Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. nóvember 2025 10:06 Tvíburaturnarnir þann 9. september árið 2001. Wikimedia Commons/Michael Foran Fáir atburðir samtímans hafa skapað jafn mikla tortryggni og árásirnar 11. september 2001. Í mörgum samsæriskenningum eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa annaðhvort skipulagt árásirnar eða vísvitandi látið þær gerast, til að fá átyllu til hernaðar í Írak. Fáir atburðir samtímans hafa skapað jafn mikla tortryggni og árásirnar 11. september 2001. Í mörgum samsæriskenningum eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa annaðhvort skipulagt árásirnar eða vísvitandi látið þær gerast, til að fá átyllu til hernaðar í Írak. Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir, traust verkfræðileg gögn og ótal vitni lifa slík sjónarmið enn góðu lífi. Mest áberandi eru fullyrðingar um að Tvíburaturnarnir – og síðar svokölluð bygging 7 – hafi verið sprengdir í stýrðu niðurrifi, auk hugmyndarinnar um að flugskeyti hafi skollið á Pentagon, en ekki farþegaþota. Óþægilega mannleg svör En hvers vegna lifa þessar hugmyndir enn þegar sönnunargögnin eru svo yfirþyrmandi til samræmis við opinberar skýringar? Í nýrri umfjöllun Skuggavaldsins leitast fræðimennirnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann við að svara því. Svar þeirra er bæði kunnuglegt og óþægilega mannlegt. Kenningin um að turnarnir hafi verið sprengdir heldur velli því hún lítur sannfærandi út við fyrstu sýn. Að einungis sprengjur geti skýrt hversu hratt þeir féllu, að rykið sem spýttist út um gluggana við hrunið sé einnig merki um sprengingu og svo að hitinn sem skapaðist við brunann hafi ekki dugað til að bræða stál og fella byggingarnar. En verkfræðilega skýringin er í raun einfaldari: hitinn sem myndaðist inni í turnunum dugði til að veikja burðarvirkið, eldsneyti og innviðir héldu eldinum gangandi og efri hæðir hrundu niður á þær neðri í sívaxandi keðjuverkun. En þessi jarðbundna niðurstaða keppir við myndbönd sem virðast sýna allt annað. Hrundi án snertingar við flugvél Bygging 7 er mögulega sú ráðgáta sem heillar samsæriskenningasmiði mest allra. Engin flugvél snerti hana, hún hrundi hreint og „beint niður“, og í byggingunni var grunsamleg starfsemi, svo sem CIA, Secret Service og varnarmálaráðuneytið. Þá þykir ekki síður grunsamlegt að eigandi byggingarinnar, Larry Silverstein, hafði tekið út tryggingar á þær skömmu fyrir árásirnar. En þegar nánar er gáð skýrist fall hennar með stjórnlausum bruna í sex til sjö klukkustundir af völdum rústa úr turnunum, skemmdu vatnsúðakerfi og því að mikilvægur burðarbiti missti stuðning þegar gólffletir gáfu sig. Óskýrt myndband og lítið gat í fyrstu fréttaljósmyndum urðu undirstaða hugmyndar um að eldflaug, ekki flugvél, hafi lent á Pentagon. En rannsóknir sýna hið gagnstæða: vélarhlutar með raðnúmerum, brot úr hreyflum, lendingarbúnaður, radarspor og DNA allra farþega og áhafnar. Djúpt vantraust Hér er kannski áhugaverðara að rýna í það hvers vegna fólk kýs að trúa öðru en gögnin sýna. Eftir innrásina í Írak í kjölfarið, lygar um gereyðingarvopn og afhjúpanir um pyntingar Bandaríkjamanna í Abu Ghraib-fangelsinu myndaðist djúpt vantraust á bandarísk stjórnvöld. Í þeirri tortryggni blómstra kenningar sem virðast veita „betri“ skýringu en hið flókna og óreiðukennda svar sem gögnin bjóða upp á. Skuggavaldið fjallar í næsta þætti um þessar pólitísku forsendur tortryggni gagnvart Bush, Cheney, Saudi-Arabíu, olíuhagsmunina, Mossad og allt það sem varð að frjósömum jarðvegi fyrir samsæriskenningar um fall tvíburaturnanna. Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Skuggavaldið Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Sjá meira
