Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 30. október 2025 07:11 Verið er að yfirfara tilboð í innanhússfrágang á nýja Landspítalanum. Vísir/Vilhelm Ístak bauð lægst í útboði Nýja Landspítalans um innanhússfrágang og stýriverktöku í meðferðarkjarnanum við Hringbraut. Þrír tóku þátt í útboði um verkið og buðu allir yfir kostnaðaráætlun, sem eru rúmir tólf milljarðar króna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýja Landspítalanum en um er að ræða frágang á hæðum meðferðarkjarnans frá neðri kjallara til fjórðu hæðar. Er nú unnið að yfirferð tilboðanna og heildarniðurstöðu. Kostnaðaráætlun heyrir upp á rúma 12 milljarða króna án virðisaukaskatts en allir verktakarnir sem buðu í verkið buðu yfir kostnaðaráætlun. Tilboð Ístaks hljóðar upp á tæpa 12,9 milljarða, tilboð Eyktar upp á rúma 13,4 milljarða og tilboð ÞGverks upp á tæpa 16 milljarða. Gert er ráð fyrir að verktími innanhússfrágangs verði rúm þrjú ár. „En einnig er um að ræða stýriverktöku á verktökum sem verða valdir eftir þrjú meginútboð sem eru í farvatninu. Í þessum þremur fagútboðum tæknikerfa á sömu hæðum, þ.e. lagna, loftræstingu og rafmagni, hafa fimmtán íslensk fyrirtæki lagt inn þátttökutilkynningu, hvert á sínu fagsviði,“ segir í tilkynningunni. Unnið er nú að yfirferð orvalsins og er gert ráð fyrir að lokað útboð vegna tæknikerfa hefjist í nóvember. Auk þriggja útboða tæknikerfa eru önnur minni útboð fyrirhuguð, til dæmis á skinnustokkum fyrir meðferðarkjarnann, rannsóknarhúsið og bílastæða- og tæknihús og útboð á aðaltöflum. Opna á fyrir þau í nóvember. ÞG verk vinnur nú að fullnaðarfrágangi á hæðum fimm og sex í meðferðarkjarnanaum og hófst það verk í vor. Nokkur útboð eru fyrirhuguð um áramót, meðal annars vegna innanhússfrágangs rannsóknarhússins og á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Landspítalinn Byggingariðnaður Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Nýja Landspítalanum en um er að ræða frágang á hæðum meðferðarkjarnans frá neðri kjallara til fjórðu hæðar. Er nú unnið að yfirferð tilboðanna og heildarniðurstöðu. Kostnaðaráætlun heyrir upp á rúma 12 milljarða króna án virðisaukaskatts en allir verktakarnir sem buðu í verkið buðu yfir kostnaðaráætlun. Tilboð Ístaks hljóðar upp á tæpa 12,9 milljarða, tilboð Eyktar upp á rúma 13,4 milljarða og tilboð ÞGverks upp á tæpa 16 milljarða. Gert er ráð fyrir að verktími innanhússfrágangs verði rúm þrjú ár. „En einnig er um að ræða stýriverktöku á verktökum sem verða valdir eftir þrjú meginútboð sem eru í farvatninu. Í þessum þremur fagútboðum tæknikerfa á sömu hæðum, þ.e. lagna, loftræstingu og rafmagni, hafa fimmtán íslensk fyrirtæki lagt inn þátttökutilkynningu, hvert á sínu fagsviði,“ segir í tilkynningunni. Unnið er nú að yfirferð orvalsins og er gert ráð fyrir að lokað útboð vegna tæknikerfa hefjist í nóvember. Auk þriggja útboða tæknikerfa eru önnur minni útboð fyrirhuguð, til dæmis á skinnustokkum fyrir meðferðarkjarnann, rannsóknarhúsið og bílastæða- og tæknihús og útboð á aðaltöflum. Opna á fyrir þau í nóvember. ÞG verk vinnur nú að fullnaðarfrágangi á hæðum fimm og sex í meðferðarkjarnanaum og hófst það verk í vor. Nokkur útboð eru fyrirhuguð um áramót, meðal annars vegna innanhússfrágangs rannsóknarhússins og á húsi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands.
Landspítalinn Byggingariðnaður Mest lesið Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Viðskipti innlent Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Viðskipti innlent Kemur frá Icelandair til Varðar Viðskipti innlent Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Viðskipti innlent Siggi til Varist Viðskipti innlent Hvetur eigendur Tesla til að fylgjast með bilunum Neytendur Frábært ár að baki hjá Bylgjunni Samstarf Krambúðin lækkar verð: 200 vörur á Prísverði Samstarf Halda til loðnuveiða í kvöld Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Segja skilið við Kringluna Rúmur helmingur íbúða til sölu nýbyggingar Hálfum milljarði ódýrara að keyra vinnsluna á olíu Davíð ráðinn til að stýra Almenningssamgöngum höfuðborgarsvæðisins Hrafnhildur til Pipar\TBWA Þau eru tilnefnd til UT-verðlauna Ský Ráða Önnu Rut til að skapa rými fyrir Ármann Sjá meira