„Við vorum bara flottir í kvöld“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 10. október 2025 21:24 Arnar Gunnlaugsson gekk ekki svo svekktur af velli þrátt fyrir að Ísland hafi fengið fimm mörk á sig. vísir / anton brink „Þetta var skrítinn leikur“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. „Við erum að spila við Úkraínu sko, þetta er ekkert djók lið, og mér fannst við bara virkilega flottir stóran hluta af leiknum. Ég var bara virkilega stoltur af strákunum“ sagði landsliðsþjálfarinn einnig og hélt ræðu sinni áfram. Allir sem skilja fótbolta sjá það „Það er alltaf hægt að einfalda leikinn, ef við töpum erum við ömurlegir og ef við vinnum erum við frábærir, en þetta er ekki alveg svo einfalt sko. Ég ætla að vona að sem flestir sjái það, og ég held að allir sjái það sem skilja fótbolta, við vorum bara flottir í kvöld. Fáum á okkur klaufamörk, þetta er miskunnarlaus leikur.“ Eins og Ísland var 2013/14 „Mér líður eins og við séum svona 2013-14 [landslið Íslands.] Liðið er að mótast og að verða frábært lið, ungir strákar og orkumiklir, en þá koma stundum svona mistök fyrir sem erfitt er að útskýra. Mér leið eins og hvert einasta skipti sem þeir áttu skot á markið, þá var það mark. En heilt yfir man ég ekki eftir leik Íslands gegn svona sterkri þjóð á heimavelli þar sem við spilum jafn kraftmikinn og góðan fótbolta“ sagði Arnar og taldi upp ýmis atvik í leiknum þar sem leikmenn hefðu getað gert betur. Skemmti sér konunglega Eðlilega var margt sem lá á huga landsliðsþjálfarans um eftir átta marka leik, en hann dró svo hugsanir sínar saman og sagði skilaboð sín vera: „Ég skemmti mér konunglega, þetta var frábær leikur en við verðum að læra af svona leik. Karakter er líka orð sem stendur upp úr, það var sterkt að jafna eftir að hafa lent 3-1 undir“ sagði Arnar en lýsti því einnig að íslenska liðið væri enn ungt og, á köflum, barnalegt. „Með reynslu af þessu leveli og með því að spila fleiri stærri leiki, þá muntu ekki taka svona ákvarðanir eins og við gerðum í fyrstu þremur mörkunum… Ég held að það sé miklu auðveldara að laga það, þessi klaufamistök, heldur en að laga leik liðsins í heild sinni.“ Klippa: Arnar ræðir klaufamörkin og miskunnarleysi fótboltans Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira
„Við erum að spila við Úkraínu sko, þetta er ekkert djók lið, og mér fannst við bara virkilega flottir stóran hluta af leiknum. Ég var bara virkilega stoltur af strákunum“ sagði landsliðsþjálfarinn einnig og hélt ræðu sinni áfram. Allir sem skilja fótbolta sjá það „Það er alltaf hægt að einfalda leikinn, ef við töpum erum við ömurlegir og ef við vinnum erum við frábærir, en þetta er ekki alveg svo einfalt sko. Ég ætla að vona að sem flestir sjái það, og ég held að allir sjái það sem skilja fótbolta, við vorum bara flottir í kvöld. Fáum á okkur klaufamörk, þetta er miskunnarlaus leikur.“ Eins og Ísland var 2013/14 „Mér líður eins og við séum svona 2013-14 [landslið Íslands.] Liðið er að mótast og að verða frábært lið, ungir strákar og orkumiklir, en þá koma stundum svona mistök fyrir sem erfitt er að útskýra. Mér leið eins og hvert einasta skipti sem þeir áttu skot á markið, þá var það mark. En heilt yfir man ég ekki eftir leik Íslands gegn svona sterkri þjóð á heimavelli þar sem við spilum jafn kraftmikinn og góðan fótbolta“ sagði Arnar og taldi upp ýmis atvik í leiknum þar sem leikmenn hefðu getað gert betur. Skemmti sér konunglega Eðlilega var margt sem lá á huga landsliðsþjálfarans um eftir átta marka leik, en hann dró svo hugsanir sínar saman og sagði skilaboð sín vera: „Ég skemmti mér konunglega, þetta var frábær leikur en við verðum að læra af svona leik. Karakter er líka orð sem stendur upp úr, það var sterkt að jafna eftir að hafa lent 3-1 undir“ sagði Arnar en lýsti því einnig að íslenska liðið væri enn ungt og, á köflum, barnalegt. „Með reynslu af þessu leveli og með því að spila fleiri stærri leiki, þá muntu ekki taka svona ákvarðanir eins og við gerðum í fyrstu þremur mörkunum… Ég held að það sé miklu auðveldara að laga það, þessi klaufamistök, heldur en að laga leik liðsins í heild sinni.“ Klippa: Arnar ræðir klaufamörkin og miskunnarleysi fótboltans
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Rodgers á leið til Sádi-Arabíu Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Keyptu nýjan leikvang fyrir Glódísi og Bayern-konurnar Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Sjá meira