Fótbolti

Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Díaz fagnar marki sínu en liðsfélagi hans trúir varla því sem hann sá Kólumbíumanninn gera.
Luis Díaz fagnar marki sínu en liðsfélagi hans trúir varla því sem hann sá Kólumbíumanninn gera. Getty/Ulrik Pedersen

Á meðan Liverpool er í miklum vandræðum í ensku úrvalsdeildinni þá er fyrrum leikmaður þess að gera frábæra hluti í Þýskalandi.

Liverpool var tilbúið að selja Kólumbíumanninn Luis Díaz til Bayern München í sumar og saknar hans kannski meira en þeir bjuggust við.

Díaz hefur farið á kostum með Bæjurum sem byrjuðu tímabilið á sextán sigurleikjum í röð.

Bayern gerði reyndar jafntefli við Union Berlin um helgina en Díaz sýndi samt enn á ný snilli sína.

Díaz skoraði nefnilega mögulega eitt af mörkum ársins en markið má sjá hér fyrir neðan.

Fyrir áhugasama þá var xG í þessu marki hans aðeins 0,03 enda á það að vera nánast ómögulegt að skora úr þessari þröngu stöðu.

Díaz er nú kominn með ellefu mörk og fimm stoðsendingar í sautján fyrstu leikjum tímabilsins þar af eru sex mörk og fjórar stoðsendingar í þýsku deildinni.  Hann var með sautján mörk og átta stoðsendingar í öllum keppnum með Liverpool á síðustu leiktíð og var einn af lykilmönnunum í sigri liðsins í enski úrvalsdeildinni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×