Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. nóvember 2025 10:31 Steve McClaren hefur stýrt fótboltalandsliði Jamaíka í síðasta skiptið. Getty/Omar Vega Á meðan Heimir Hallgrímsson er að upplifa frábæra tíma með írska landsliðinu er ekki hægt að segja það sama um hans gömlu lærisveina í jamaíska landsliðinu og hvað þá með eftirmann hans. Jamaíka náði ekki að vinna Curacao á heimavelli í nótt og því komst smáþjóðin á HM á kostnað þeirra. Írar eiga enn möguleika á HM-sæti en Jamaíka er úr leik eins og íslenska landsliðið. Curacao tók með því metið sem Heimir Hallgrímsson setti með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi. Ísland er því ekki lengur fámennasta þjóðin í sögu HM. Steve McClaren tók við sem landsliðsþjálfari Jamaíka þegar Heimir hætti en eftir vonbrigðin í nótt sagði hann starfi sínu lausu. McClaren yfirgaf síðast landsliðsþjálfarastarf fyrir átján árum eftir að hafa ekki komist á stórmót þegar England missti af sæti á EM 2008. „Undanfarna átján mánuði hef ég gefið allt sem ég á í þetta starf,“ sagði hann. „Að leiða þetta lið hefur verið einn mesti heiður á ferli mínum,“ sagði Steve McClaren. „En fótbolti snýst um úrslit og í kvöld náðum við ekki markmiði okkar, sem var að komast áfram úr þessum riðli. Það er á ábyrgð leiðtogans að stíga fram, axla ábyrgð og taka ákvarðanir sem eru liðinu fyrir bestu,“ sagði McClaren. „Eftir djúpa íhugun og heiðarlegt mat á því hvar við erum stödd og hvert við þurfum að stefna, hef ég ákveðið að segja af mér sem aðalþjálfari jamaíska landsliðsins,“ sagði McClaren. „Stundum er það besta sem leiðtogi getur gert að viðurkenna hvenær þörf er á nýrri rödd, nýrri orku og öðru sjónarhorni til að koma liðinu áfram,“ sagði McClaren. Jamaíka lék 23 leiki undir stjórn Steve McClaren. Liðið vann ellefu þeirra, gerði sex jafntefli og tapaði sex leikjum. Markatalan var þrettán mörk í plús, 39-26, og liðið náði í 1,7 stig að meðaltali í leik. Jamaíka lék 27 leiki undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Liðið vann tíu þeirra, gerði sjö jafntefli og tapaði tíu leikjum. Markatalan var jöfn, 37-37, og liðið náði í 1,4 stig að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball) HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Jamaíka náði ekki að vinna Curacao á heimavelli í nótt og því komst smáþjóðin á HM á kostnað þeirra. Írar eiga enn möguleika á HM-sæti en Jamaíka er úr leik eins og íslenska landsliðið. Curacao tók með því metið sem Heimir Hallgrímsson setti með íslenska landsliðinu á HM í Rússlandi. Ísland er því ekki lengur fámennasta þjóðin í sögu HM. Steve McClaren tók við sem landsliðsþjálfari Jamaíka þegar Heimir hætti en eftir vonbrigðin í nótt sagði hann starfi sínu lausu. McClaren yfirgaf síðast landsliðsþjálfarastarf fyrir átján árum eftir að hafa ekki komist á stórmót þegar England missti af sæti á EM 2008. „Undanfarna átján mánuði hef ég gefið allt sem ég á í þetta starf,“ sagði hann. „Að leiða þetta lið hefur verið einn mesti heiður á ferli mínum,“ sagði Steve McClaren. „En fótbolti snýst um úrslit og í kvöld náðum við ekki markmiði okkar, sem var að komast áfram úr þessum riðli. Það er á ábyrgð leiðtogans að stíga fram, axla ábyrgð og taka ákvarðanir sem eru liðinu fyrir bestu,“ sagði McClaren. „Eftir djúpa íhugun og heiðarlegt mat á því hvar við erum stödd og hvert við þurfum að stefna, hef ég ákveðið að segja af mér sem aðalþjálfari jamaíska landsliðsins,“ sagði McClaren. „Stundum er það besta sem leiðtogi getur gert að viðurkenna hvenær þörf er á nýrri rödd, nýrri orku og öðru sjónarhorni til að koma liðinu áfram,“ sagði McClaren. Jamaíka lék 23 leiki undir stjórn Steve McClaren. Liðið vann ellefu þeirra, gerði sex jafntefli og tapaði sex leikjum. Markatalan var þrettán mörk í plús, 39-26, og liðið náði í 1,7 stig að meðaltali í leik. Jamaíka lék 27 leiki undir stjórn Heimis Hallgrímssonar. Liðið vann tíu þeirra, gerði sjö jafntefli og tapaði tíu leikjum. Markatalan var jöfn, 37-37, og liðið náði í 1,4 stig að meðaltali í leik. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports Football (@skysportsfootball)
HM 2026 í fótbolta Heimir Hallgrímsson þjálfar landslið Jamaíku Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira