Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Silja Rún Sigurbjörnsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 17. október 2025 12:59 Herdís Dröfn Fjeldsted er forstjóri Sýnar. Vísir/Anton Forstjóri Sýnar segir að nokkrum starfsmönnum fyrirtækisins hafi verið sagt upp í kjölfar afkomuviðvörunar Sýnar. Meðal ástæðna fyrir verri rekstrarhagnaði en búist var við séu meðal annars ákvörðun Fjarskiptastofu og aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum miðlum. „Við sendum frá okkur afkomuviðvörun í gær þar sem kemur fram að áætluð rekstarafkoma í lok árs verður önnur en gert var ráð fyrir. Helsta skýringin á þessu er að það er ákveðin hliðrun á tekjum, það er sem sagt seinkum á tekjum af heildrænum viðskiptum vegna inngögnutilboða meðal annars. Svo er áskriftasalan undir væntingum og auglýsingasalan líka,“ segir Herdís Dröfn Fjelsted, forstjóri Sýnar. Í afkomuviðvörunni segir að áætlaður rekstrarhagnaður hafi verið á bilinu 800 til 1000 milljónir en áætlaður hagnaður er nú um 280 milljónir króna. Vegna þessa hefur nokkrum starfsmönnum verið sagt upp en ekki var um hópuppsögn að ræða. „Við gerum nokkrar breytingar á stjórnskipulagi í dag. Það eru nokkrir starfsmenn sem verða fyrir þessum breytingum í dag. Það sem við gerum líka er að við endurráðum ekki í nokkrar stöður,“ segir hún. „Við erum að hagræða.“ Tekjumódel fyrirtækisins verður endurskoðað en Herdís og starfsmenn Sýnar haldi ótrauðir áfram að vinna í sínum verkefnum. Slæm samkeppnisstaða Herdís segir að nýleg ákvörðun Fjarskiptastofu hafi haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Sýn hefur staðið í ströngu þar sem þau vildu ekki dreifa Enska boltanum á inn á lokað kerfi Símans. Árið 2019 reyndi Síminn að gera hið sama við Sýn en ekki voru forsendur fyrir því. „Hún í raun kemur í veg fyrir að við getum aðgreint okkur á markaði. Þetta er mjög sérstök niðurstaða ef maður horfir til þess af því það sem við erum að fara fram á er að fólk geti raunverulega horft á allt sjónvarpsefni sem við framleiðum, kaupum og dreifum í gegnum app,“ segir hún. Yfir 99 prósent Íslendinga hafi aðgang að Interneti sem sanni að búið sé að svara flutningsréttinum. Þá nefndi hún einnig fjölmiðlafrumvarpið sem var samþykkt á Alþingi í gær. Vegna þess fær Sýn lægri styrk frá ríkinu fyrir fjölmiðlun. „Svo vil ég líka nefna aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum fjölmiðlum á Íslandi. Það hefur mikið verið talað um þetta en lítið gert. Það kom nýlega fram skýrsla frá Viðskiptaráði hvað þetta varðar. Það er annars vegar staða RÚV á markaði sem nýtur bæði opinberra framlaga og auglýsingatekna og er þar með með um níu milljarða í veltu í samkeppni við okkur. Á meðan þurfum við að treysta á auglýsingatekjur. Þetta er ofboðslega skökk staða og hefur verið til margra ára en ekkert hefur verið gert.“ Að lokum nefnir hún mikla samkeppni frá erlendum miðlum líkt og streymisveitum og samskiptamiðlum sem hafi haft áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Þetta hefur áhrif á samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla.“ Sýn Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira
„Við sendum frá okkur afkomuviðvörun í gær þar sem kemur fram að áætluð rekstarafkoma í lok árs verður önnur en gert var ráð fyrir. Helsta skýringin á þessu er að það er ákveðin hliðrun á tekjum, það er sem sagt seinkum á tekjum af heildrænum viðskiptum vegna inngögnutilboða meðal annars. Svo er áskriftasalan undir væntingum og auglýsingasalan líka,“ segir Herdís Dröfn Fjelsted, forstjóri Sýnar. Í afkomuviðvörunni segir að áætlaður rekstrarhagnaður hafi verið á bilinu 800 til 1000 milljónir en áætlaður hagnaður er nú um 280 milljónir króna. Vegna þessa hefur nokkrum starfsmönnum verið sagt upp en ekki var um hópuppsögn að ræða. „Við gerum nokkrar breytingar á stjórnskipulagi í dag. Það eru nokkrir starfsmenn sem verða fyrir þessum breytingum í dag. Það sem við gerum líka er að við endurráðum ekki í nokkrar stöður,“ segir hún. „Við erum að hagræða.“ Tekjumódel fyrirtækisins verður endurskoðað en Herdís og starfsmenn Sýnar haldi ótrauðir áfram að vinna í sínum verkefnum. Slæm samkeppnisstaða Herdís segir að nýleg ákvörðun Fjarskiptastofu hafi haft veruleg áhrif á rekstur fyrirtækisins. Sýn hefur staðið í ströngu þar sem þau vildu ekki dreifa Enska boltanum á inn á lokað kerfi Símans. Árið 2019 reyndi Síminn að gera hið sama við Sýn en ekki voru forsendur fyrir því. „Hún í raun kemur í veg fyrir að við getum aðgreint okkur á markaði. Þetta er mjög sérstök niðurstaða ef maður horfir til þess af því það sem við erum að fara fram á er að fólk geti raunverulega horft á allt sjónvarpsefni sem við framleiðum, kaupum og dreifum í gegnum app,“ segir hún. Yfir 99 prósent Íslendinga hafi aðgang að Interneti sem sanni að búið sé að svara flutningsréttinum. Þá nefndi hún einnig fjölmiðlafrumvarpið sem var samþykkt á Alþingi í gær. Vegna þess fær Sýn lægri styrk frá ríkinu fyrir fjölmiðlun. „Svo vil ég líka nefna aðgerðarleysi stjórnvalda gagnvart einkareknum fjölmiðlum á Íslandi. Það hefur mikið verið talað um þetta en lítið gert. Það kom nýlega fram skýrsla frá Viðskiptaráði hvað þetta varðar. Það er annars vegar staða RÚV á markaði sem nýtur bæði opinberra framlaga og auglýsingatekna og er þar með með um níu milljarða í veltu í samkeppni við okkur. Á meðan þurfum við að treysta á auglýsingatekjur. Þetta er ofboðslega skökk staða og hefur verið til margra ára en ekkert hefur verið gert.“ Að lokum nefnir hún mikla samkeppni frá erlendum miðlum líkt og streymisveitum og samskiptamiðlum sem hafi haft áhrif á rekstur fyrirtækisins. „Þetta hefur áhrif á samkeppnisstöðu einkarekinna fjölmiðla.“
Sýn Mest lesið Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Hverfið gert að umferðareyju raungerist hugmyndir Strætó Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Sjá meira