Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Íþróttadeild Sýnar skrifar 13. október 2025 21:13 Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins að mati íþróttadeildar Sýnar. vísir / anton brink Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 2-2 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli í kvöld og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins, að mati íþróttadeildar Sýnar. Íslenska liðið spilaði afar vel í fyrri hálfleik og voru 1-0 yfir, þökk sé Guðlaugi Victori Pálssyni. Frakkar sóttu stíft í síðari hálfleik en Ísland gerði vel í því að verjast. Stíflan brast hins vegar á 63. mínútu þegar Christopher Nkunku jafnaði metin og Jean-Philippe Mateta tvöfaldaði svo forystu Frakka fimm mínútum síðar. Kristian Hlynsson, sem kom inn á sem varamaður í byrjun síðari hálfleiks, jafnaði metin fyrir Ísland stuttu síðar eftir frábæra sókn. Að öllum öðrum ólöstuðum var Hákon Arnar Haraldsson maður leiksins hjá Íslandi. Fyrirliðinn stóð sig frábærlega á miðjunni, sýndi ekki sömu veikleika varnarlega og var mjög ógnandi sóknarlega. Stýrði spilinu vel, sótti boltann oft og var potturinn og pannan í öllu sem íslenska liðið lagði upp með. Hákon var gríðarmikilvægur í öllum aðgerðum, þó aðrir eigi sannarlega líka hrós skilið. Albert Guðmundsson kom að báðum mörkum Íslands, Kristian Hlynsson skoraði jöfnunarmarkið og Elías Rafn sá til þess að staðan héldist jöfn með nokkrum frábærum vörslum. Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [8] Öruggur í markinu og átti nokkrar frábærar vörslur. Varði vel frá Nkunku í byrjun leiks og varði dauðafæri Mateta undir lok fyrri hálfleiks. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Skoraði fyrsta mark Íslendinga. Leit ekki vel út í mörkum Frakka. Setti enga pressu á Nkunku í fyrra markinu en vantaði hjálp. Kom sér fyrir mikilvægar fyrirgjafir Frakka og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir Íslenska liðið. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [7] Mikilvægur í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Gleymdi sér í öðru marki Frakka og missti af Mateta. Átti samt sem áður flottan leik og var frábær í vörninni. Logi Tómasson, vinstri bakvörður - [6] Átti fína frammistöðu vinstra megin í vörninni en tókst lítið að koma sér fram á völlinn. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Átti góðan leik á miðjunni í kvöld. Átti mikilvægustu stungusendingu leiksins í aðdraganda seinna marki Íslands. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði) miðjumaður - [9] Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum okkar sem var öflugur á miðjunni. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður - [8] Öflugur fremstur á miðjunni í kvöld. Tók aukaspyrnuna sem fyrsta mark Íslands kom uppúr. Hann átti einnig stoðsendinguna á Kristian Hlynsson í öðru marki Íslands. Mikael Egill Ellertsson, hægri kantmaður - [7] Átti flotta spretti á vinstri kantinum. Átti líklega mikilvægustu vörslu leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Var færður af hægri kantinum í vinstri bakvörð. Daníel Tristan Guðjohnsen, framherji [6] Komst í lítinn takt við leikinn og átti í erfiðri baráttu við William Saliba og Dayot Upamecano. Lét þó aldrei deigan síga og hjálpaði liðinu. Sævar Atli Magnússon, framherji - [6] Lagði á sig mikla vinnu fyrir liðið og var ákafur í pressunni. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn á fyrir Sævar Atla á 45+1. mínútu [6] Náði ekki að setja mark sitt á leikinn en stóð sig ágætlega í pressunni fremst á vellinum. Kristian Hlynsson kom inn á fyrir Daníel Tristan Guðjohnsen 46. mínútu [7] Öflug innkoma hjá Kristiani, duglegur í pressunni og skoraði glæsilegt mark. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Loga Tómasson á 63. mínútu. [5] Sást lítið til hans í leiknum og maður veltir fyrir sér þessari skiptingu. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 84. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 84. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira
