Bíó og sjónvarp

Þau eru til­nefnd til Sjón­varps­verð­launanna fyrir árið 2023

Boði Logason skrifar
Kóngurinn í Körfuboltanum á Sýn Sport, Stefán Snær Geirmundsson er meðal þeirra sem eru tilnefndir sem Útsendingastjóri ársins. 
Kóngurinn í Körfuboltanum á Sýn Sport, Stefán Snær Geirmundsson er meðal þeirra sem eru tilnefndir sem Útsendingastjóri ársins.  Sýn Sport

Íslensku sjónvarpsverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn þann 30. október í Gamla bíói. Veitt verða verðlaun fyrir sjónvarpsefni sem var frumsýnt á árunum 2023 og 2024. Síminn, Sýn og Rúv standa að verðlaununum.

Tilnefnt er í alls 23 flokkum, í mismunandi tegundum sjónvarpsefnis auk ýmissa faggreina þar undir. Á annað hundrað verkefna barst frá sjónvarpsstöðvunum og framleiðslufyrirtækjum í haust þegar auglýst var til innsendinga og voru innsendingar nærri 600 talsins. 

Þrjár dómnefndir voru skipaðar til þess að fara yfir efnið en þær skipa fólk sem hefur góða innsýn í geirann, haft ýmsan snertiflöt á sjónvarpi, sjónvarpsframleiðslu eða fjallað um í fjölmiðlum. 

Ekki hefur verið verðlaunað fyrir sjónvarp eftir að Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían tók þá ákvörðun að verðlauna eingöngu kvikmyndir á hinum árlegu Eddu-verðlaunum. Því er nú verðlaunað fyrir tvö ár í senn.

Hér fyrir neðan má sjá allar tilnefningar fyrir árið 2023. Tilnefningarnar fyrir árið 2024 verða svo birtar síðar í dag.


Leikkona ársins

  • Svandís Dóra Einarsdóttir - Afturelding
  • Katla Margrét Þorgeirsdóttir - Svo lengi sem við lifum
  • Hanna María Karlsdóttir - Heima er best
  • Halldóra Geirharðsdóttir - Venjulegt fólk: 6. sería
  • Sandra Barilli – IceGuys

Leikari ársins

  • Ingvar E. Sigurðsson - Afturelding
  • Þorsteinn Bachmann - Afturelding
  • Þórhallur Sigurðsson - Arfurinn minn
  • Hilmar Guðjónsson - Venjulegt fólk
  • Vignir Rafn Valþórsson - Heima er best

Leikstjóri ársins

  • Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Gagga Jónsdóttir, Elsa María Jakobsdóttir - Afturelding
  • Katrín Björgvinsdóttir - Svo lengi sem við lifum
  • Sævar Guðmundsson - Stormur
  • Þór Freysson - Góður strákur og vel upp alinn
  • Álfheiður Marta Kjartansdóttir - Mannflóran

Sjónvarpsviðburður ársins

  • Söngvakeppnin 2023
  • Góður strákur og vel upp alinn
  • Úrslitakeppnin í körfubolta 2023
  • Klassíkin okkar - Kvikmyndatónlistarveisla
  • Íslandsmótið í golfi

Útsendingarstjóri ársins

  • Ragnar Eyþórsson - Vikan með Gísla Marteini
  • Ragnar Eyþórsson - Sögur - verðlaunahátíð barnanna 2023
  • Salóme Þorkelsdóttir, Þór Freysson - Söngvakeppnin 2023
  • Björgvin Harðarson - Idol 2023
  • Stefán Snær Geirmundsson - Úrslitakeppnin í körfubolta 2023

Leikmynd ársins

  • Svo lengi sem við lifum - Heimir Sverrisson (Irma studio)
  • Heima er best - Tonie Zetterström
  • Afturelding - Sólrún Ósk Jónsdóttir
  • Arfurinn minn - Sveinn Viðar Hjartarson
  • Áramótaskaupið 2023 - Úlfur Grönvold

Brellur ársins

  • Heima er best - Jan Daghelinckx
  • IceGuys - Úlfur E. Arnalds

Íþróttaefni ársins

  • Skaginn
  • HM Stofan - HM karla í handbolta
  • HM Stofan - HM kvenna í fótbolta
  • Körfuboltakvöld 2023
  • Lengsta undirbúningstímabil í heimi 2023

Handrit ársins

  • Svo lengi sem við lifum - Aníta Briem
  • Afturelding - Hafsteinn Gunnar Sigurðsson, Halldór Laxness Halldórsson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir, Jörundur Ragnarsson, Katrín Björgvinsdóttir
  • IceGuys - Sólmundur Hólm Sólmundarson
  • Krakkaskaupið 2023 - Árni Beinteinn Árnason
  • Stormur - Jóhannes Kr. Kristjánsson, Sævar Guðmundsson, Heimir Bjarnason

Menningar- og mannlífsefni ársins

  • Hvunndagshetjur II
  • Fílalag
  • Hvar er best að búa?: 4. sería
  • Að heiman
  • Sambúðin

Skemmtiefni ársins

  • IceGuys
  • Vikan með Gísla Marteini 2023
  • Kanarí 2
  • Með á nótunum
  • Áramótaskaupið 2023

Gervi ársins

  • Afturelding - Josephine Hoy
  • Venjulegt fólk: 6. sería - Kristín Júlla Kristjánsdóttir
  • Heima er best - Ásta Hafþórsdóttir
  • Svo lengi sem við lifum - Kristín Júlla Kristjánsdóttir
  • Arfurinn minn - Hafdís Kristín Lárusdóttir

Búningar ársins

  • Kanarí 2 - Karen Sonja Briem
  • Afturelding - Margrét Einarsdóttir
  • Venjulegt fólk: 6. sería - Rannveig Gísladóttir
  • Svo lengi sem við lifum - Júlíana Lára Steingrímsdóttir
  • IceGuys - Sigrún Ásta Jörgensen

Barna- og unglingaefni

  • Akademíurnar
  • Hvítar lygar
  • Krakkaskaupið 2023
  • Sögur - verðlaunahátíð barnanna 2023
  • Stundin okkar - Bolli og Bjalla

Sjónvarpsmanneskja ársins

  • Viktoría Hermannsdóttir - Hvunndagshetjur II
  • Sigurlaug Margrét Jónasdóttir - Okkar á milli
  • Berglind Pétursdóttir - Vikan með Gísla Marteini 2023
  • Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir - Tvíburar
  • Chanel Björk Sturludóttir - Mannflóran

Hljóð ársins

  • Stormur - Gunnar Árnason
  • Afturelding - Rune Klausen, Sebastian Vaskio
  • Framkoma: 4. sería - Brynjar Unnsteinsson
  • Idol 2023 - Sigurður Ingvar Þorvaldsson
  • Venjulegt fólk: 6. sería - Birgir Örn Tryggvason

Klipping ársins

  • Stormur - Heimir Bjarnason & Sævar Guðmundsson
  • Afturelding - Kristján Loðmfjörð, Sighvatur Ómar Kristinsson, Janus Bragi Jakobsson
  • Svo lengi sem við lifum - Valdís Óskarsdóttir, Guðlaugur Andri Eyþórsson, Sigurður Eyþórsson
  • Skaginn - Logi Ingimarsson
  • Idol 2023 - Fannar Scheving Edvardsson

Kvikmyndataka ársins

  • Baklandið 2 - Anton Smári Gunnarsson
  • Kanarí 2 - Hrafn Garðarsson, Margrét Vala Guðmundsdóttir
  • Afturelding - Jakob Ingimundarson, Ásgrímur Guðbjartsson
  • Svo lengi sem við lifum - Árni Filippusson
  • Venjulegt fólk: 6. sería - Jóhann Máni Jóhannsson

Tónlist ársins

  • Ævintýri Tulipop - Gísli Galdur Þorgeirsson, Máni Svavarsson
  • Kanarí 2 - Salka Valsdóttir, Magnús Jóhann Ragnarsson, Hildur Kristín Stefánsdóttir, Jóhannes Ágúst Sigurjónsson
  • Stormur - Jófríður Ákadóttir
  • Afturelding - Davíð Berndsen
  • Svo lengi sem við lifum - Kjartan Holm

Heimildaefni ársins

  • Baklandið 2
  • Stórmeistarinn
  • Stormur
  • Tvíburar
  • Surtsey: Land verður til

Leikið sjónvarpsefni ársins

  • Arfurinn minn
  • Afturelding
  • Svo lengi sem við lifum
  • Heima er best
  • Venjulegt fólk: 6. sería

Frétta- eða viðtalssefni ársins

  • Okkar á milli
  • Landinn
  • Kompás 2023
  • Kveikur
  • Kastljós

Sjónvarpsefni ársins (Kjósa hér)

  • Afturelding
  • Áramótaskaupið 2023
  • Heima er best
  • Heimsókn
  • IceGuys
  • Idol
  • Kviss
  • Söngvakeppnin
  • Venjulegt fólk: 6. sería





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.