Fáir atburðir samtímans hafa skapað jafn mikla tortryggni og árásirnar 11. september 2001. Í mörgum samsæriskenningum eru bandarísk stjórnvöld sögð hafa annaðhvort skipulagt árásirnar eða vísvitandi látið þær gerast, til að fá átyllu til hernaðar í Írak. Þrátt fyrir umfangsmiklar rannsóknir, traust verkfræðileg gögn og ótal vitni lifa slík sjónarmið enn góðu lífi. Mest áberandi eru fullyrðingar um að Tvíburaturnarnir – og síðar svokölluð bygging 7 – hafi verið sprengdir í stýrðu niðurrifi, auk hugmyndarinnar um að flugskeyti hafi skollið á Pentagon, en ekki farþegaþota. Óþægilega mannleg svör En hvers vegna lifa þessar hugmyndir enn þegar sönnunargögnin eru svo yfirþyrmandi til samræmis við opinberar skýringar? Í nýrri umfjöllun Skuggavaldsins leitast fræðimennirnir Hulda Þórisdóttir og Eiríkur Bergmann við að svara því. Svar þeirra er bæði kunnuglegt og óþægilega mannlegt. Kenningin um að turnarnir hafi verið sprengdir heldur velli því hún lítur sannfærandi út við fyrstu sýn. Að einungis sprengjur geti skýrt hversu hratt þeir féllu, að rykið sem spýttist út um gluggana við hrunið sé einnig merki um sprengingu og svo að hitinn sem skapaðist við brunann hafi ekki dugað til að bræða stál og fella byggingarnar. En verkfræðilega skýringin er í raun einfaldari: hitinn sem myndaðist inni í turnunum dugði til að veikja burðarvirkið, eldsneyti og innviðir héldu eldinum gangandi og efri hæðir hrundu niður á þær neðri í sívaxandi keðjuverkun. En þessi jarðbundna niðurstaða keppir við myndbönd sem virðast sýna allt annað. Hrundi án snertingar við flugvél Bygging 7 er mögulega sú ráðgáta sem heillar samsæriskenningasmiði mest allra. Engin flugvél snerti hana, hún hrundi hreint og „beint niður“, og í byggingunni var grunsamleg starfsemi, svo sem CIA, Secret Service og varnarmálaráðuneytið. Þá þykir ekki síður grunsamlegt að eigandi byggingarinnar, Larry Silverstein, hafði tekið út tryggingar á þær skömmu fyrir árásirnar. En þegar nánar er gáð skýrist fall hennar með stjórnlausum bruna í sex til sjö klukkustundir af völdum rústa úr turnunum, skemmdu vatnsúðakerfi og því að mikilvægur burðarbiti missti stuðning þegar gólffletir gáfu sig. Óskýrt myndband og lítið gat í fyrstu fréttaljósmyndum urðu undirstaða hugmyndar um að eldflaug, ekki flugvél, hafi lent á Pentagon. En rannsóknir sýna hið gagnstæða: vélarhlutar með raðnúmerum, brot úr hreyflum, lendingarbúnaður, radarspor og DNA allra farþega og áhafnar. Djúpt vantraust Hér er kannski áhugaverðara að rýna í það hvers vegna fólk kýs að trúa öðru en gögnin sýna. Eftir innrásina í Írak í kjölfarið, lygar um gereyðingarvopn og afhjúpanir um pyntingar Bandaríkjamanna í Abu Ghraib-fangelsinu myndaðist djúpt vantraust á bandarísk stjórnvöld. Í þeirri tortryggni blómstra kenningar sem virðast veita „betri“ skýringu en hið flókna og óreiðukennda svar sem gögnin bjóða upp á. Skuggavaldið fjallar í næsta þætti um þessar pólitísku forsendur tortryggni gagnvart Bush, Cheney, Saudi-Arabíu, olíuhagsmunina, Mossad og allt það sem varð að frjósömum jarðvegi fyrir samsæriskenningar um fall tvíburaturnanna.
Bandaríkin Hryðjuverkin 11. september 2001 Skuggavaldið Mest lesið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Sjá meira