Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2025 14:02 Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, kynnir hér Umhverfissjóð fótboltans. Getty/Michael Macor/fotboll.no Norðmenn ætla að losna við allt gúmmikurl úr gervigrasvöllum landsins og hafa þess vegna stofnað Umhverfissjóð fótboltans. Norska knattspyrnusambandið stofnaði sjóðinn í samvinnu við umhverfissjóð norsku þjóðarinnar, Handelens Miljøfond, og var hann kynntur í gær. Norðmenn hafa eins og fleiri þjóðir haft miklar áhyggjur af skaðsemi gúmmikurlsins í gervigrasvöllum sínum og allt fór á fullt eftir að fjöldi leikmanna féll á lyfjaprófi eftir leik í gervigrashöll Lilleström í sumar. Eftir það var bannað að spila í höllinni. View this post on Instagram A post shared by Handelens Miljøfond (@handelensmiljofond) Norðmenn eru með mjög marga gervigrasvelli og það undirlag er í meirihluta hjá félögum í norskum fótbolta. Stærsti hluti fjármunanna í hinum nýstofnaða umhverfissjóði kemur frá norska umhverfissjóðnum sem hefur lagt til samtals 340 milljónir norskra króna á næstu fjórum árum til að draga úr gríðarlegri losun gúmmikurls frá norskum gervigrasvöllum. Það gerir rúma fjóra milljarða íslenskra króna. Norska knattspyrnusambandið og loftslags- og umhverfisráðuneytið leggja auk þess til fimm milljónir norskra króna hvort eða tæpar 63 milljónir íslenskra króna. Bann Evrópusambandsins (ESB) við örplasti, sem þýðir endalok notkunar á gúmmíkurli í gervigrasvöllum, tekur gildi í október 2031. Samkvæmt mati Samfunnsøkonomisk Analyse er heildarkostnaðurinn við að leysa gervigraskrísuna áætlaður sjö milljarðar norskra króna á næstu tólf árum eða tæpir 88 milljarðar íslenskra króna. Gúmmíkurl er talið vera næststærsta uppspretta örplastmengunar í Noregi. Það veldur því að heil tólf hundruð tonn af plasti enda í náttúrunni á hverju ári. View this post on Instagram A post shared by Norges Fotballforbund (@norgesfotballforbund) Norski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Norska knattspyrnusambandið stofnaði sjóðinn í samvinnu við umhverfissjóð norsku þjóðarinnar, Handelens Miljøfond, og var hann kynntur í gær. Norðmenn hafa eins og fleiri þjóðir haft miklar áhyggjur af skaðsemi gúmmikurlsins í gervigrasvöllum sínum og allt fór á fullt eftir að fjöldi leikmanna féll á lyfjaprófi eftir leik í gervigrashöll Lilleström í sumar. Eftir það var bannað að spila í höllinni. View this post on Instagram A post shared by Handelens Miljøfond (@handelensmiljofond) Norðmenn eru með mjög marga gervigrasvelli og það undirlag er í meirihluta hjá félögum í norskum fótbolta. Stærsti hluti fjármunanna í hinum nýstofnaða umhverfissjóði kemur frá norska umhverfissjóðnum sem hefur lagt til samtals 340 milljónir norskra króna á næstu fjórum árum til að draga úr gríðarlegri losun gúmmikurls frá norskum gervigrasvöllum. Það gerir rúma fjóra milljarða íslenskra króna. Norska knattspyrnusambandið og loftslags- og umhverfisráðuneytið leggja auk þess til fimm milljónir norskra króna hvort eða tæpar 63 milljónir íslenskra króna. Bann Evrópusambandsins (ESB) við örplasti, sem þýðir endalok notkunar á gúmmíkurli í gervigrasvöllum, tekur gildi í október 2031. Samkvæmt mati Samfunnsøkonomisk Analyse er heildarkostnaðurinn við að leysa gervigraskrísuna áætlaður sjö milljarðar norskra króna á næstu tólf árum eða tæpir 88 milljarðar íslenskra króna. Gúmmíkurl er talið vera næststærsta uppspretta örplastmengunar í Noregi. Það veldur því að heil tólf hundruð tonn af plasti enda í náttúrunni á hverju ári. View this post on Instagram A post shared by Norges Fotballforbund (@norgesfotballforbund)
Norski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira