Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Sindri Sverrisson skrifar 28. nóvember 2025 08:58 Eyjólfur Sverrisson á það meðal annars á ferilskránni að hafa stýrt Íslandi inn á EM U21-landsliða í fyrsta sinn. Getty/Tony Marshall Þegar kemur að fantasy-leiknum í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta þá gæti hjálpað að hafa spilað í fjölda ára í þýsku Bundesligunni og með íslenska landsliðinu, þjálfað íslenska landsliðið og komið U21-landsliði Íslands í fyrsta sinn á EM. Þetta hefur Skagfirðingurinn Eyjólfur Gjafar Sverrisson gert og fantasy-lið hans var til umræðu í nýjasta þættinum af Fantasýn, hlaðvarpi þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban þar sem kafað er ofan í allt sem tengist hinum gríðarvinsæla draumadeildarleik í ensku úrvalsdeildinni. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um lið Eyjólfs, sem sjá má neðar í greininni, hefst eftir 1:07:55. Í þættinum kom fram að lið Eyjólfs væri ansi ofarlega í heiminum, eða í kringum sæti 53.000, þó að sú tilraun hans að hafa Jean-Philippe Mateta sem fyrirliða í síðustu umferð hafi ekki skilað árangri. Stöldruðu við varamarkvörð og rangan Murphy Þá settu menn spurningamerki við það að Eistinn Karl Hein, markvörður Arsenal sem er að láni hjá Werder Bremen í Þýskalandi, væri sá varamarkvörður sem Eyjólfur hefði valið sér og eins við annan mann á bekknum: „Ég held að hann sé með rangan Newcastle-Murphy á bekknum. A. Murphy? Hver er þetta? Alex Murphy,“ sagði Albert en Sindri benti á að sá kostaði aðeins 3,9 milljónir og því ekki víst að Eyjólfur hafi ætlað að kaupa Jacob Murphy, eins og Albert grunaði. „Menn hafa samt lent í þessu. Ég á nú félaga sem ætlaði svo innilega að kaupa Jota í fyrra og gera það gott en keypti Jota sem var í Nottingham Forest og var nú ekki að fá margar mínútur. Það fór eins og það fór,“ sagði Albert. Lið Eyjólfs Sverrissonar í síðustu umferð. Á meðan margir áttu slæma umferð þá rakaði Eyjólfur inn 65 stigum. Menn voru hins vegar heilt yfir mjög hrifnir af liði Eyjólfs, sem sjá má hér að ofan, og ljóst að nú þegar Eyjólfur er ekki að þjálfa neitt lið í raunheimum getur hann látið ljós sitt skína í draumadeildinni: „Ég fékk að heyra það frá Hólmari syni hans að þetta væri „redemption“ tímabil hjá Eyjólfi. Hann átti víst eitthvað mjög lélegt tímabil í fyrra og ákvað að rífa sig virkilega í gang. Hann er að pakka saman einhverri fjölskyldudeild sem þeir eru í. Við bara óskum honum til hamingju með það og líst vel á þetta lið,“ sagði Albert og benti á að Eyjólfur ætti enn eftir að nýta sitt „wild card“ og „free hit“. Þrettánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun og á meðal leikja má nefna viðureign Manchester City og Leeds, Crystal Palace og Manchester United, og West Ham og Liverpool. Stórleikur helgarinnar er svo í Lundúnum því efstu tvö liðin, Arsenal og Chelsea, mætast á Brúnni á sunnudaginn. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira
Þetta hefur Skagfirðingurinn Eyjólfur Gjafar Sverrisson gert og fantasy-lið hans var til umræðu í nýjasta þættinum af Fantasýn, hlaðvarpi þeirra Alberts Þórs Guðmundssonar og Sindra Kamban þar sem kafað er ofan í allt sem tengist hinum gríðarvinsæla draumadeildarleik í ensku úrvalsdeildinni. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en umræðan um lið Eyjólfs, sem sjá má neðar í greininni, hefst eftir 1:07:55. Í þættinum kom fram að lið Eyjólfs væri ansi ofarlega í heiminum, eða í kringum sæti 53.000, þó að sú tilraun hans að hafa Jean-Philippe Mateta sem fyrirliða í síðustu umferð hafi ekki skilað árangri. Stöldruðu við varamarkvörð og rangan Murphy Þá settu menn spurningamerki við það að Eistinn Karl Hein, markvörður Arsenal sem er að láni hjá Werder Bremen í Þýskalandi, væri sá varamarkvörður sem Eyjólfur hefði valið sér og eins við annan mann á bekknum: „Ég held að hann sé með rangan Newcastle-Murphy á bekknum. A. Murphy? Hver er þetta? Alex Murphy,“ sagði Albert en Sindri benti á að sá kostaði aðeins 3,9 milljónir og því ekki víst að Eyjólfur hafi ætlað að kaupa Jacob Murphy, eins og Albert grunaði. „Menn hafa samt lent í þessu. Ég á nú félaga sem ætlaði svo innilega að kaupa Jota í fyrra og gera það gott en keypti Jota sem var í Nottingham Forest og var nú ekki að fá margar mínútur. Það fór eins og það fór,“ sagði Albert. Lið Eyjólfs Sverrissonar í síðustu umferð. Á meðan margir áttu slæma umferð þá rakaði Eyjólfur inn 65 stigum. Menn voru hins vegar heilt yfir mjög hrifnir af liði Eyjólfs, sem sjá má hér að ofan, og ljóst að nú þegar Eyjólfur er ekki að þjálfa neitt lið í raunheimum getur hann látið ljós sitt skína í draumadeildinni: „Ég fékk að heyra það frá Hólmari syni hans að þetta væri „redemption“ tímabil hjá Eyjólfi. Hann átti víst eitthvað mjög lélegt tímabil í fyrra og ákvað að rífa sig virkilega í gang. Hann er að pakka saman einhverri fjölskyldudeild sem þeir eru í. Við bara óskum honum til hamingju með það og líst vel á þetta lið,“ sagði Albert og benti á að Eyjólfur ætti enn eftir að nýta sitt „wild card“ og „free hit“. Þrettánda umferð ensku úrvalsdeildarinnar hefst á morgun og á meðal leikja má nefna viðureign Manchester City og Leeds, Crystal Palace og Manchester United, og West Ham og Liverpool. Stórleikur helgarinnar er svo í Lundúnum því efstu tvö liðin, Arsenal og Chelsea, mætast á Brúnni á sunnudaginn. Hægt er að hlusta á alla þætti Fantasýn með því að smella hér. Hægt er að skrá sig í draumadeildarleik ensku úrvalsdeildarinnar með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Mikael krækti í víti og var grátlega nærri sigri á Milan Fótbolti Steinar: Virðingarleysi sem smitast Körfubolti Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu Körfubolti „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Körfubolti Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Arsenal með sex stiga forskot eftir blautan slag Lið Arsenal og Liverpool: Enginn Ekitike í stórleiknum Kudus bætir gráu ofan á svart Fyrirliði Tottenham virtist ásaka stjórnendur félagsins um lygar Vandræðalegt víti: „Hvað var þetta?“ Sakfelldur fyrir að framleiða barnaníðsefni en fer ekki í fangelsi „Við erum meistarar, ekki þeir“ Hversu lengi þolir Liverpool-fólk þennan hundleiðinlega fótbolta? Tækifæri fyrir Fanneyju eftir að Häcken lánaði markvörðinn til Liverpool Sagði að það hefði verið heimskulegt hjá sér að drekka úr Arsenal-bolla Sjáðu rauðu spjöld Everton: Einn fyrir hártog en hinn fyrir klapp Sjáðu sögulega seint sigurmark og Manchester-liðin missa frá sér sigra Manchester United bað Fletcher um að stýra liðinu í bikarnum Guardiola pirraður: „Við vorum frábærir í vörn og sókn“ Magnaður sigur Newcastle eftir tvö í uppbótartíma Tvenna frá Sesko dugði United skammt Kvaddi með fullkomnum hætti og kvalir Spurs halda áfram Nýi stjórinn sá tíu Chelsea-menn tapa Mitoma bætti hag Arsenal á toppnum Keegan með krabbamein Fjórir snúa aftur hjá Man. Utd undir stjórn Fletchers „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Stjóri Palace heimspekilegur í svörum um sölu á Guéhi til Man. City Sjáðu dóminn sem færði Forest sigur og West Ham kallaði brandara Fletcher fékk blessun frá Ferguson Aðeins fimmti svarti Englendingurinn í sögunni Segir rugl að ætla að ræða United Sjá meira