Lífið

Ó­trú­legur bíl­skúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hanna Rún með smekklegan bílskúr heima hjá sér.
Hanna Rún með smekklegan bílskúr heima hjá sér.

Dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir hefur átt gríðargóðu fylgi að fagna í dansinum.

Hún er líka mikill föndrari og hefur umbreytt bílskúrnum á heimilinu í ævintýraveröld fyrir börnin sín tvö og sjálfa sig líka. Raunar er föndur svo stór partur af lífi Hönnu Rúnar að hún myndi frekar hætta að dansa en að föndra.

„Ég elska þetta. Þetta gefur mér svo mikið. Að vera með börnunum í föndri, það er ekkert sem mér finnst skemmtilegra,“ segir Hanna Rún.

Um átta ár eru síðan Hanna Rún umbreytti bílskúrnum í fyrsta sinn og taka börnin virkan þátt í hönnun og föndri á ævintýraheiminum hverju sinni. En hvernig tók eiginmaðurinn í uppátækið fyrst um sinn?

Maðurinn ekki heima þegar hún breytti

„Sko, maðurinn minn, hann var ekkert hér þegar ég breytti þessu,“ segir Hanna Rún og brosir. „Hann fór til útlanda og mér fannst þetta bara tilvalinn tími til að græja þetta. Þá væri enginn til að stoppa mig af,“ bætir hún við.

„Bara byrja,“ segir Hanna Rún þegar hún er spurð um góð föndurráð fyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvað þeir eigi að gera. Bendir hún á að þetta þurfi ekki að kosta mikið, enda er ævintýraheimurinn að mestu leyti búinn til úr notuðum húsgögnum, pappakössum og málningu.

Ísland í dag kíkti í þennan stórkostlega bílskúr og fékk fleiri góð föndurráð og -hugmyndir frá Hönnu Rún.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.