Virði gulls í methæðum Samúel Karl Ólason skrifar 7. október 2025 22:48 Kíló af gulli kostaði í dag um 15,6 milljón krónur. EPA/YONHAP Virði gulls náði nýjum hæðum í dag og þykir það til marks um auknar áhyggjur fjárfesta af stöðu mála á mörkuðum heimsins. Margir eru sagðir hafa leitað sér skjóls með því að fjárfesta peningum sínum í gulli og hefur virði gulls hækkað um rúmlega fimmtíu prósent á þessu ári. Nú í dag gerðist það í fyrsta sinn að virði gulls fór yfir fjögur þúsund dali á únsu vestanhafs, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Fjögur þúsund dalir samsvara um 485 þúsund krónum. Sú únsa sem notuð er yfir gull er 31,1 gramm. Þannig að kíló af gulli er því um 15,6 milljón króna virði, lauslega reiknað. Hækkunin á árinu er meiri en hún var í kringum hrunið 2008 en samkvæmt frétt WSJ hefur gull ekki hækkað svo hratt í virði síðan 1979, þegar verðbólga hækkaði gífurlega og olíukrísan svokallaða átti sér stað. Miðillinn segir að hækkunina megi að miklu leyti rekja til ótta fjárfesta við umfangsmiklar aðgerðir Trumps á sviði alþjóðaviðskipta. Er þá vísað til tolla sem hann hefur beitt og viðskiptadeilna við ríki eins og Kína. Einnig er vísað til þess þrýstings sem hann hefur beitt á stjórnendur Seðlabanka Bandaríkjanna um að lækka vexti. Því til stuðnings er bent á að fyrri hluti þessa árs var sá versti sem Bandaríkjadalurinn hefur átt í rúma fimm áratugi. Óvissa alls staðar Slegið er á svipaða strengi í frétt New York Times en þar er bent á að virði dalarins hafi lækkað um tíu prósent á árinu. Skuldir bandaríska ríkisins hafi aukist gífurlega og missti ríkissjóður Bandaríkjanna efstu lánshæfiseinkunn greiningastofnana og fyrirtækja eins og Moody‘s fyrr á árinu. Einn ráðgjafi sem rætt var við sagði að mikil óvissa útskýrði ástandið að mestu. Finna mætti óvissu á hinum ýmsu sviðum í heiminum, hvort sem þau sneru að pólitík eða hagstjórn. Ekki er búist við því að ástandið muni skána í bráð en greinendur Goldman Sachs breyttu spám sínum um verð gulls í gær. Nú búast þeir við því að verðið muni ná 4.900 dölum fyrir lok næsta árs. Seðlabankar víða um heim hafa á undanförnum árum fjárfest mikið í gulli og á það sérstaklega við banka í ríkjum sem eiga ekki í góðu pólitísku sambandi við hin svokölluðu Vesturlönd, samkvæmt WSJ. Þessi kaup jukust töluvert eftir innrás Rússa í Úkraínu 2022 og eftir að Rússar voru beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum vegna hennar. Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Nú í dag gerðist það í fyrsta sinn að virði gulls fór yfir fjögur þúsund dali á únsu vestanhafs, samkvæmt frétt Wall Street Journal. Fjögur þúsund dalir samsvara um 485 þúsund krónum. Sú únsa sem notuð er yfir gull er 31,1 gramm. Þannig að kíló af gulli er því um 15,6 milljón króna virði, lauslega reiknað. Hækkunin á árinu er meiri en hún var í kringum hrunið 2008 en samkvæmt frétt WSJ hefur gull ekki hækkað svo hratt í virði síðan 1979, þegar verðbólga hækkaði gífurlega og olíukrísan svokallaða átti sér stað. Miðillinn segir að hækkunina megi að miklu leyti rekja til ótta fjárfesta við umfangsmiklar aðgerðir Trumps á sviði alþjóðaviðskipta. Er þá vísað til tolla sem hann hefur beitt og viðskiptadeilna við ríki eins og Kína. Einnig er vísað til þess þrýstings sem hann hefur beitt á stjórnendur Seðlabanka Bandaríkjanna um að lækka vexti. Því til stuðnings er bent á að fyrri hluti þessa árs var sá versti sem Bandaríkjadalurinn hefur átt í rúma fimm áratugi. Óvissa alls staðar Slegið er á svipaða strengi í frétt New York Times en þar er bent á að virði dalarins hafi lækkað um tíu prósent á árinu. Skuldir bandaríska ríkisins hafi aukist gífurlega og missti ríkissjóður Bandaríkjanna efstu lánshæfiseinkunn greiningastofnana og fyrirtækja eins og Moody‘s fyrr á árinu. Einn ráðgjafi sem rætt var við sagði að mikil óvissa útskýrði ástandið að mestu. Finna mætti óvissu á hinum ýmsu sviðum í heiminum, hvort sem þau sneru að pólitík eða hagstjórn. Ekki er búist við því að ástandið muni skána í bráð en greinendur Goldman Sachs breyttu spám sínum um verð gulls í gær. Nú búast þeir við því að verðið muni ná 4.900 dölum fyrir lok næsta árs. Seðlabankar víða um heim hafa á undanförnum árum fjárfest mikið í gulli og á það sérstaklega við banka í ríkjum sem eiga ekki í góðu pólitísku sambandi við hin svokölluðu Vesturlönd, samkvæmt WSJ. Þessi kaup jukust töluvert eftir innrás Rússa í Úkraínu 2022 og eftir að Rússar voru beittir umfangsmiklum refsiaðgerðum vegna hennar.
Mest lesið Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Virði gulls í methæðum Viðskipti erlent Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira