„Hún lamdi aðeins á mér“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 27. nóvember 2025 14:01 Liðsfélagarnir Elín Rósa og Nieke Kuhne tókust hart á í gærkvöldi. Marijan Murat/picture alliance via Getty Images Elín Rósa Magnúsdóttir var lurkum lamin af liðsfélaga sínum í opnunarleik Íslands og Þýskalands á HM í handbolta. Elín Rósa er leikmaður Blomberg/Lippe í Þýskalandi og spilaði því gegn tveimur liðsfélögum sínum, hornakonunni Alexiu Hauf og bakverðinum Nieke Kuhne. „Það var mjög gaman og svolítið öðruvísi að þekkja einhverjar í hinu landsliðinu. Þær eru mjög öflugar en þetta var bara mjög skemmtilegt. Hún [Nieke Kuhne] er mjög öflug og er þarna í hjarta varnarinnar þannig að já, hún lamdi aðeins á mér, en maður komst nokkrum sinnum í gegnum hana líka“ sagði Elín á hóteli landsliðsins í dag, eftir 32-25 tap gegn Þýskalandi í gærkvöldi. Eins og aðrir leikmenn íslenska liðsins var Elín ánægð með frammistöðu liðsins í leiknum. „Ég er bara stolt af liðinu, við börðumst allan tímann og það var okkar helsta markmið að gefa þeim alvöru leik, sem við náðum að gera að hluta til, þannig að ég var bara ánægð með þetta.“ Elín var stoðsendingahæst hjá íslenska liðinu og nafna hennar var markahæst, þannig að samstarfið gekk nokkuð vel hjá þeim í sókninni. „Þetta gekk bara ágætlega, þegar það var flot á boltanum þá náðum við Elín [Klara Þorkelsdóttir] að vera eins og skopparakringlur fyrir utan. Þegar við náðum að koma boltanum frá okkar og fengum ekki þessi hraðaupphlaup í bakið þá gekk þetta ágætlega.“ Nú undirbýr liðið sig fyrir næsta leik gegn Serbíu, og þó frammistaðan í gær hafi verið góð, vilja stelpurnar okkar gera enn betur. „Við viljum vera örlítið þéttari í vörninni og fá meiri frumkvæði sóknarlega, skila boltanum líka betur frá okkur. Stefnan er auðvitað sett á sigur“ sagði Elín Rósa. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira
Elín Rósa er leikmaður Blomberg/Lippe í Þýskalandi og spilaði því gegn tveimur liðsfélögum sínum, hornakonunni Alexiu Hauf og bakverðinum Nieke Kuhne. „Það var mjög gaman og svolítið öðruvísi að þekkja einhverjar í hinu landsliðinu. Þær eru mjög öflugar en þetta var bara mjög skemmtilegt. Hún [Nieke Kuhne] er mjög öflug og er þarna í hjarta varnarinnar þannig að já, hún lamdi aðeins á mér, en maður komst nokkrum sinnum í gegnum hana líka“ sagði Elín á hóteli landsliðsins í dag, eftir 32-25 tap gegn Þýskalandi í gærkvöldi. Eins og aðrir leikmenn íslenska liðsins var Elín ánægð með frammistöðu liðsins í leiknum. „Ég er bara stolt af liðinu, við börðumst allan tímann og það var okkar helsta markmið að gefa þeim alvöru leik, sem við náðum að gera að hluta til, þannig að ég var bara ánægð með þetta.“ Elín var stoðsendingahæst hjá íslenska liðinu og nafna hennar var markahæst, þannig að samstarfið gekk nokkuð vel hjá þeim í sókninni. „Þetta gekk bara ágætlega, þegar það var flot á boltanum þá náðum við Elín [Klara Þorkelsdóttir] að vera eins og skopparakringlur fyrir utan. Þegar við náðum að koma boltanum frá okkar og fengum ekki þessi hraðaupphlaup í bakið þá gekk þetta ágætlega.“ Nú undirbýr liðið sig fyrir næsta leik gegn Serbíu, og þó frammistaðan í gær hafi verið góð, vilja stelpurnar okkar gera enn betur. „Við viljum vera örlítið þéttari í vörninni og fá meiri frumkvæði sóknarlega, skila boltanum líka betur frá okkur. Stefnan er auðvitað sett á sigur“ sagði Elín Rósa.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2025 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Fleiri fréttir „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Séra Guðni mættur til Herning: „Trúi að það verði kraftaverk í kvöld“ Portúgölsku bræðurnir sendu Svía sára heim „Eins og Gísli Þorgeir en getur líka skotið fyrir utan“ Vilja þagga niður í 14 þúsund Dönum Algjörlega magnaður árangur: „Ákveðin vonbrigði að þeir séu ekki fjórir“ EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Danir með tromp á hendi: „Auðvitað hrikalega mikilvægt“ Anton og Jónas með myndavél á sér í Boxen Tókst eftir tíu ára bið: „Hef alltaf haft trú“ Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Stutt síðan Gísli var ekki sérlega vel liðinn af íslensku þjóðinni Dani segir gagnrýni Dags illa tímasetta Sjá meira