Fótbolti

Potter talaði sænsku á blaða­manna­fundinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Graham Potter mætti í svörtu frá toppi til táar á blaðamannafundinn.
Graham Potter mætti í svörtu frá toppi til táar á blaðamannafundinn. EPA/Pontus Lundahl

Englendingurinn Graham Potter var í dag kynntur sem nýr þjálfari sænska karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Hinn fimmtugi Potter tekur við liðinu eftir að Daninn Jon Dahl Tomasson var rekinn eftir hræðilega byrjun á undankeppni HM þar sem sænska liðið situr í botnsæti deildarinnar.

Potter mætti tilbúinn til leiks og hóf blaðamannafundinn á því að tala sænsku sem vakti auðvitað mikla lukku.

Potter hefur stýrt þremur liðum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu árum en var bæði rekinn frá West Ham og Chelsea eftir að hafa gert frábæra hluti með Brighton & Hove Albion.

Potter þekkir þó vel til sænskrar knattspyrnu þar sem hann gerði flotta hluti með Östersund á áerunum 2011 til 2018.

Hann mundi greinilega eitthvað eftir sænskunni síðan þá eins og sjá má hér fyrir neðan.

Sænska landsliðið á enn möguleika á því að komast á HM þrátt fyrir vonlausa stöðu í riðlinum því liðið vann sinn riðil í Þjóðadeildinni og gæti farið í umspilið þar.

„Mitt verkefni er að búa til aðstæður fyrir liðið að standa sig sem best á hæsta stigi og koma sænska landsliðinu á HM næsta sumar,“ sagði Graham Potter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×