Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2025 23:13 Cristiano Ronaldo gekk rakleitt til Heimis Hallgrímssonar eftir rauða spjaldið en endaði á að taka í spaðann á honum. Samsett/Getty Heimir Hallgrímsson stýrði Írum til eins fræknasta sigurs í sögu írskrar knattspyrnu í kvöld, með 2-0 sigri gegn Portúgals, og tókst um leið að reita stórstjörnuna Cristiano Ronaldo til reiði. Heimir sagði rauða spjaldið sem Ronaldo fékk fyllilega verðskuldað. BBC bendir á að margir hafi kallað eftir því að Heimir yrði rekinn eftir tapið gegn Armeníu í haust. Í kvöld hafi hann hins vegar með snilli sinni skilað sögulegum sigri og eigi allt hrós skilið. Þetta er eina tap Portúgals í undankeppninni til þessa og það verður að teljast líklegt að félagar Ronaldos klári dæmið á sunnudaginn, og tryggi Portúgal sæti á HM. Írarnir hans Heimis þurfa hins vegar að vinna Ungverjaland á útivelli til að tryggja sér 2. sæti, til að komast í HM-umspilið sem Ísland ætlar sér einnig í. Troy Parrott skoraði bæði mörk Íra í kvöld og var staðan 2-0 þegar Ronaldo fékk rauða spjaldið eftir klukkutíma leik, fyrir olnbogaskot þegar boltinn var hvergi nálægt. Hann fór þá beint til Heimis og lét vel valin orð falla. Atvikið má sjá hér að neðan. „Hann missti svolítið einbeitinguna og kannski áttu stuðningsmennirnir sinn þátt í því,“ sagði Heimir við RTE eftir leik, um rauða spjaldið sem Ronaldo fékk. En hvað sagði Portúgalinn við hann? Heimir sagði það hafa snúist um þau orð Heimis á blaðamannafundi, að Ronaldo hefði haft mikil áhrif á dómarann þegar liðin mættust í Lissabon í síðasta mánuði. Ronaldo hafði sagt í gær að það væri sniðugt hjá Heimi að reyna að hafa áhrif á dómarann í kvöld með þessum orðum. „Hann sagði þetta við mig þegar hann var að labba út af, að það hefði verið sniðugt og kenndi dómaranum eða einhverjum um. En þetta var bara hans kjánaskapur að ráðast á okkar leikmann,“ sagði Heimir. „Ekki Heimi Hallgrímssyni að kenna“ Shay Given, fyrrverandi landsliðsmarkverði Írlands og sérfræðingi RTE, fannst lítil reisn yfir því hjá Ronaldo að strunsa til Heimis og agnúast út í Íslendinginn eftir rauða spjaldið. „Það er ekki Heimi Hallgrímssyni að kenna að Cristiano Ronaldo var rekinn af velli. Þetta var dapurt hjá Ronaldo,“ sagði Given. Um er að ræða fyrsta rauða spjaldið sem Ronaldo fær, í 226 landsleikjum fyrir Portúgal. Hann missir af leiknum við Armeníu á sunnudag og gæti mögulega misst af fleiri leikjum vegna brots síns. Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira
BBC bendir á að margir hafi kallað eftir því að Heimir yrði rekinn eftir tapið gegn Armeníu í haust. Í kvöld hafi hann hins vegar með snilli sinni skilað sögulegum sigri og eigi allt hrós skilið. Þetta er eina tap Portúgals í undankeppninni til þessa og það verður að teljast líklegt að félagar Ronaldos klári dæmið á sunnudaginn, og tryggi Portúgal sæti á HM. Írarnir hans Heimis þurfa hins vegar að vinna Ungverjaland á útivelli til að tryggja sér 2. sæti, til að komast í HM-umspilið sem Ísland ætlar sér einnig í. Troy Parrott skoraði bæði mörk Íra í kvöld og var staðan 2-0 þegar Ronaldo fékk rauða spjaldið eftir klukkutíma leik, fyrir olnbogaskot þegar boltinn var hvergi nálægt. Hann fór þá beint til Heimis og lét vel valin orð falla. Atvikið má sjá hér að neðan. „Hann missti svolítið einbeitinguna og kannski áttu stuðningsmennirnir sinn þátt í því,“ sagði Heimir við RTE eftir leik, um rauða spjaldið sem Ronaldo fékk. En hvað sagði Portúgalinn við hann? Heimir sagði það hafa snúist um þau orð Heimis á blaðamannafundi, að Ronaldo hefði haft mikil áhrif á dómarann þegar liðin mættust í Lissabon í síðasta mánuði. Ronaldo hafði sagt í gær að það væri sniðugt hjá Heimi að reyna að hafa áhrif á dómarann í kvöld með þessum orðum. „Hann sagði þetta við mig þegar hann var að labba út af, að það hefði verið sniðugt og kenndi dómaranum eða einhverjum um. En þetta var bara hans kjánaskapur að ráðast á okkar leikmann,“ sagði Heimir. „Ekki Heimi Hallgrímssyni að kenna“ Shay Given, fyrrverandi landsliðsmarkverði Írlands og sérfræðingi RTE, fannst lítil reisn yfir því hjá Ronaldo að strunsa til Heimis og agnúast út í Íslendinginn eftir rauða spjaldið. „Það er ekki Heimi Hallgrímssyni að kenna að Cristiano Ronaldo var rekinn af velli. Þetta var dapurt hjá Ronaldo,“ sagði Given. Um er að ræða fyrsta rauða spjaldið sem Ronaldo fær, í 226 landsleikjum fyrir Portúgal. Hann missir af leiknum við Armeníu á sunnudag og gæti mögulega misst af fleiri leikjum vegna brots síns.
Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Írlands HM 2026 í fótbolta Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Sjá meira