„Langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. október 2025 21:45 Svekkelsið leyndi sér ekki hjá Hákoni Arnari Haraldssyni eftir leikinn gegn Úkraínu. vísir/anton Hákon Arnar Haraldsson, sem var fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í leiknum gegn Úkraínu, segir niðurstöðu kvöldsins svekkjandi. Ísland tapaði 3-5 í miklum markaleik í D-riðli undankeppni HM 2026. Hákon segir að íslenska liðið hefði átt að sýna meiri skynsemi í leiknum. „Það er langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik. Það voru ótrúlegir hlutir sem gerðust í dag,“ sagði Hákon í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn. „Ég er ógeðslega svekktur og ótrúlegt hvernig við töpuðum þessum leik, 3-5. Við eigum eftir að horfa á leikinn aftur og sjá hvað fór úrskeiðis en það var mikið af einstaklingsmistökum sem við verðum að koma í veg fyrir. Þeir hittu rammann fullkomlega í dag. Það fór allt upp í sammann. Ég hef ekki lent í öðru eins.“ Eftir að Mikael Egill Ellertsson jafnaði í 1-1 fékk Ísland á sig tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks. Seinna markið var sérstaklega svekkjandi að fá á sig að sögn Hákonar. „Við töpuðum boltanum á miðjunni og þá eigum við bara að brjóta. Það var alveg að koma hálfleikur, staðan 1-2 og mér fannst við vera búnir að vera betri. En svo refsa þeir grimmilega eins og þeir gera allan leikinn. Þetta var geggjað skot fyrir utan og óþarfi að fara inn í hálfleik með 1-3 stöðu,“ sagði Hákon. Íslendingar komu til baka og jöfnuðu í 3-3 með tveimur mörkum Alberts Guðmundssonar. Hákon lagði það fyrra upp með frábærri fyrirgjöf. „Við komum geggjaðir út í seinni hálfleik og skoruðum tvö mörk. Kannski fórum við yfir um í gleðinni, gleymdum að gera hlutina einfalt, ætluðum bara að keyra á þá og skora fjórða markið og vinna leikinn. Við hefðum kannski bara átt að taka því rólega og spila okkar leik,“ sagði Hákon. „Ég er líka ábyrgur. Ég hefði oft getað haldið betur í boltann. Ég reyndi langar sendingar en svona er þetta bara.“ Með sigrinum komst Úkraína upp fyrir Ísland í 2. sæti D-riðils. Liðin eiga eftir að mætast í lokaumferð undankeppninnar. „Þetta hefði getað verið miklu betra en þetta er bara eitt stig og við eigum eftir að spila við þá úti. Svo eigum við Frakkana hérna heima og það verður vonandi fullur völlur. Vonandi getur Aserbaísjan strítt Úkraínu aftur og við tökum stig gegn Frökkum,“ sagði Hákon að lokum. HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Maður á eiginlega ekki til eitt aukatekið orð, þeir skora bara úr hverju einasta skoti“ sagði landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. Hann verður í banni í leiknum gegn Frakklandi á mánudag, eftir að hafa rifið kjaft við dómarann í kvöld. 10. október 2025 21:43 „Virkilega galið tap“ „Við leyfum okkur að vera fúlir í kvöld og svo byrjar undirbúningur fyrir Frakkana á morgun,“ segir reynsluboltinn Guðlaugur Victor Pálsson. Hann segir sjokkerandi að Úkraína hafi náð að skora fimm mörk í kvöld, í 5-3 sigri sínum gegn Íslandi í undankeppni HM í fótbolta. 10. október 2025 21:41 „Við vorum bara flottir í kvöld“ „Þetta var skrítinn leikur“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. 