Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. nóvember 2025 06:30 Gianni Infantino, forseti FIFA, talar í Hvíta húsinu en Donald Trump hlustar. HM-bikarinn var kominn á skrifstofu Trump en sleppur vonandi út aftur. Getty/Win McNamee Heimsmeistaramótið í fótbolta fer fram næsta sumar í Bandaríkjunum og það bættust við þátttökuþjóðir á hverjum degi í þessum landsliðsglugga. Margir hafa aftur á móti áhyggjur af vandræðum innflytjenda í Bandaríkjunum en forseti FIFA reyndi að létta eitthvað af þeim áhyggjum eftir fund með Bandaríkjaforseta. Þeir sem eiga miða á heimsmeistaramót FIFA munu þannig fá forgang í vegabréfsáritunarviðtöl áður en þeir koma til Bandaríkjanna á mótið. Þessi tilkynning kom á mánudag eftir fund Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, starfshóps Hvíta hússins og Gianni Infantino, forseta FIFA. Forgangskerfi FIFA fyrir bókun viðtala, eða FIFA PASS, er ætlað að hjálpa ríkisstjórn Trumps að samræma strangt innflytjendakerfi og tryggja um leið að gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta komist vandræðalaust inn í Bandaríkin. „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn,“ sagði Infantino í yfirlýsingu. „Við höfum alltaf sagt að þetta verði stærsta og víðtækasta heimsmeistaramót FIFA í sögunni og FIFA PASS-þjónustan er mjög áþreifanlegt dæmi um það,“ sagði Infantino. Ellefu bandarískar borgir munu halda 78 leiki á mótinu þar sem 48 lið keppa, en þrjár borgir í Mexíkó og tvær í Kanada munu einnig halda leiki. Vikum eftir að miðasala hófst í október tilkynnti FIFA að þegar væri búið að selja yfir milljón miða og tilkynnti að annar áfangi miðasölu væri hafinn í lok október fyrir næstu milljón miða. Lið víðs vegar að úr heiminum eru á lokastigum undankeppninnar til að fylla í 48 liða hópinn, en gestgjafarnir Bandaríkin, Mexíkó og Kanada hafa þegar tryggt sér sæti. Dregið verður í riðla þann 5. desember. Trump sagðist „hvetja eindregið“ þá sem ferðast til Bandaríkjanna vegna heimsmeistaramótsins til að sækja um vegabréfsáritun „strax.“ Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að stjórnvöld hefðu sent yfir fjögur hundruð viðbótarræðismenn víðs vegar um heiminn til að takast á við eftirspurn eftir vegabréfsáritunum og að í um áttatíu prósentum heimsins gætu ferðamenn til Bandaríkjanna fengið viðtalstíma fyrir vegabréfsáritun innan sextíu daga FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira
Þeir sem eiga miða á heimsmeistaramót FIFA munu þannig fá forgang í vegabréfsáritunarviðtöl áður en þeir koma til Bandaríkjanna á mótið. Þessi tilkynning kom á mánudag eftir fund Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, starfshóps Hvíta hússins og Gianni Infantino, forseta FIFA. Forgangskerfi FIFA fyrir bókun viðtala, eða FIFA PASS, er ætlað að hjálpa ríkisstjórn Trumps að samræma strangt innflytjendakerfi og tryggja um leið að gestir á heimsmeistaramótinu í fótbolta komist vandræðalaust inn í Bandaríkin. „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn,“ sagði Infantino í yfirlýsingu. „Við höfum alltaf sagt að þetta verði stærsta og víðtækasta heimsmeistaramót FIFA í sögunni og FIFA PASS-þjónustan er mjög áþreifanlegt dæmi um það,“ sagði Infantino. Ellefu bandarískar borgir munu halda 78 leiki á mótinu þar sem 48 lið keppa, en þrjár borgir í Mexíkó og tvær í Kanada munu einnig halda leiki. Vikum eftir að miðasala hófst í október tilkynnti FIFA að þegar væri búið að selja yfir milljón miða og tilkynnti að annar áfangi miðasölu væri hafinn í lok október fyrir næstu milljón miða. Lið víðs vegar að úr heiminum eru á lokastigum undankeppninnar til að fylla í 48 liða hópinn, en gestgjafarnir Bandaríkin, Mexíkó og Kanada hafa þegar tryggt sér sæti. Dregið verður í riðla þann 5. desember. Trump sagðist „hvetja eindregið“ þá sem ferðast til Bandaríkjanna vegna heimsmeistaramótsins til að sækja um vegabréfsáritun „strax.“ Marco Rubio, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði að stjórnvöld hefðu sent yfir fjögur hundruð viðbótarræðismenn víðs vegar um heiminn til að takast á við eftirspurn eftir vegabréfsáritunum og að í um áttatíu prósentum heimsins gætu ferðamenn til Bandaríkjanna fengið viðtalstíma fyrir vegabréfsáritun innan sextíu daga
FIFA HM 2026 í fótbolta Donald Trump Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Arsenal - Crystal Palace | Síðasta lausa sætið í undanúrslitum „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni Sjá meira