Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 16. nóvember 2025 22:40 Pokinn fannst við Vesturbæjarlaug. Á Facebook síðu Vesturbæjar Reykjavíkur var í kvöld auglýst eftir eiganda lítils plastpoka með hvítu dufti sem fannst við Vesturbæjarlaug. Kímnigáfa Vesturbæinga lét ekki á sér standa í umræðum um málið. „Þú sem að týndir pokanum þínum í Vesturbæjarlaug getur vitjað hans í afgreiðslunni,“ segir Árni Björn Helgason, íbúi í Vesturbænum, sem birti myndina fyrr í kvöld. Árni Björn segir í samtali við Vísi að hann hafi fundið pokann á bekk fyrir utan sundlaugina. „Hann hefur væntanlega dottið úr vasanum hjá einhverjum,“ segir Árni Björn sem var á leiðinni í sund með konunni sinni. Hann henti pokanum í ruslið en ekki fyrr en hann hafði fengið grænt ljós frá konunni til að gera smá grín í Vesturbæjargrúppunni. Þegar þetta er skrifað hefur færslan fengið um þrjú hundruð viðbrögð, og tæplega þrjátíu athugasemdir og fjölgar stöðugt. Óhætt er að segja að grínið haldi áfram. „Hjelt jeg myndi synda hraðar með smá línu, en nei... Sofnaði næstum í gufunni. Þið getið hent þessu,“ segir Jón Örn. „Ah þarna er lyftiduftið mitt!“ segir Þorvaldur Sigurbjörn. Tori Lewis tók það að sér að vera rödd skynseminnar og sagði í athugasemd: „Jesús, fólk sem gerir svona, haldið þessu frá börnum að minnsta kosti... þarna hefði getað orðið hrikalegt slys.“ Ein athugasemdin er stutt og hnyttin: „Spítt og Speedo“. Annar bendir á að þarna sé hin eina sanna Borgarlína. Einhverjir hafa í athugasemdum velt því upp hvort um sé að ræða matarsóda eða fæðubótarefni fyrir vaxtaræktarfólk. Árni Björn segist ekki djúpur í fræðunum þegar komi að örvandi efnum en telur nú líklegra að um sé að ræða fíkniefni. Hann staldraði ekki við það heldur henti pokanum sem fyrr segir í ruslið áður en þau hjónin upplifðu sæluvímu, vímuefnalaus, í heita pottinum í lauginni. Sjá frekari umræður á Facebook. Fréttin var uppfærð eftir að náðist í Árna Björn. Grín og gaman Sundlaugar og baðlón Reykjavík Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
„Þú sem að týndir pokanum þínum í Vesturbæjarlaug getur vitjað hans í afgreiðslunni,“ segir Árni Björn Helgason, íbúi í Vesturbænum, sem birti myndina fyrr í kvöld. Árni Björn segir í samtali við Vísi að hann hafi fundið pokann á bekk fyrir utan sundlaugina. „Hann hefur væntanlega dottið úr vasanum hjá einhverjum,“ segir Árni Björn sem var á leiðinni í sund með konunni sinni. Hann henti pokanum í ruslið en ekki fyrr en hann hafði fengið grænt ljós frá konunni til að gera smá grín í Vesturbæjargrúppunni. Þegar þetta er skrifað hefur færslan fengið um þrjú hundruð viðbrögð, og tæplega þrjátíu athugasemdir og fjölgar stöðugt. Óhætt er að segja að grínið haldi áfram. „Hjelt jeg myndi synda hraðar með smá línu, en nei... Sofnaði næstum í gufunni. Þið getið hent þessu,“ segir Jón Örn. „Ah þarna er lyftiduftið mitt!“ segir Þorvaldur Sigurbjörn. Tori Lewis tók það að sér að vera rödd skynseminnar og sagði í athugasemd: „Jesús, fólk sem gerir svona, haldið þessu frá börnum að minnsta kosti... þarna hefði getað orðið hrikalegt slys.“ Ein athugasemdin er stutt og hnyttin: „Spítt og Speedo“. Annar bendir á að þarna sé hin eina sanna Borgarlína. Einhverjir hafa í athugasemdum velt því upp hvort um sé að ræða matarsóda eða fæðubótarefni fyrir vaxtaræktarfólk. Árni Björn segist ekki djúpur í fræðunum þegar komi að örvandi efnum en telur nú líklegra að um sé að ræða fíkniefni. Hann staldraði ekki við það heldur henti pokanum sem fyrr segir í ruslið áður en þau hjónin upplifðu sæluvímu, vímuefnalaus, í heita pottinum í lauginni. Sjá frekari umræður á Facebook. Fréttin var uppfærð eftir að náðist í Árna Björn.
Grín og gaman Sundlaugar og baðlón Reykjavík Mest lesið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Íslenskur tónlistarmaður í lykilhlutverki Tónlist Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun „Ég er óléttur“ Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Högni hjálpar fólki að slaka á Tónlist Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“