10. október 2025 21:24 Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Íslenskir fótboltaáhugamenn höfðu sitthvað að segja um leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Áhugaverð tölfræði var dregin fram og punktar um leikinn. 10. október 2025 21:26 Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Ísland tapaði 3-5 fyrir Úkraínu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í kvöld. Íslendingar voru 1-3 undir í hálfleik, Albert Guðmundsson jafnaði með tveimur mörkum í seinni hálfleik en Úkraínumenn skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. 10. október 2025 20:55 Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Albert Guðmundsson stóð sig best hjá íslenska liðinu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Úkraínu í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Albert skoraði tvö mörk í leiknum og var þess fyrir utan mikið í boltanum. 10. október 2025 20:58 „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir Ísland hafa gert klaufaleg og barnaleg mistök, en fannst 3-5 tap ekki gefa rétta mynd af leiknum. 10. október 2025 20:59 Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Frakkar áttu ekki í vandræðum með að vinna Aserbaísjan í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta, og eru því með fullt hús stiga fyrir leikinn við Ísland á Laugardalsvelli á mánudaginn. 10. október 2025 20:51 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
„Það er langt síðan ég var svona reiður og svekktur eftir leik. Það voru ótrúlegir hlutir sem gerðust í dag,“ sagði Hákon í samtali við Val Pál Eiríksson eftir leikinn. „Ég er ógeðslega svekktur og ótrúlegt hvernig við töpuðum þessum leik, 3-5. Við eigum eftir að horfa á leikinn aftur og sjá hvað fór úrskeiðis en það var mikið af einstaklingsmistökum sem við verðum að koma í veg fyrir. Þeir hittu rammann fullkomlega í dag. Það fór allt upp í sammann. Ég hef ekki lent í öðru eins.“ Eftir að Mikael Egill Ellertsson jafnaði í 1-1 fékk Ísland á sig tvö mörk undir lok fyrri hálfleiks. Seinna markið var sérstaklega svekkjandi að fá á sig að sögn Hákonar. „Við töpuðum boltanum á miðjunni og þá eigum við bara að brjóta. Það var alveg að koma hálfleikur, staðan 1-2 og mér fannst við vera búnir að vera betri. En svo refsa þeir grimmilega eins og þeir gera allan leikinn. Þetta var geggjað skot fyrir utan og óþarfi að fara inn í hálfleik með 1-3 stöðu,“ sagði Hákon. Íslendingar komu til baka og jöfnuðu í 3-3 með tveimur mörkum Alberts Guðmundssonar. Hákon lagði það fyrra upp með frábærri fyrirgjöf. „Við komum geggjaðir út í seinni hálfleik og skoruðum tvö mörk. Kannski fórum við yfir um í gleðinni, gleymdum að gera hlutina einfalt, ætluðum bara að keyra á þá og skora fjórða markið og vinna leikinn. Við hefðum kannski bara átt að taka því rólega og spila okkar leik,“ sagði Hákon. „Ég er líka ábyrgur. Ég hefði oft getað haldið betur í boltann. Ég reyndi langar sendingar en svona er þetta bara.“ Með sigrinum komst Úkraína upp fyrir Ísland í 2. sæti D-riðils. Liðin eiga eftir að mætast í lokaumferð undankeppninnar. „Þetta hefði getað verið miklu betra en þetta er bara eitt stig og við eigum eftir að spila við þá úti. Svo eigum við Frakkana hérna heima og það verður vonandi fullur völlur. Vonandi getur Aserbaísjan strítt Úkraínu aftur og við tökum stig gegn Frökkum,“ sagði Hákon að lokum.
