Einkunnir Íslands gegn Frakklandi: Hákon Arnar allra mikilvægastur af mörgum góðum Íþróttadeild Sýnar skrifar 13. október 2025 21:13 Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins að mati íþróttadeildar Sýnar. vísir / anton brink Íslenska karlalandsliðið í fótbolta gerði 2-2 jafntefli við Frakkland á Laugardalsvelli í kvöld og fyrirliðinn Hákon Arnar Haraldsson var maður leiksins, að mati íþróttadeildar Sýnar. Íslenska liðið spilaði afar vel í fyrri hálfleik og voru 1-0 yfir, þökk sé Guðlaugi Victori Pálssyni. Frakkar sóttu stíft í síðari hálfleik en Ísland gerði vel í því að verjast. Stíflan brast hins vegar á 63. mínútu þegar Christopher Nkunku jafnaði metin og Jean-Philippe Mateta tvöfaldaði svo forystu Frakka fimm mínútum síðar. Kristian Hlynsson, sem kom inn á sem varamaður í byrjun síðari hálfleiks, jafnaði metin fyrir Ísland stuttu síðar eftir frábæra sókn. Að öllum öðrum ólöstuðum var Hákon Arnar Haraldsson maður leiksins hjá Íslandi. Fyrirliðinn stóð sig frábærlega á miðjunni, sýndi ekki sömu veikleika varnarlega og var mjög ógnandi sóknarlega. Stýrði spilinu vel, sótti boltann oft og var potturinn og pannan í öllu sem íslenska liðið lagði upp með. Hákon var gríðarmikilvægur í öllum aðgerðum, þó aðrir eigi sannarlega líka hrós skilið. Albert Guðmundsson kom að báðum mörkum Íslands, Kristian Hlynsson skoraði jöfnunarmarkið og Elías Rafn sá til þess að staðan héldist jöfn með nokkrum frábærum vörslum. Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [8] Öruggur í markinu og átti nokkrar frábærar vörslur. Varði vel frá Nkunku í byrjun leiks og varði dauðafæri Mateta undir lok fyrri hálfleiks. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Skoraði fyrsta mark Íslendinga. Leit ekki vel út í mörkum Frakka. Setti enga pressu á Nkunku í fyrra markinu en vantaði hjálp. Kom sér fyrir mikilvægar fyrirgjafir Frakka og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir Íslenska liðið. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [7] Mikilvægur í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Gleymdi sér í öðru marki Frakka og missti af Mateta. Átti samt sem áður flottan leik og var frábær í vörninni. Logi Tómasson, vinstri bakvörður - [6] Átti fína frammistöðu vinstra megin í vörninni en tókst lítið að koma sér fram á völlinn. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Átti góðan leik á miðjunni í kvöld. Átti mikilvægustu stungusendingu leiksins í aðdraganda seinna marki Íslands. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði) miðjumaður - [9] Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum okkar sem var öflugur á miðjunni. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður - [8] Öflugur fremstur á miðjunni í kvöld. Tók aukaspyrnuna sem fyrsta mark Íslands kom uppúr. Hann átti einnig stoðsendinguna á Kristian Hlynsson í öðru marki Íslands. Mikael Egill Ellertsson, hægri kantmaður - [7] Átti flotta spretti á vinstri kantinum. Átti líklega mikilvægustu vörslu leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Var færður af hægri kantinum í vinstri bakvörð. Daníel Tristan Guðjohnsen, framherji [6] Komst í lítinn takt við leikinn og átti í erfiðri baráttu við William Saliba og Dayot Upamecano. Lét þó aldrei deigan síga og hjálpaði liðinu. Sævar Atli Magnússon, framherji - [6] Lagði á sig mikla vinnu fyrir liðið og var ákafur í pressunni. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn á fyrir Sævar Atla á 45+1. mínútu [6] Náði ekki að setja mark sitt á leikinn en stóð sig ágætlega í pressunni fremst á vellinum. Kristian Hlynsson kom inn á fyrir Daníel Tristan Guðjohnsen 46. mínútu [7] Öflug innkoma hjá Kristiani, duglegur í pressunni og skoraði glæsilegt mark. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Loga Tómasson á 63. mínútu. [5] Sást lítið til hans í leiknum og maður veltir fyrir sér þessari skiptingu. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 84. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 84. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Í beinni: Manchester City - Leverkusen | Erfiðir dagar að baki fyrir City eða hvað? Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjá meira