Íslenska liðið spilaði afar vel í fyrri hálfleik og voru 1-0 yfir, þökk sé Guðlaugi Victori Pálssyni. Frakkar sóttu stíft í síðari hálfleik en Ísland gerði vel í því að verjast. Stíflan brast hins vegar á 63. mínútu þegar Christopher Nkunku jafnaði metin og Jean-Philippe Mateta tvöfaldaði svo forystu Frakka fimm mínútum síðar. Kristian Hlynsson, sem kom inn á sem varamaður í byrjun síðari hálfleiks, jafnaði metin fyrir Ísland stuttu síðar eftir frábæra sókn. Að öllum öðrum ólöstuðum var Hákon Arnar Haraldsson maður leiksins hjá Íslandi. Fyrirliðinn stóð sig frábærlega á miðjunni, sýndi ekki sömu veikleika varnarlega og var mjög ógnandi sóknarlega. Stýrði spilinu vel, sótti boltann oft og var potturinn og pannan í öllu sem íslenska liðið lagði upp með. Hákon var gríðarmikilvægur í öllum aðgerðum, þó aðrir eigi sannarlega líka hrós skilið. Albert Guðmundsson kom að báðum mörkum Íslands, Kristian Hlynsson skoraði jöfnunarmarkið og Elías Rafn sá til þess að staðan héldist jöfn með nokkrum frábærum vörslum. Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [8] Öruggur í markinu og átti nokkrar frábærar vörslur. Varði vel frá Nkunku í byrjun leiks og varði dauðafæri Mateta undir lok fyrri hálfleiks. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Skoraði fyrsta mark Íslendinga. Leit ekki vel út í mörkum Frakka. Setti enga pressu á Nkunku í fyrra markinu en vantaði hjálp. Kom sér fyrir mikilvægar fyrirgjafir Frakka og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir Íslenska liðið. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [7] Mikilvægur í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Gleymdi sér í öðru marki Frakka og missti af Mateta. Átti samt sem áður flottan leik og var frábær í vörninni. Logi Tómasson, vinstri bakvörður - [6] Átti fína frammistöðu vinstra megin í vörninni en tókst lítið að koma sér fram á völlinn. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Átti góðan leik á miðjunni í kvöld. Átti mikilvægustu stungusendingu leiksins í aðdraganda seinna marki Íslands. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði) miðjumaður - [9] Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum okkar sem var öflugur á miðjunni. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður - [8] Öflugur fremstur á miðjunni í kvöld. Tók aukaspyrnuna sem fyrsta mark Íslands kom uppúr. Hann átti einnig stoðsendinguna á Kristian Hlynsson í öðru marki Íslands. Mikael Egill Ellertsson, hægri kantmaður - [7] Átti flotta spretti á vinstri kantinum. Átti líklega mikilvægustu vörslu leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Var færður af hægri kantinum í vinstri bakvörð. Daníel Tristan Guðjohnsen, framherji [6] Komst í lítinn takt við leikinn og átti í erfiðri baráttu við William Saliba og Dayot Upamecano. Lét þó aldrei deigan síga og hjálpaði liðinu. Sævar Atli Magnússon, framherji - [6] Lagði á sig mikla vinnu fyrir liðið og var ákafur í pressunni. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn á fyrir Sævar Atla á 45+1. mínútu [6] Náði ekki að setja mark sitt á leikinn en stóð sig ágætlega í pressunni fremst á vellinum. Kristian Hlynsson kom inn á fyrir Daníel Tristan Guðjohnsen 46. mínútu [7] Öflug innkoma hjá Kristiani, duglegur í pressunni og skoraði glæsilegt mark. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Loga Tómasson á 63. mínútu. [5] Sást lítið til hans í leiknum og maður veltir fyrir sér þessari skiptingu. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 84. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 84. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ Handbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Fótbolti Fleiri fréttir Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Sjá meira