Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. nóvember 2025 23:01 Stelpurnar okkar gengu svekktar af velli en vakna eflaust sáttar á morgun. Marijan Murat/picture alliance via Getty Images Þetta sjö marka tap gegn Þýskalandi í opnunarleik HM er ekkert til að skammast sín fyrir. Áhyggjurnar fyrir leik voru helstar þær að þetta unga og reynslulitla, óslípaða íslenska lið yrði eins og lamb leitt til slátrunar. Þær myndu, eins og maður segir á góðri íslensku, steinliggja og skíttapa. Rúmlega helmingur hópsins var að spila á HM í fyrsta sinn, undir skærum ljósum og miklum hávaða í höllinni í Stuttgart, gegn fáránlega furðulegu þýsku leikkerfi án línumanns. Stelpurnar okkar stóðu sig hins vegar með prýði og létu stressið ekki stíga sér til höfuðs, byrjuðu leikinn vel og tóku forystuna fyrst um sinn. Ef eitthvað er áttu þær þýsku erfiðara með aðstæður í upphafi leiks. Fjórtán tapaðir boltar er hins vegar allt, allt of mikið og oft algjör óþarfi. Verst var að horfa upp á tvær misheppnaðar sendingar í röð þegar Ísland var í séns á hraðaupphlaupi. Þær hefðu getað minnkað muninn í eitt mark, 24-23, með rúmar tíu mínútur. Og þó íslenska vörnin hafi oft staðið vel sást greinilega að þetta lið hefur ekki spilað mikið saman og átti mjög erfitt með að stoppa þýsku sóknina þegar hún komst á almennilegt skrið. Líkamlegi munurinn á milli liðanna var líka alveg ofboðslegur, þær þýsku voru að meðaltali svona höfðinu stærri en stelpurnar okkar og maður leyfir sér að skjóta á að þær lyfti töluvert þyngra, þar á Ísland aðeins í land. Serbarnir verða ekki mikið minni eða léttari í næsta leik Íslands á föstudag. Þær serbnesku stútuðu Úrúgvæ örugglega í kvöld og sitja á toppi riðilsins. Þar er Ísland aftur lægra skrifaða liðið en frammistaðan í kvöld gefur góð fyrirheit. Nú verður ekki lengur talað um nýliðana níu í íslenska HM hópnum, þær hlutu eldskírn í kvöld og eiga eftir að ná hærri hæðum. Andreu Jacobsen og hennar rúmlegu 180 sentimetrum var sárt saknað í kvöld. Hún verður ekki klár í slaginn gegn Serbíu og óvíst er með þátttöku hennar á mótinu. Katrín Tinna Jensdóttir átti framúrskarandi leik á línunni, með fleiri stöðvanir en allar hinar samanlagt. Bætti vel upp fyrir fjarveru Elísu Elíasdóttur, þó hún hefði verið mjög velkomin viðbót til að glíma við stóru þýsku skrokkana. Vonandi verður hún orðin góð í öxlinni á föstudag. Díana Dögg Magnúsdóttir var áræðin og óhrædd að keyra á vörnina, fiskaði þrjú víti, en hefði mátt fara betur með boltann. Dana Björg Guðmundsdóttir var orkumikil í vinstra horninu og hvað öflugust af stelpunum okkar, skoraði fjögur mörk, stal boltanum og var í banastuði. Hún mun vera í stóru hlutverki gegn Serbíu, sem er hægara lið og seinna að skila sér til baka. Hraðaupphlaupin munu vonandi skila mörgum mörkum og þá þarf líka að koma hægra horninu inn í leikinn, Þýskaland lokaði algjörlega á það í kvöld. Ísland mætir Serbíu á föstudag klukkan 19:30. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og fylgir stelpunum okkar eftir á meðan mótinu stendur. HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
Áhyggjurnar fyrir leik voru helstar þær að þetta unga og reynslulitla, óslípaða íslenska lið yrði eins og lamb leitt til slátrunar. Þær myndu, eins og maður segir á góðri íslensku, steinliggja og skíttapa. Rúmlega helmingur hópsins var að spila á HM í fyrsta sinn, undir skærum ljósum og miklum hávaða í höllinni í Stuttgart, gegn fáránlega furðulegu þýsku leikkerfi án línumanns. Stelpurnar okkar stóðu sig hins vegar með prýði og létu stressið ekki stíga sér til höfuðs, byrjuðu leikinn vel og tóku forystuna fyrst um sinn. Ef eitthvað er áttu þær þýsku erfiðara með aðstæður í upphafi leiks. Fjórtán tapaðir boltar er hins vegar allt, allt of mikið og oft algjör óþarfi. Verst var að horfa upp á tvær misheppnaðar sendingar í röð þegar Ísland var í séns á hraðaupphlaupi. Þær hefðu getað minnkað muninn í eitt mark, 24-23, með rúmar tíu mínútur. Og þó íslenska vörnin hafi oft staðið vel sást greinilega að þetta lið hefur ekki spilað mikið saman og átti mjög erfitt með að stoppa þýsku sóknina þegar hún komst á almennilegt skrið. Líkamlegi munurinn á milli liðanna var líka alveg ofboðslegur, þær þýsku voru að meðaltali svona höfðinu stærri en stelpurnar okkar og maður leyfir sér að skjóta á að þær lyfti töluvert þyngra, þar á Ísland aðeins í land. Serbarnir verða ekki mikið minni eða léttari í næsta leik Íslands á föstudag. Þær serbnesku stútuðu Úrúgvæ örugglega í kvöld og sitja á toppi riðilsins. Þar er Ísland aftur lægra skrifaða liðið en frammistaðan í kvöld gefur góð fyrirheit. Nú verður ekki lengur talað um nýliðana níu í íslenska HM hópnum, þær hlutu eldskírn í kvöld og eiga eftir að ná hærri hæðum. Andreu Jacobsen og hennar rúmlegu 180 sentimetrum var sárt saknað í kvöld. Hún verður ekki klár í slaginn gegn Serbíu og óvíst er með þátttöku hennar á mótinu. Katrín Tinna Jensdóttir átti framúrskarandi leik á línunni, með fleiri stöðvanir en allar hinar samanlagt. Bætti vel upp fyrir fjarveru Elísu Elíasdóttur, þó hún hefði verið mjög velkomin viðbót til að glíma við stóru þýsku skrokkana. Vonandi verður hún orðin góð í öxlinni á föstudag. Díana Dögg Magnúsdóttir var áræðin og óhrædd að keyra á vörnina, fiskaði þrjú víti, en hefði mátt fara betur með boltann. Dana Björg Guðmundsdóttir var orkumikil í vinstra horninu og hvað öflugust af stelpunum okkar, skoraði fjögur mörk, stal boltanum og var í banastuði. Hún mun vera í stóru hlutverki gegn Serbíu, sem er hægara lið og seinna að skila sér til baka. Hraðaupphlaupin munu vonandi skila mörgum mörkum og þá þarf líka að koma hægra horninu inn í leikinn, Þýskaland lokaði algjörlega á það í kvöld. Ísland mætir Serbíu á föstudag klukkan 19:30. Íþróttadeild Sýnar er í Stuttgart og fylgir stelpunum okkar eftir á meðan mótinu stendur.
HM kvenna í handbolta 2025 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira