Fótbolti

Þriggja marka tap og strákarnir úr leik

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gunnar Orri Olsen, leikmaður FC Kaupmannahafnar, var í byrjunarliði Íslands gegn Rúmeníu.
Gunnar Orri Olsen, leikmaður FC Kaupmannahafnar, var í byrjunarliði Íslands gegn Rúmeníu. getty/Molly Darlington

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum nítján ára og yngri tapaði fyrir Rúmeníu, 0-3, í lokaleik sínum í riðli 7 í undankeppni EM í dag.

Íslendingar enduðu í 3. sæti riðilsins með þrjú stig og komast ekki á næsta stig undankeppninnar.

Rúmenar unnu riðilinn en þeir fengu sjö stig af níu mögulegum. Finnar urðu í 2. sæti með fjögur stig og Andorramenn fengu þrjú stig líkt og Íslendingar. Riðillinn var leikinn í Rúmeníu.

Íslenska liðið átti undir högg að sækja í leiknum í dag og var 0-2 undir í hálfleik. Rúmenía bætti svo einu marki við undir lokin og tryggði sér öruggan sigur.

Ísland vann Andorra, 3-0, en tapaði fyrir Finnlandi, 3-2, og Rúmeníu, 0-3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×