Fórnaði frægasta hári handboltans Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2025 13:32 Mikkel Hansen vann öll sín helstu afrek með sítt hár og ennisband. Nú hefur hann rakað allt hárið af, fyrir pabba sinn og öll þau sem greinst hafa með krabbamein. Samsett/Getty/Instagram Fyrrverandi handboltastjarnan Mikkel Hansen þekkir margt fólk sem greinst hefur með krabbamein. Pabbi hans er þar á meðal. Hansen hefur nú rakað af sér líklega þekktasta hár handboltasögunnar, til að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameini. Hinn tæplega 38 ára gamli Hansen var þrívegis kjörinn besti handboltamaður heims og vann til fjölda verðlauna á sínum ferli, þar á meðal tvo Ólympíumeistaratitla, þrjá heimsmeistaratitla og Evrópumeistaratitil með danska landsliðinu. Öll sín helstu afrek vann hann með sítt hár og ennisband en nú hefur hárið fengið að fjúka, í þágu góðs málstaðar, eins og sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Naghmeh Pour (@_naghmehpour) Samkvæmt TV 2 greinast um 130 Danir með krabbamein á hverjum degi og eru næstum 400.000 Danir annað hvort með krabbamein í dag eða hafa áður verið með krabbamein. Kræftens Bekæmpelse, sem líkja má við Krabbameinsfélagið á Íslandi, stendur fyrir þriggja vikna átaki á hverju ári sem nær hápunkti með beinni sjónvarpsútsendingu 25. október. „Fyrir Kai, fyrir mömmu Silas og Sannavahs, fyrir Rigmor og Paul, fyrir kennarann í 3. B, fyrir Navid, fyrir Jakob, fyrir Kathrine og fyrir pabba minn,“ segir Hansen í myndbandinu hér að ofan, sem sýnir þegar hann rakaði hárið af. „Það er mér mikilvægt að styðja við svona mál sem snertir svo marga. Þetta tekur ekki bara á manneskjuna sem veikist heldur alla fjölskylduna og alla í kring,“ segir Hansen. Pabbi hans greindist með krabbamein í annað sinn árið 2022, skömmu eftir að Hansen hafði sjálfur fengið blóðtappa í lungu. Hansen lagði handboltaskóna á hilluna í fyrra eftir einstakan feril. Hann var valinn besti handboltamaður heims árin 2011, 2015 og 2018, og hefur nú þegar verið tekinn inn í frægðarhöll Handknattleikssamband Evrópu vegna afreka sinna. Danski handboltinn Handbolti Krabbamein Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira
Hinn tæplega 38 ára gamli Hansen var þrívegis kjörinn besti handboltamaður heims og vann til fjölda verðlauna á sínum ferli, þar á meðal tvo Ólympíumeistaratitla, þrjá heimsmeistaratitla og Evrópumeistaratitil með danska landsliðinu. Öll sín helstu afrek vann hann með sítt hár og ennisband en nú hefur hárið fengið að fjúka, í þágu góðs málstaðar, eins og sjá má hér að neðan. View this post on Instagram A post shared by Naghmeh Pour (@_naghmehpour) Samkvæmt TV 2 greinast um 130 Danir með krabbamein á hverjum degi og eru næstum 400.000 Danir annað hvort með krabbamein í dag eða hafa áður verið með krabbamein. Kræftens Bekæmpelse, sem líkja má við Krabbameinsfélagið á Íslandi, stendur fyrir þriggja vikna átaki á hverju ári sem nær hápunkti með beinni sjónvarpsútsendingu 25. október. „Fyrir Kai, fyrir mömmu Silas og Sannavahs, fyrir Rigmor og Paul, fyrir kennarann í 3. B, fyrir Navid, fyrir Jakob, fyrir Kathrine og fyrir pabba minn,“ segir Hansen í myndbandinu hér að ofan, sem sýnir þegar hann rakaði hárið af. „Það er mér mikilvægt að styðja við svona mál sem snertir svo marga. Þetta tekur ekki bara á manneskjuna sem veikist heldur alla fjölskylduna og alla í kring,“ segir Hansen. Pabbi hans greindist með krabbamein í annað sinn árið 2022, skömmu eftir að Hansen hafði sjálfur fengið blóðtappa í lungu. Hansen lagði handboltaskóna á hilluna í fyrra eftir einstakan feril. Hann var valinn besti handboltamaður heims árin 2011, 2015 og 2018, og hefur nú þegar verið tekinn inn í frægðarhöll Handknattleikssamband Evrópu vegna afreka sinna.
Danski handboltinn Handbolti Krabbamein Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Fleiri fréttir Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Sjá meira