Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. nóvember 2025 15:09 Arne Slot, knattspyrnustjóri Liverpool, er undir mikill pressu og enn meiri eftir hræðileg úrslit í gær. Getty/Visionhaus Það er enginn vafi í huga helsta knattspyrnusérfræðings breska ríkisútvarpsins. Það er sannkallað krísuástand á Anfield eftir hryllinginn í gær. „Liverpool í algerri krísu og Slot undir gríðarlegri pressu,“ er fyrirsögnin á pistli Phil McNulty um 3-0 tap Liverpool á móti Nottingham Forest á Anfield, liði sem byrjaði daginn í nítjándu sæti deildarinnar. „Arne Slot er ekki lengur að reyna að bjarga Englandsmeisturum Liverpool frá því að misstíga sig. Hryllingssýningin á Anfield á laugardaginn gegn Nottingham Forest var fall beint ofan í hyldýpið,“ skrifaði McNulty. Algjör krísa „Það sem flestir töldu í mesta lagi vera smá hiksta, byggt á sannfærandi sönnunargögnum frá fyrsta titilári Slot á síðasta tímabili, er nú orðið að algerri krísu hjá Liverpool og þjálfaranum sem er í vanda staddur,“ skrifaði McNulty. „Hversu slæmt þetta er er erfitt að mæla en þetta var mjög slæmt,“ sagði Slot sjálfur eftir leik. „Að spila á heimavelli og tapa 3-0, sama hvaða liði þú mætir, eru mjög, mjög slæm úrslit,“ sagði Slot. 🚨 Arne Slot: “If things go well or things go bad it's always my responsibility. I tried to adjust a few things that didn't really work out”.“We have quality players. It's my job to get the best out of them. I am not at the moment. It's my responsibility”. pic.twitter.com/kqEPmGSOkU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 22, 2025 „Enginn getur haldið því fram að starf Slot sé í bráðri hættu eftir afrek hans í kjölfar þess að hann tók við af Jurgen Klopp, en fótboltinn er svo miskunnarlaus að hann er nú undir alvarlegri pressu að snúa blaðinu við sem ógnar því að gleypa Anfield,“ skrifaði McNulty. Mjög veikur undirbúningur Hann bendir á það að knattspyrnustjóri Liverpool, hver sem hann er, sé alltaf undir pressu að vinna leiki en núna sé hann undir enn meiri pressu og eftirliti eftir að hafa tapað sex af sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það er jafnmikið og í síðustu 58 leikjum þeirra þar á undan. Þeir hafa tapað tveimur af síðustu þremur heimaleikjum sínum í deildinni, jafnmörgum og í síðustu 53 þar á undan. „Ósigrandi ásýndin sem Liverpool bar með sér á síðasta tímabili hefur vikið fyrir veikum – mjög veikum – undirbúningi. Og hann hefur verið til staðar frá byrjun tímabilsins. Það þarf mikið til að eyða 450 milljónum punda til að gera Liverpool-lið, sem gekk að titlinum á síðasta tímabili, verra en miðað við það sem hefur sést hingað til hafa Slot og leikmannakaupadeild félagsins náð því afreki,“ skrifaði McNulty en það má lesa allan pistilinn hér. ‼️ Slot has run out of road at LiverpoolLiverpool look like a side searching for themselves on a map with no roads, and the longer it goes on, the clearer it becomes that Arne Slot has not given them the tools to cope, regardless of what the signs say.They can start games… pic.twitter.com/4tFiQb0zDQ— Eddie Gibbs (@eddiegibbs) November 23, 2025 Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira
„Liverpool í algerri krísu og Slot undir gríðarlegri pressu,“ er fyrirsögnin á pistli Phil McNulty um 3-0 tap Liverpool á móti Nottingham Forest á Anfield, liði sem byrjaði daginn í nítjándu sæti deildarinnar. „Arne Slot er ekki lengur að reyna að bjarga Englandsmeisturum Liverpool frá því að misstíga sig. Hryllingssýningin á Anfield á laugardaginn gegn Nottingham Forest var fall beint ofan í hyldýpið,“ skrifaði McNulty. Algjör krísa „Það sem flestir töldu í mesta lagi vera smá hiksta, byggt á sannfærandi sönnunargögnum frá fyrsta titilári Slot á síðasta tímabili, er nú orðið að algerri krísu hjá Liverpool og þjálfaranum sem er í vanda staddur,“ skrifaði McNulty. „Hversu slæmt þetta er er erfitt að mæla en þetta var mjög slæmt,“ sagði Slot sjálfur eftir leik. „Að spila á heimavelli og tapa 3-0, sama hvaða liði þú mætir, eru mjög, mjög slæm úrslit,“ sagði Slot. 🚨 Arne Slot: “If things go well or things go bad it's always my responsibility. I tried to adjust a few things that didn't really work out”.“We have quality players. It's my job to get the best out of them. I am not at the moment. It's my responsibility”. pic.twitter.com/kqEPmGSOkU— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 22, 2025 „Enginn getur haldið því fram að starf Slot sé í bráðri hættu eftir afrek hans í kjölfar þess að hann tók við af Jurgen Klopp, en fótboltinn er svo miskunnarlaus að hann er nú undir alvarlegri pressu að snúa blaðinu við sem ógnar því að gleypa Anfield,“ skrifaði McNulty. Mjög veikur undirbúningur Hann bendir á það að knattspyrnustjóri Liverpool, hver sem hann er, sé alltaf undir pressu að vinna leiki en núna sé hann undir enn meiri pressu og eftirliti eftir að hafa tapað sex af sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Það er jafnmikið og í síðustu 58 leikjum þeirra þar á undan. Þeir hafa tapað tveimur af síðustu þremur heimaleikjum sínum í deildinni, jafnmörgum og í síðustu 53 þar á undan. „Ósigrandi ásýndin sem Liverpool bar með sér á síðasta tímabili hefur vikið fyrir veikum – mjög veikum – undirbúningi. Og hann hefur verið til staðar frá byrjun tímabilsins. Það þarf mikið til að eyða 450 milljónum punda til að gera Liverpool-lið, sem gekk að titlinum á síðasta tímabili, verra en miðað við það sem hefur sést hingað til hafa Slot og leikmannakaupadeild félagsins náð því afreki,“ skrifaði McNulty en það má lesa allan pistilinn hér. ‼️ Slot has run out of road at LiverpoolLiverpool look like a side searching for themselves on a map with no roads, and the longer it goes on, the clearer it becomes that Arne Slot has not given them the tools to cope, regardless of what the signs say.They can start games… pic.twitter.com/4tFiQb0zDQ— Eddie Gibbs (@eddiegibbs) November 23, 2025
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira