Menning

Magnús nýr for­maður stjórnar Leik­félags Reykja­víkur

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Magnús Ragnarsson verður formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur næstu þrjú árin.
Magnús Ragnarsson verður formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur næstu þrjú árin. Vísir/Ívar Fannar

Magnús Ragnarsson, leikari og fyrrverandi framkvæmdastjóri, var kjörinn nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur á fjölmennum aðalfundi sem haldinn var í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi.

Magnús var kjörinn með tæplega áttatíu prósent atkvæða, en Páll Baldvin Baldvinsson, rithöfundur, formaður Félags leikstjóra og fyrrverandi formaður LR, bauð sig einnig fram og hlaut rúmlega tuttugu prósent atkvæða. Alls greiddu 166 félagsmenn atkvæði í kjörinu.

Fyrir fundinn hafði sérstök kjörnefnd undir stjórn Kristínar Eysteinsdóttur, fyrrverandi leikhússtjóra, og sem skipuð var að fráfarandi stjórn, lagt fram tillögu að nýrri stjórn þar sem Magnús yrði formaður. Sú tillaga var samþykkt.

Ný stjórn Leikfélagsins til næstu þriggja ára er þannig skipuð:

  • Magnús Ragnarsson formaður
  • Björgvin Skúli Sigurðsson varaformaður
  • Karen María Jónsdóttir ritari
  • Ingibjörg Sólrún Gísladóttir meðstjórnandi
  • Jóhanna Vigdís Arnardóttir meðstjórnandi
  • Einar Örn Benediktsson varamaður

Aðalfundurinn stóð í tæpa fjóra klukkutíma og hófst hann á kosningu fundarstjóra, skýrslum frá Eggerti Benedikt Guðmundssyni, fráfarandi stjórnarformanni, Agli Heiðari Antoni Pálssyni leikhússtjóra og Kristínu Ögmundsdóttur framkvæmdastjóra og samþykkt ársreiknings.

Fyrir fundinn hafði Páll Baldvin einnig lagt fram fjölda tillagna um breytingar á lögum félagsins og gerði hann grein fyrir þeim ásamt því að Eggert Benedikt gerði grein fyrir afstöðu sinni og fráfarandi stjórnar.

Eftir nokkrar umræður var lögð fram tillaga um að stjórn myndi skipa þriggja manna nefnd til að fara heildstætt yfir lög félagsins og kynna á næsta aðalfundi og var hún samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta. Páll Baldvin studdi þá tillögu og dró í kjölfarið sínar breytingartillögur til baka.


Tengdar fréttir

Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar

Páll Baldvin Baldvinsson býður sig fram til formanns stjórnar Leikfélags Reykjavíkur. Kjörnefnd félagsins hefur þegar lagt fram tillögu að lista með Magnús Ragnarsson sem formannsefni. Því stefnir í kosningabaráttu um stjórnina.

Fjórir á lista Páls hættir við

Fjórir af þeim sex sem prýddu framboðslista Páls Baldvins Baldvinssonar til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur eru hættir við framboðið. Þrír þeirra staðfestu aldrei framboð sitt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.