas.

Fjölmiðlamaðurinn Sindri Sindrason heimsótti Úlfar í sjónvarpsþættinum Heimsókn árið 2022, þar sem hann kynnti sér sögu hússins og hönnun þess. Klippu úr þættinum má sjá hér að neðan.

Lúxusvilla með partýhúsi 

Húsið er 428 fermetrar, þar af 51 fermetra tvöfaldur bílskúr, og stendur á þremur hæðum. Við hlið hússins er sérhannað partýhús með innandyra heitum potti, auk líkamsræktar- og hobbýherbergis.

Aðalhæðin skiptist í hol, snyrtingu, stofu og borðstofu, sjónvarpsstofu, eldhús og þvottahús. Glæsilegur stigi liggur upp á efri hæðina. Útgengi er á verandir á fleiri en einum stað og steyptur pallur liggur austan- og sunnanmegin við húsið. Flísar eru á öllum gólfum.

Á efri hæðinni er hjónaherbergi með fataherbergi, sérbaðherbergi og útgengi á stórar svalir. Þar eru einnig tvö barnaherbergi og rúmgott baðherbergi. Í kjallara er fullbúin 120 fermetra íbúð með sérinngangi.

Í heildina telur eignin sjö svefnherbergi og fjögur baðherbergi.

Nánari upplýsingar um eignina má nálgast á fasteignavef Vísis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.