Íslenska liðið spilaði afar vel í fyrri hálfleik og voru 1-0 yfir, þökk sé Guðlaugi Victori Pálssyni. Frakkar sóttu stíft í síðari hálfleik en Ísland gerði vel í því að verjast. Stíflan brast hins vegar á 63. mínútu þegar Christopher Nkunku jafnaði metin og Jean-Philippe Mateta tvöfaldaði svo forystu Frakka fimm mínútum síðar. Kristian Hlynsson, sem kom inn á sem varamaður í byrjun síðari hálfleiks, jafnaði metin fyrir Ísland stuttu síðar eftir frábæra sókn. Að öllum öðrum ólöstuðum var Hákon Arnar Haraldsson maður leiksins hjá Íslandi. Fyrirliðinn stóð sig frábærlega á miðjunni, sýndi ekki sömu veikleika varnarlega og var mjög ógnandi sóknarlega. Stýrði spilinu vel, sótti boltann oft og var potturinn og pannan í öllu sem íslenska liðið lagði upp með. Hákon var gríðarmikilvægur í öllum aðgerðum, þó aðrir eigi sannarlega líka hrós skilið. Albert Guðmundsson kom að báðum mörkum Íslands, Kristian Hlynsson skoraði jöfnunarmarkið og Elías Rafn sá til þess að staðan héldist jöfn með nokkrum frábærum vörslum. Elías Rafn Ólafsson, markvörður - [8] Öruggur í markinu og átti nokkrar frábærar vörslur. Varði vel frá Nkunku í byrjun leiks og varði dauðafæri Mateta undir lok fyrri hálfleiks. Guðlaugur Victor Pálsson, hægri bakvörður - [7] Skoraði fyrsta mark Íslendinga. Leit ekki vel út í mörkum Frakka. Setti enga pressu á Nkunku í fyrra markinu en vantaði hjálp. Kom sér fyrir mikilvægar fyrirgjafir Frakka og sýndi hversu mikilvægur hann er fyrir Íslenska liðið. Sverrir Ingi Ingason, miðvörður - [7] Mikilvægur í hjarta varnarinnar hjá íslenska liðinu. Daníel Leó Grétarsson, miðvörður - [7] Gleymdi sér í öðru marki Frakka og missti af Mateta. Átti samt sem áður flottan leik og var frábær í vörninni. Logi Tómasson, vinstri bakvörður - [6] Átti fína frammistöðu vinstra megin í vörninni en tókst lítið að koma sér fram á völlinn. Ísak Bergmann Jóhannesson, miðjumaður - [8] Átti góðan leik á miðjunni í kvöld. Átti mikilvægustu stungusendingu leiksins í aðdraganda seinna marki Íslands. Hákon Arnar Haraldsson, (fyrirliði) miðjumaður - [9] Frábær frammistaða hjá fyrirliðanum okkar sem var öflugur á miðjunni. Albert Guðmundsson, vinstri kantmaður - [8] Öflugur fremstur á miðjunni í kvöld. Tók aukaspyrnuna sem fyrsta mark Íslands kom uppúr. Hann átti einnig stoðsendinguna á Kristian Hlynsson í öðru marki Íslands. Mikael Egill Ellertsson, hægri kantmaður - [7] Átti flotta spretti á vinstri kantinum. Átti líklega mikilvægustu vörslu leiksins á lokamínútu fyrri hálfleiks. Var færður af hægri kantinum í vinstri bakvörð. Daníel Tristan Guðjohnsen, framherji [6] Komst í lítinn takt við leikinn og átti í erfiðri baráttu við William Saliba og Dayot Upamecano. Lét þó aldrei deigan síga og hjálpaði liðinu. Sævar Atli Magnússon, framherji - [6] Lagði á sig mikla vinnu fyrir liðið og var ákafur í pressunni. Fór meiddur af velli undir lok fyrri hálfleiks. Brynjólfur Andersen Willumsson kom inn á fyrir Sævar Atla á 45+1. mínútu [6] Náði ekki að setja mark sitt á leikinn en stóð sig ágætlega í pressunni fremst á vellinum. Kristian Hlynsson kom inn á fyrir Daníel Tristan Guðjohnsen 46. mínútu [7] Öflug innkoma hjá Kristiani, duglegur í pressunni og skoraði glæsilegt mark. Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á fyrir Loga Tómasson á 63. mínútu. [5] Sást lítið til hans í leiknum og maður veltir fyrir sér þessari skiptingu. Mikael Neville Anderson kom inn á fyrir Albert Guðmundsson á 84. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn. Stefán Teitur Þórðarson kom inn á fyrir Ísak Bergmann Jóhannesson á 84. mínútu. Spilaði ekki nóg til að fá einkunn.
Landslið karla í fótbolta HM 2026 í fótbolta Mest lesið Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Enski boltinn Theodór Elmar hættur hjá KR Íslenski boltinn Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Formúla 1 „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Enski boltinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Golf „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Fótbolti Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Enski boltinn Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Fótbolti Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Í beinni: Manchester City - Leverkusen | Erfiðir dagar að baki fyrir City eða hvað? Í beinni: Chelsea - Barcelona | Guðjohnsen slagurinn í Lundúnum Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Hareide með krabbamein í heila Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Hörður á flugi og vann Hjört í slag um fjórða sæti Pep skammast sín og biðst afsökunar María aftur heim til Klepp Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Messi með mark og stoðsendingaþrennu og liðið tveimur sigrum frá titlinum Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Sjá meira