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Tengdar fréttir „Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Maður á eiginlega ekki til eitt aukatekið orð, þeir skora bara úr hverju einasta skoti“ sagði landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. Hann verður í banni í leiknum gegn Frakklandi á mánudag, eftir að hafa rifið kjaft við dómarann í kvöld. 10. október 2025 21:43 „Virkilega galið tap“ „Við leyfum okkur að vera fúlir í kvöld og svo byrjar undirbúningur fyrir Frakkana á morgun,“ segir reynsluboltinn Guðlaugur Victor Pálsson. Hann segir sjokkerandi að Úkraína hafi náð að skora fimm mörk í kvöld, í 5-3 sigri sínum gegn Íslandi í undankeppni HM í fótbolta. 10. október 2025 21:41 „Við vorum bara flottir í kvöld“ „Þetta var skrítinn leikur“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. 10. október 2025 21:24 Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Íslenskir fótboltaáhugamenn höfðu sitthvað að segja um leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Áhugaverð tölfræði var dregin fram og punktar um leikinn. 10. október 2025 21:26 Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Ísland tapaði 3-5 fyrir Úkraínu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í kvöld. Íslendingar voru 1-3 undir í hálfleik, Albert Guðmundsson jafnaði með tveimur mörkum í seinni hálfleik en Úkraínumenn skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. 10. október 2025 20:55 Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Albert Guðmundsson stóð sig best hjá íslenska liðinu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Úkraínu í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Albert skoraði tvö mörk í leiknum og var þess fyrir utan mikið í boltanum. 10. október 2025 20:58 „Mjög barnalegir og gefum mörk“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir Ísland hafa gert klaufaleg og barnaleg mistök, en fannst 3-5 tap ekki gefa rétta mynd af leiknum. 10. október 2025 20:59 Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Frakkar áttu ekki í vandræðum með að vinna Aserbaísjan í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta, og eru því með fullt hús stiga fyrir leikinn við Ísland á Laugardalsvelli á mánudaginn. 10. október 2025 20:51 Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Fótbolti Fleiri fréttir Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Heimamenn slógu Mbeumo og félaga út Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Tottenham fær brasilískan bakvörð Everton-maðurinn sendi Senegal í undanúrslit Bikarhetjan til KA Amanda mætt aftur „heim“ Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar TikTok í fyrsta sæti á HM í fótbolta í sumar Settu upp skautavelli inni á einum flottasta fótboltaleikvangi Spánar „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Algjör karakter og þú lýstir upp hvert sem þú fórst“ „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Real bjó til El Clásico úrslitaleik PSG bætti við titli eftir vító og hádramatík Sjá meira
„Svekkjandi að missa af næsta leik“ „Maður á eiginlega ekki til eitt aukatekið orð, þeir skora bara úr hverju einasta skoti“ sagði landsliðsmaðurinn Andri Lucas Guðjohnsen eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. Hann verður í banni í leiknum gegn Frakklandi á mánudag, eftir að hafa rifið kjaft við dómarann í kvöld. 10. október 2025 21:43
„Virkilega galið tap“ „Við leyfum okkur að vera fúlir í kvöld og svo byrjar undirbúningur fyrir Frakkana á morgun,“ segir reynsluboltinn Guðlaugur Victor Pálsson. Hann segir sjokkerandi að Úkraína hafi náð að skora fimm mörk í kvöld, í 5-3 sigri sínum gegn Íslandi í undankeppni HM í fótbolta. 10. október 2025 21:41
„Við vorum bara flottir í kvöld“ „Þetta var skrítinn leikur“ sagði landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson eftir 3-5 tap fyrir Úkraínu. 10. október 2025 21:24
Viðbrögð við leiknum á Twitter - Fáum á okkur 5 mörk úr 0,6 í XG Íslenskir fótboltaáhugamenn höfðu sitthvað að segja um leik Íslands og Úkraínu í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Áhugaverð tölfræði var dregin fram og punktar um leikinn. 10. október 2025 21:26
Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Ísland tapaði 3-5 fyrir Úkraínu á Laugardalsvelli í undankeppni HM 2026 í kvöld. Íslendingar voru 1-3 undir í hálfleik, Albert Guðmundsson jafnaði með tveimur mörkum í seinni hálfleik en Úkraínumenn skoruðu tvö mörk undir lokin og tryggðu sér sigurinn. 10. október 2025 20:55
Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Albert Guðmundsson stóð sig best hjá íslenska liðinu þegar liðið laut í lægra haldi fyrir Úkraínu í undankeppni HM 2026 í fótbolta karla á Laugardalsvelli í kvöld. Albert skoraði tvö mörk í leiknum og var þess fyrir utan mikið í boltanum. 10. október 2025 20:58
„Mjög barnalegir og gefum mörk“ Ísak Bergmann Jóhannesson segir Ísland hafa gert klaufaleg og barnaleg mistök, en fannst 3-5 tap ekki gefa rétta mynd af leiknum. 10. október 2025 20:59
Mbappé og félagar mæta með fullt hús stiga til Reykjavíkur Frakkar áttu ekki í vandræðum með að vinna Aserbaísjan í kvöld, í undankeppni HM í fótbolta, og eru því með fullt hús stiga fyrir leikinn við Ísland á Laugardalsvelli á mánudaginn. 10. október 2025 20:51