Handbolti

Hrun í lokin og fyrsta tapið hjá Dönu og fé­lögum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Íslenska landsliðskonan Dana Björg Gudmundsdóttir, númer 77, í októbertreyju Volda.
Íslenska landsliðskonan Dana Björg Gudmundsdóttir, númer 77, í októbertreyju Volda. @voldahandball

Íslenska landsliðskonan Dana Björg Guðmundsdóttir og félagar hennar í Volda töpuðu í dag sínum fyrsta deildarleik á tímabilinu.

Volda var búið að vinna fjóra fyrstu leiki sína í norsku B-deildinni í handbolta þegar liðið heimsótti Utleira.

Utleira vann leikinn 33-31 eftir að hafa verið einu marki yfir í hálfleik, 16-15.

Volda var tveimur mörkum yfir, 27-25, þegar tíu mínútur voru eftir en tapaði lokakafla leiksins 8-4.

Dana Björg gerði sitt og skoraði sex mörk úr sjö skiptum og gaf tvær stoðsendingar að auki.

Hún var þriðja markahæst í liði Volda en tvær aðrar skoruðu sjö mörk hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×