Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Sindri Sverrisson skrifar 7. október 2025 22:42 Daníel Tristan Guðjohnsen er klár í sannkallaða stórleiki með íslenska landsliðinu. vísir/Bjarni Daníel Tristan Guðjohnsen stimplaði sig inn í íslenska A-landsliðið í fótbolta í síðasta mánuði og er spenntur fyrir komandi stórleikjum. Hann er þó enn aðeins 19 ára og tekur undir með Eiði Smára föður sínum um að hafa gerst sekur um „heimsku“ í leik með Malmö á dögunum. Framundan eru leikir við Úkraínu á föstudag og Frakkland næsta mánudag – leikir sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að komast á HM næsta sumar – og er uppselt á báða leikina á Laugardalsvelli, eftir frammistöðu Daníels og félaga í síðasta mánuði. Hann spilaði þá sína fyrstu A-landsleiki: „Það var ógeðslega gaman að mæta hérna síðast og fá að spila þessa tvo leiki, en ég er alveg jafnspenntur núna,“ segir Daníel en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Daníel og Andri Lucas bróðir hans léku saman í tapinu nauma gegn Frökkum í París fyrir mánuði, í fjarveru fyrirliðans Orra Steins Óskarssonar sem er enn frá keppni vegna meiðsla. Því má vel vera að bræðurnir byrji einnig báðir gegn Úkraínu á föstudaginn, eða þá gegn Frökkum: „Það gæti verið möguleiki. Við gerðum það í síðasta verkefni. Mér fannst það þannig séð ganga vel hjá okkur í Frakklandi. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Daníel, tilbúinn í gríðarlega mikilvægan slag á föstudaginn. „Eina góða er að maður getur lært af þessu“ Daníel leikur einnig með Malmö í Svíþjóð og fékk að líta rauða spjaldið í síðustu viku, seint í uppbótartíma í 3-0 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi í Evrópudeildinni. Mistök sem pabbi hans, Eiður Smári, gagnrýndi hann fyrir í Dr. Football á föstudag eins og sjá má hér að neðan. „Þetta er á 95. mínútu og hann fær rautt fyrir að hlaupa inn í varnarmann og vera aðeins með olnbogana uppi. Ég spurði til hvers. „Já, ég missti hausinn.“ Þetta er akkúrat það sem má ekki gerast,“ sagði Eiður í þættinum og hélt áfram: „Ekki nóg með að þetta líti illa út fyrir þig, þú ert ungur og munt læra af þessu, menn gera mistök, en þetta verður til þess að þú ert kannski frá í risastórum leikjum í Evrópudeildinni. Það eru leiðindin í þessu, fyrir utan að þetta lítur asnalega út. Ekki vera svona heimskur, en læra af þessu,“ sagði Eiður. Daníel tók undir með pabba sínum: „Ætli það sé ekki bara rétt hjá honum?“ segir Daníel léttur. „Maður gerir mistök og það eina góða við þetta er að maður getur lært af þessu,“ bætir hann við og samsinnir því að Eiður, með alla sína reynslu, sé duglegur að veita ráðleggingar: „Já, já. Auðvitað gerir hann það. Hann lætur mann aðeins heyra það þegar eitthvað svona gerist.“ Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira
Framundan eru leikir við Úkraínu á föstudag og Frakkland næsta mánudag – leikir sem ráða svo miklu um möguleika Íslands á að komast á HM næsta sumar – og er uppselt á báða leikina á Laugardalsvelli, eftir frammistöðu Daníels og félaga í síðasta mánuði. Hann spilaði þá sína fyrstu A-landsleiki: „Það var ógeðslega gaman að mæta hérna síðast og fá að spila þessa tvo leiki, en ég er alveg jafnspenntur núna,“ segir Daníel en viðtalið við hann má sjá hér að neðan. Daníel og Andri Lucas bróðir hans léku saman í tapinu nauma gegn Frökkum í París fyrir mánuði, í fjarveru fyrirliðans Orra Steins Óskarssonar sem er enn frá keppni vegna meiðsla. Því má vel vera að bræðurnir byrji einnig báðir gegn Úkraínu á föstudaginn, eða þá gegn Frökkum: „Það gæti verið möguleiki. Við gerðum það í síðasta verkefni. Mér fannst það þannig séð ganga vel hjá okkur í Frakklandi. Við verðum bara að bíða og sjá,“ segir Daníel, tilbúinn í gríðarlega mikilvægan slag á föstudaginn. „Eina góða er að maður getur lært af þessu“ Daníel leikur einnig með Malmö í Svíþjóð og fékk að líta rauða spjaldið í síðustu viku, seint í uppbótartíma í 3-0 tapi gegn Viktoria Plzen í Tékklandi í Evrópudeildinni. Mistök sem pabbi hans, Eiður Smári, gagnrýndi hann fyrir í Dr. Football á föstudag eins og sjá má hér að neðan. „Þetta er á 95. mínútu og hann fær rautt fyrir að hlaupa inn í varnarmann og vera aðeins með olnbogana uppi. Ég spurði til hvers. „Já, ég missti hausinn.“ Þetta er akkúrat það sem má ekki gerast,“ sagði Eiður í þættinum og hélt áfram: „Ekki nóg með að þetta líti illa út fyrir þig, þú ert ungur og munt læra af þessu, menn gera mistök, en þetta verður til þess að þú ert kannski frá í risastórum leikjum í Evrópudeildinni. Það eru leiðindin í þessu, fyrir utan að þetta lítur asnalega út. Ekki vera svona heimskur, en læra af þessu,“ sagði Eiður. Daníel tók undir með pabba sínum: „Ætli það sé ekki bara rétt hjá honum?“ segir Daníel léttur. „Maður gerir mistök og það eina góða við þetta er að maður getur lært af þessu,“ bætir hann við og samsinnir því að Eiður, með alla sína reynslu, sé duglegur að veita ráðleggingar: „Já, já. Auðvitað gerir hann það. Hann lætur mann aðeins heyra það þegar eitthvað svona gerist.“
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Evrópudeild UEFA Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ Fótbolti Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Fleiri fréttir Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Snjóbylur gæti lengt jólafrí liða í þýska boltanum Kudus bætir gráu ofan á svart Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Nýfæddur sonur Stefáns Teits tefur félagaskiptin Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Andrea til Anderlecht Mourinho vonaði að leikmenn hans ættu svefnlausa nótt Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Útför Åge Hareide fer fram í dag Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Sjá meira