Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Valur Páll Eiríksson og Ingvi Þór Sæmundsson skrifa 3. nóvember 2025 09:00 Liam Brady er ánægður með stöðu mála hjá Arsenal. vísir/bjarni Arsenal-goðsögn er stödd hér á landi og hrífst mjög af leik liðsins þessi dægrin. Hann segir tal um neikvæðan fótbolta hjá liðinu vera hreinlega heimskulegt. Liam Brady er goðsögn hjá Arsenal og er hér á landi á vegum Arsenal-klúbbsins. Hann lék á sínum tíma þrjú hundruð leiki fyrir félagið á árunum 1973 til 1980 og var yfirmaður unglingaliða félagsins í stjóratíð Arsene Wenger frá 1996 til 2013. Brady sá leik Arsenal við Burnley á laugardag ásamt íslenskum stuðningsmönnum Skyttanna en Arsenal er eftir sigurinn með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Varnarleikur og mörk eftir föst leikatriði hafa verið einkennismerki Arsenal-liðsins sem fékk ekki á sig eitt einasta mark allan október og fylgdi því eftir með því að halda hreinu í sigri laugardagsins. „Ég held að Arsenal sé núna með lið sem jafnast á við hvað sem er á Englandi. Fyrir utan úrslitin gegn Liverpool, þar sem við töpuðum, 1-0, og undramark varð okkur að falli, höfum við spilað mjög vel og verðskuldum efsta sætið í deildinni,“ sagði Brady í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir Arsenal spila góðan varnarleik og liðið sé þétt fyrir. „Við erum mjög sterkir í vörn með Gabriel og [William] Saliba sem miðverði. Það er næstum hægt að segja að þetta sé eins og í gamla daga hjá Arsenal, ef við náum marki þá vinnum við sennilega leikinn, 1-0 fyrir Arsenal,“ sagði Brady. Hann er þó ekki á því að Skytturnar spili varfærnislegan fótbolta. „Það finnst mér ekki. Ef við lítum á tölfræðina í gær [í fyrradag] held ég að við höfum verið með boltann 75 prósent af leiktímanum. Ég held ekki að það sé neikvæður fótbolti þegar maður er svona mikið með boltann,“ sagði Brady. „En við verjumst vel og allir leggja sig fram. Þegar við missum boltann leggja sig allir fram við að ná boltanum aftur. Okkur gengur mjög vel og ég myndi ekki kalla þetta neikvæðan fótbolta. Það væri heimskulegt.“ Fréttina frá því í gær má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má svo horfa á viðtalið við Brady í heild sinni. Klippa: Viðtal við Liam Brady Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira
Liam Brady er goðsögn hjá Arsenal og er hér á landi á vegum Arsenal-klúbbsins. Hann lék á sínum tíma þrjú hundruð leiki fyrir félagið á árunum 1973 til 1980 og var yfirmaður unglingaliða félagsins í stjóratíð Arsene Wenger frá 1996 til 2013. Brady sá leik Arsenal við Burnley á laugardag ásamt íslenskum stuðningsmönnum Skyttanna en Arsenal er eftir sigurinn með sjö stiga forskot á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Varnarleikur og mörk eftir föst leikatriði hafa verið einkennismerki Arsenal-liðsins sem fékk ekki á sig eitt einasta mark allan október og fylgdi því eftir með því að halda hreinu í sigri laugardagsins. „Ég held að Arsenal sé núna með lið sem jafnast á við hvað sem er á Englandi. Fyrir utan úrslitin gegn Liverpool, þar sem við töpuðum, 1-0, og undramark varð okkur að falli, höfum við spilað mjög vel og verðskuldum efsta sætið í deildinni,“ sagði Brady í kvöldfréttum Sýnar. Hann segir Arsenal spila góðan varnarleik og liðið sé þétt fyrir. „Við erum mjög sterkir í vörn með Gabriel og [William] Saliba sem miðverði. Það er næstum hægt að segja að þetta sé eins og í gamla daga hjá Arsenal, ef við náum marki þá vinnum við sennilega leikinn, 1-0 fyrir Arsenal,“ sagði Brady. Hann er þó ekki á því að Skytturnar spili varfærnislegan fótbolta. „Það finnst mér ekki. Ef við lítum á tölfræðina í gær [í fyrradag] held ég að við höfum verið með boltann 75 prósent af leiktímanum. Ég held ekki að það sé neikvæður fótbolti þegar maður er svona mikið með boltann,“ sagði Brady. „En við verjumst vel og allir leggja sig fram. Þegar við missum boltann leggja sig allir fram við að ná boltanum aftur. Okkur gengur mjög vel og ég myndi ekki kalla þetta neikvæðan fótbolta. Það væri heimskulegt.“ Fréttina frá því í gær má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Hér fyrir neðan má svo horfa á viðtalið við Brady í heild sinni. Klippa: Viðtal við Liam Brady
Enski boltinn Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Vildi ekki skýra ummælin um verstu 48 klukkutímana frekar Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Guardiola gagnrýndi Foden þrátt fyrir markið „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Sjáðu klaufalegt sjálfsmark Woltemade í grannaslagnum og öll hin úr enska Amorim verður ánægður ef Mainoo ræðir við hann um lán „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Henderson heiðraði minningu Jota eftir fyrsta markið sitt í fjögur ár Calvert-Lewin jafnaði fyrir Leeds í lokin „Gott fyrir svæðið, félagið og stuðningsmennina“ Sunderland vann nágrannaslaginn fyrir norðan Haaland með tvennu í öruggum útisigri City Sangaré og Hudson-Odoi hrelltu Tottenham Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu Sjá meira