Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2025 12:30 Milos Kerkez og Conor Bradley eftir tapleikinn á móti Brentford um síðustu helgi. Getty/Liverpool FC/ Eru tveir leikmenn stórt vandamál fyrir Liverpool á þessari leiktíð. Einn af sérfræðingum enska boltans er harður á því. Liverpool hefur tapað fjórum deildarleikjum í röð og þeir sem héldu að stórsigur á Frankfurt í Meistaradeildinni í síðustu viku hefði kveikt á Englandsmeisturnum voru aðeins of fljótir á sér. Vandamál liðsins virðist komið til að vera og liðið tapaði á móti Brentford um helgina. Gary Neville er knattspyrnusérfræðingur auk þess að vera goðsögn hjá Manchester United og nýjasti meðlimurinn í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Neville segir hluta af vandamáli Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, blasa við í hans augum. Hann ræddi vandamál meistaraliðsins í hlaðvarpi sínu. Tveir leikmenn liðsins eru að hans mati ekki nógu góðir til að spila í bakvarðastöðum liðsins. Það eru þeir Milos Kerkez og Conor Bradley. „Ef hann heldur áfram að spila Kerkez sem vinstri bakvörð, og ef hann heldur áfram að spila Bradley sem hægri bakvörð, og þeir halda áfram að vera jafn berskjaldaðir og þeir eru á miðjunni, þá mun hann halda áfram að fá sömu niðurstöðurnar,“ sagði Gary Neville í hlaðvarpinu Gary Neville Podcast. „Hann verður að taka þessa menn út úr liðinu frekar en að halda áfram að kasta peningi í hverri einustu viku og huga, jæja, ætlum við að vinna, eða ætlum við að tapa?“ sagði Neville. Slot hefur vissulega möguleika á að breyta hlutum í þessum bakvarðarstöðum frekar en að halda sig við þá Kerkez og Bradley. Dominik Szoboszlai og Joe Gomez, af þeim leikmönnum sem eru tiltækir, eru færir um að koma í stað Bradley í hægri bakvörð, á meðan Andy Robertson mun berjast við að fá smá leiktíma vinstra megin. Kerkez var keyptur í sumar til að leysa þessa stöðu en hefur hvergi nærri staðið undir væntingum. Næsti leikur Liverpool er gegn Crystal Palace í deildabikarnum annað kvöld en svo er komið að næsta leik í ensku úrvalsdeildinni sem er á laugardaginn gegn Aston Villa. Það verður áhugavert að sjá hvort Slot geri einhverjar stórar breytingar þar sem lið hans á í erfiðleikum, en þeir voru einnig án Ryan Gravenberch og Alexander Isak gegn Brentford. Báðir frá vegna meiðsla. Kerkez og Bradley eru samt langt frá því að vera einu leikmennirnir sem eru ekki að spila vel um þessar mundir. Þeir hafa hins vegar átt í miklum erfiðleikum í varnarleiknum. Þrátt fyrir þau vandræði hefur Slot ekki breytt miklu varnarlínunni, hann hefur verið duglegri að færa menn framar á vellinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Iga6KA5UOgU">watch on YouTube</a> Enski boltinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira
Liverpool hefur tapað fjórum deildarleikjum í röð og þeir sem héldu að stórsigur á Frankfurt í Meistaradeildinni í síðustu viku hefði kveikt á Englandsmeisturnum voru aðeins of fljótir á sér. Vandamál liðsins virðist komið til að vera og liðið tapaði á móti Brentford um helgina. Gary Neville er knattspyrnusérfræðingur auk þess að vera goðsögn hjá Manchester United og nýjasti meðlimurinn í heiðurshöll ensku úrvalsdeildarinnar. Neville segir hluta af vandamáli Arne Slot, knattspyrnustjóra Liverpool, blasa við í hans augum. Hann ræddi vandamál meistaraliðsins í hlaðvarpi sínu. Tveir leikmenn liðsins eru að hans mati ekki nógu góðir til að spila í bakvarðastöðum liðsins. Það eru þeir Milos Kerkez og Conor Bradley. „Ef hann heldur áfram að spila Kerkez sem vinstri bakvörð, og ef hann heldur áfram að spila Bradley sem hægri bakvörð, og þeir halda áfram að vera jafn berskjaldaðir og þeir eru á miðjunni, þá mun hann halda áfram að fá sömu niðurstöðurnar,“ sagði Gary Neville í hlaðvarpinu Gary Neville Podcast. „Hann verður að taka þessa menn út úr liðinu frekar en að halda áfram að kasta peningi í hverri einustu viku og huga, jæja, ætlum við að vinna, eða ætlum við að tapa?“ sagði Neville. Slot hefur vissulega möguleika á að breyta hlutum í þessum bakvarðarstöðum frekar en að halda sig við þá Kerkez og Bradley. Dominik Szoboszlai og Joe Gomez, af þeim leikmönnum sem eru tiltækir, eru færir um að koma í stað Bradley í hægri bakvörð, á meðan Andy Robertson mun berjast við að fá smá leiktíma vinstra megin. Kerkez var keyptur í sumar til að leysa þessa stöðu en hefur hvergi nærri staðið undir væntingum. Næsti leikur Liverpool er gegn Crystal Palace í deildabikarnum annað kvöld en svo er komið að næsta leik í ensku úrvalsdeildinni sem er á laugardaginn gegn Aston Villa. Það verður áhugavert að sjá hvort Slot geri einhverjar stórar breytingar þar sem lið hans á í erfiðleikum, en þeir voru einnig án Ryan Gravenberch og Alexander Isak gegn Brentford. Báðir frá vegna meiðsla. Kerkez og Bradley eru samt langt frá því að vera einu leikmennirnir sem eru ekki að spila vel um þessar mundir. Þeir hafa hins vegar átt í miklum erfiðleikum í varnarleiknum. Þrátt fyrir þau vandræði hefur Slot ekki breytt miklu varnarlínunni, hann hefur verið duglegri að færa menn framar á vellinum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Iga6KA5UOgU">watch on YouTube</a>
Enski boltinn Mest lesið Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ Körfubolti „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Körfubolti Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar Körfubolti Fleiri fréttir Dómarar lyfjaprófaðir vegna kókaínneyslu Coote Saka skrifar undir nýjan langtímasamning við Arsenal „Við erum aðhlátursefni,“ segja stuðningsmenn Man Utd Bað Liverpool-leikmanninn afsökunar Semenyo tekur treyjunúmer Yaya Touré Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Sjá meira