Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2025 11:39 Kendrick Lamar og lag hans Luther er ekki lengur í hópi efstu fjörutíu lagananna á Billboard-listanum. EPA Í fyrsta sinn í 35 ár hefur það gerst að ekkert rapplag er að finna í einu af fjörutíu efstu sætum bandaríska Billboard-vinsældalistans. Rolling Stone greinir frá þessu en þetta gerðist þegar lagið Luther með Kendricks Lamar og SZA féll úr topp 40. Lagið hafði verið á topplistanum í 46 vikur og þar af þrettán á toppi listans. Efsta rapplagið á listanum er nú lagið Shot Callin með rapparanum YoungBoy Never Broke Again, en lagið skipar 43. sæti Billboard-listans. Billboard hefur að undanförnu gert breytingar á því hvernig lög raðast á listann og eru þær sagðar eiga þátt í því að rapplög eigi erfiðara um vik að skora hátt. Það breytir því þó ekki að eitthvað hefur dregið úr vinsældum rapptónlistarinnar. Markaðshlutdeild rapptónlistar hefur hægt og bítandi dregist saman á síðustu árum. Þannig var hlutdeildin 30 prósent árið 2020 og var komin í 25 prósent þremur árum síðar og er nú 24 prósent. Enn fremur segir að í þessari sömu viku árið 2020 hafi sextán rapplög verið á listanum, en 2023 voru þau átta. Tónlistarkonan Taylor Swift á fjögur af sex efstu lögum listans, þar með talið The Fate of Ophelia sem skipar efsta sæti listans. Öll tólf lögin á nýjustu plötu Swift, The Life of a Showgirl, eru nú á topp 40 á Billboard-listanum. Aðrir tónlistarmenn sem eiga nú lög ofarlega á Billboard-listanum eru Morgan Wallen, HUNTR/X, Olivia Dean, Kehlani og Alex Warren. Bandaríkin Tónlist Menning Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Rolling Stone greinir frá þessu en þetta gerðist þegar lagið Luther með Kendricks Lamar og SZA féll úr topp 40. Lagið hafði verið á topplistanum í 46 vikur og þar af þrettán á toppi listans. Efsta rapplagið á listanum er nú lagið Shot Callin með rapparanum YoungBoy Never Broke Again, en lagið skipar 43. sæti Billboard-listans. Billboard hefur að undanförnu gert breytingar á því hvernig lög raðast á listann og eru þær sagðar eiga þátt í því að rapplög eigi erfiðara um vik að skora hátt. Það breytir því þó ekki að eitthvað hefur dregið úr vinsældum rapptónlistarinnar. Markaðshlutdeild rapptónlistar hefur hægt og bítandi dregist saman á síðustu árum. Þannig var hlutdeildin 30 prósent árið 2020 og var komin í 25 prósent þremur árum síðar og er nú 24 prósent. Enn fremur segir að í þessari sömu viku árið 2020 hafi sextán rapplög verið á listanum, en 2023 voru þau átta. Tónlistarkonan Taylor Swift á fjögur af sex efstu lögum listans, þar með talið The Fate of Ophelia sem skipar efsta sæti listans. Öll tólf lögin á nýjustu plötu Swift, The Life of a Showgirl, eru nú á topp 40 á Billboard-listanum. Aðrir tónlistarmenn sem eiga nú lög ofarlega á Billboard-listanum eru Morgan Wallen, HUNTR/X, Olivia Dean, Kehlani og Alex Warren.
Bandaríkin Tónlist Menning Mest lesið Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Bíó og sjónvarp Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Olli sjálfum sér vonbrigðum í sturtunni Lífið Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Bíó og sjónvarp Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Lífið Kallar Sóla klónabarnið sitt Lífið Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Lífið Við þurfum að ræða Sydney Sweeney Gagnrýni Mótmælir söfnuninni: „Ég myndi frekar stinga byssu upp í rassgatið á mér“ Lífið Biostrength er tæknibylting í styrktarþjálfun Lífið samstarf Fleiri fréttir Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira