Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Sindri Sverrisson skrifar 29. október 2025 13:00 Elísabet Gunnarsdóttir klappar fyrir áhorfendum eftir leikinn gegn Írlandi í Leuven í gær. Getty/Tomas Sisk Belgískir fjölmiðlar velta fyrir sér stöðu Elísabetar Gunnarsdóttur sem þjálfara kvennalandsliðs Belgíu í fótbolta, nú þegar ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild fyrir undankeppni HM á næsta ári. Belgar léku í sama umspili og lið Íslands og Norður-Írlands mætast í síðar í dag. Belgar voru hins vegar mun óheppnari en Íslendingar þegar dregið var og mættu Írum sem eru í 27. sæti heimslistans, 17 sætum fyrir ofan Norður-Írland. Úr varð æsispennandi einvígi á milli Írlands og Belgíu þar sem Írarnir unnu fyrri leikinn 4-2 á heimavelli en Belgar komust svo í 2-0 í fyrri hálfleik í gær. Í lok leiks skoruðu Írar og tryggðu sér þar með samtals 5-4 sigur í einvíginu og sæti í A-deild í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu. Elísabet tók við landsliði Belgíu af Yves Serneels í janúar en belgískir miðlar spyrja nú hvort hún ætti að óttast um starf sitt, eftir að ljóst varð að leiðin á HM er orðin mun grýttari. „Hefur ekki haft mikinn tíma“ „Það vakna spurningar en hún hefur ekki haft mikinn tíma til að kynnast landsliðskonunum og þar með öllum belgísku leikmönnunum,“ segir Hermien Vanbeveren, sérfræðingur um belgíska landsliðið, á vefmiðlinum Sporza. Hún segir belgíska liðið ráða vel við það að mæta sterkustu liðunum en að þegar það mæti slakari liðum eigi það erfitt með að stýra leikjunum. pic.twitter.com/NmrAOygkG8— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) October 29, 2025 „Gunnarsdóttir byrjaði ekki fyrr en í febrúar og var þá strax hent í djúpu laugina með leik gegn heimsmeisturum Spánar,“ segir Vanbeveren og að Elísabet hafi fengið þrjú verkefni í hendurnar. „Hægt að draga hana til ábyrgðar fyrir það“ Fyrst var það riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, þar sem Belgía lenti í þriðja sæti á eftir heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands. Því næst EM í sumar þar sem liðið tapaði gegn Ítalíu og Spáni og féll úr leik, þrátt fyrir sigur á Portúgal. Núna er svo verkefnið að komast á HM og orðið ljóst að það verður mun erfiðara en ella fyrst Belgía verður í B-deild. „Það er hægt að draga hana til ábyrgðar fyrir það [niðurstöðuna á EM], rétt eins og fyrir tapið gegn Írlandi.“ „Gunnarsdóttir hefur því ekki náð tveimur af þremur markmiðum. Nú verður það skylda að komast á HM í gegnum B-deildina og umspilið í Þjóðadeildinni,“ segir Vanbeveren. Heleen Jaques, fyrrverandi landsliðskona Belga, bætir við: „Belgíu hefur aldrei tekist að komast á HM, kannski tekst henni það.“ Þjóðadeild kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira
Belgar léku í sama umspili og lið Íslands og Norður-Írlands mætast í síðar í dag. Belgar voru hins vegar mun óheppnari en Íslendingar þegar dregið var og mættu Írum sem eru í 27. sæti heimslistans, 17 sætum fyrir ofan Norður-Írland. Úr varð æsispennandi einvígi á milli Írlands og Belgíu þar sem Írarnir unnu fyrri leikinn 4-2 á heimavelli en Belgar komust svo í 2-0 í fyrri hálfleik í gær. Í lok leiks skoruðu Írar og tryggðu sér þar með samtals 5-4 sigur í einvíginu og sæti í A-deild í undankeppninni fyrir HM í Brasilíu. Elísabet tók við landsliði Belgíu af Yves Serneels í janúar en belgískir miðlar spyrja nú hvort hún ætti að óttast um starf sitt, eftir að ljóst varð að leiðin á HM er orðin mun grýttari. „Hefur ekki haft mikinn tíma“ „Það vakna spurningar en hún hefur ekki haft mikinn tíma til að kynnast landsliðskonunum og þar með öllum belgísku leikmönnunum,“ segir Hermien Vanbeveren, sérfræðingur um belgíska landsliðið, á vefmiðlinum Sporza. Hún segir belgíska liðið ráða vel við það að mæta sterkustu liðunum en að þegar það mæti slakari liðum eigi það erfitt með að stýra leikjunum. pic.twitter.com/NmrAOygkG8— Belgian Red Flames (@BelRedFlames) October 29, 2025 „Gunnarsdóttir byrjaði ekki fyrr en í febrúar og var þá strax hent í djúpu laugina með leik gegn heimsmeisturum Spánar,“ segir Vanbeveren og að Elísabet hafi fengið þrjú verkefni í hendurnar. „Hægt að draga hana til ábyrgðar fyrir það“ Fyrst var það riðlakeppni Þjóðadeildarinnar, þar sem Belgía lenti í þriðja sæti á eftir heimsmeisturum Spánar og Evrópumeisturum Englands. Því næst EM í sumar þar sem liðið tapaði gegn Ítalíu og Spáni og féll úr leik, þrátt fyrir sigur á Portúgal. Núna er svo verkefnið að komast á HM og orðið ljóst að það verður mun erfiðara en ella fyrst Belgía verður í B-deild. „Það er hægt að draga hana til ábyrgðar fyrir það [niðurstöðuna á EM], rétt eins og fyrir tapið gegn Írlandi.“ „Gunnarsdóttir hefur því ekki náð tveimur af þremur markmiðum. Nú verður það skylda að komast á HM í gegnum B-deildina og umspilið í Þjóðadeildinni,“ segir Vanbeveren. Heleen Jaques, fyrrverandi landsliðskona Belga, bætir við: „Belgíu hefur aldrei tekist að komast á HM, kannski tekst henni það.“
Þjóðadeild kvenna í fótbolta HM 2027 í Brasilíu Mest lesið Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Pogba dreymir um að eiga dýrasta úlfalda heims Sport Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Fótbolti Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Fótbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Fleiri fréttir Upphitun japanska fótboltamannsins er algjört augnakonfekt Brasilísk samvinna færði Real lífsnauðsynlegan sigur Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Brjálaðist og sendi dómarann á sjúkrahús Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Mikael Egill og félögum tókst ekki að stoppa toppliðið Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin Hákon fann skotskóna í fyrsta sinn síðan í október „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Glódís fékk hvíld og leiðir liðið bráðum út á nýjan heimavöll Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Eigendur Juventus vildu ekki selja og nú þurfa leikmenn að sanna sig Þjálfari Orra Steins látinn fara Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö David Silva: Ég var sá fyrsti sem Beckham vildi fá til Inter Miami Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Sjá meira