„Ég er 43 ára og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2025 07:03 Gemma Grainger er þjálfari norska kvennalandsliðsins og leggur ofurkapp að vera með foreldra leikmanna sinna með í pakkanum. Getty/James Gill Gemma Grainger er að byrja vel sem þjálfari norska kvennalandsliðsins í fótbolta og stýrði norska liðinu til sigurs á Brasilíu í síðustu viku. Noregur hafði ekki unnið Brasilíu í kvennalandsleik síðan 1996. Landsliðsstjörnurnar hrósa henni í viðtölum og norskum blaðamönnum þykir hún fara öðruvísi leiðir sem leiðtogi landsliðsins. Það sem vekur mesta athygli er hversu mikla áherslu Grainger leggur á að hafa foreldra leikmannanna með. „Í hvert einasta skipti sem ég fæ tækifæri til að bjóða foreldrum leikmannanna á æfingasamkomu, þá viljum við forgangsraða því. Við eyðum miklum tíma saman,“ segir Gemma Grainger sem hefur verið landsliðsþjálfari Noregs í rúm tvö ár. Norska ríkisútvarpið fjallar sérstaklega um þennan þjálfarastíl. Stöðugasta fólkið í lífi þeirra „Þau eru stöðugasta fólkið í lífi þeirra. Fyrir mér skiptir öllu máli að tryggja að leikmennirnir hafi þetta fólk í kringum sig. Það hjálpar mér líka að kynnast leikmönnunum betur,“ hélt hún áfram. Náið samband hennar við móður sína endurspeglast í leiðtogastílnum sem hún beitir og það hafa landsliðsleikmennirnir fengið að finna fyrir. „Ég er 43 ára núna og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma,“ sagði Grainger. Bretinn sker sig nefnilega úr frá flestum þjálfurum með því að hafa foreldra meðvitaða með í landsliðsumhverfinu – jafnvel þótt hún stýri þrautreyndum atvinnumönnum. Ingrid Syrstad Engen, sem er orðin ein af reyndari leikmönnum liðsins, fagnar nýja leiðtogastílnum. Vill kynnast þeim sem við höfum í kringum okkur „Það er jákvætt því maður finnur að hún hugsar um okkur og vill kynnast þeim sem við höfum í kringum okkur. Mér finnst að þá sýnir þú áhuga á okkur og sérð alla manneskjuna, ekki bara fótboltamanninn,“ segir Syrstad Engen. Landsliðsfélagi hennar, Caroline Graham Hansen, er sammála því. „Þetta gerir það að verkum að hún er opin fyrir því að ræða við foreldrana og ég myndi giska á að margir finni að þeir séu svolítið með þá og fái að segja sína skoðun við landsliðsþjálfarann. Ég held að mörgum finnist það skemmtilegt,“ sagði Barcelona-stjarnan. „Ég held að hún sé mjög góð í að sía út hvað er foreldraspjall og hvað er hægt að nota,“ sagði Graham Hansen. Fyrir landsliðsþjálfarann snýst þetta fyrst og fremst um afreksmenningu. Að safna saman nánustu aðilum er að hennar sögn einn af lyklunum að velgengni. Vill skilja leikmennina sína „Þegar fólk talar um hvað þurfi til að vinna, hugsar það oft að það sé taktíkin. En í raun er það heildarmyndin. Það er heildræn þróun fólks og að skilja leikmennina mína eins vel og mögulegt er,“ segir Grainger. Gudrun Syrstad, móðir Ingrid Syrstad Engen, staðfestir að foreldrar hafi aldrei verið teknir með á þennan hátt undir stjórn fyrri landsliðsþjálfara. „Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt. Við kunnum virkilega að meta það,“ segir Syrstad. Norski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira
Landsliðsstjörnurnar hrósa henni í viðtölum og norskum blaðamönnum þykir hún fara öðruvísi leiðir sem leiðtogi landsliðsins. Það sem vekur mesta athygli er hversu mikla áherslu Grainger leggur á að hafa foreldra leikmannanna með. „Í hvert einasta skipti sem ég fæ tækifæri til að bjóða foreldrum leikmannanna á æfingasamkomu, þá viljum við forgangsraða því. Við eyðum miklum tíma saman,“ segir Gemma Grainger sem hefur verið landsliðsþjálfari Noregs í rúm tvö ár. Norska ríkisútvarpið fjallar sérstaklega um þennan þjálfarastíl. Stöðugasta fólkið í lífi þeirra „Þau eru stöðugasta fólkið í lífi þeirra. Fyrir mér skiptir öllu máli að tryggja að leikmennirnir hafi þetta fólk í kringum sig. Það hjálpar mér líka að kynnast leikmönnunum betur,“ hélt hún áfram. Náið samband hennar við móður sína endurspeglast í leiðtogastílnum sem hún beitir og það hafa landsliðsleikmennirnir fengið að finna fyrir. „Ég er 43 ára núna og fyrsta manneskjan sem ég hringi í á morgnana er mamma,“ sagði Grainger. Bretinn sker sig nefnilega úr frá flestum þjálfurum með því að hafa foreldra meðvitaða með í landsliðsumhverfinu – jafnvel þótt hún stýri þrautreyndum atvinnumönnum. Ingrid Syrstad Engen, sem er orðin ein af reyndari leikmönnum liðsins, fagnar nýja leiðtogastílnum. Vill kynnast þeim sem við höfum í kringum okkur „Það er jákvætt því maður finnur að hún hugsar um okkur og vill kynnast þeim sem við höfum í kringum okkur. Mér finnst að þá sýnir þú áhuga á okkur og sérð alla manneskjuna, ekki bara fótboltamanninn,“ segir Syrstad Engen. Landsliðsfélagi hennar, Caroline Graham Hansen, er sammála því. „Þetta gerir það að verkum að hún er opin fyrir því að ræða við foreldrana og ég myndi giska á að margir finni að þeir séu svolítið með þá og fái að segja sína skoðun við landsliðsþjálfarann. Ég held að mörgum finnist það skemmtilegt,“ sagði Barcelona-stjarnan. „Ég held að hún sé mjög góð í að sía út hvað er foreldraspjall og hvað er hægt að nota,“ sagði Graham Hansen. Fyrir landsliðsþjálfarann snýst þetta fyrst og fremst um afreksmenningu. Að safna saman nánustu aðilum er að hennar sögn einn af lyklunum að velgengni. Vill skilja leikmennina sína „Þegar fólk talar um hvað þurfi til að vinna, hugsar það oft að það sé taktíkin. En í raun er það heildarmyndin. Það er heildræn þróun fólks og að skilja leikmennina mína eins vel og mögulegt er,“ segir Grainger. Gudrun Syrstad, móðir Ingrid Syrstad Engen, staðfestir að foreldrar hafi aldrei verið teknir með á þennan hátt undir stjórn fyrri landsliðsþjálfara. „Ég held að það hafi verið mjög mikilvægt. Við kunnum virkilega að meta það,“ segir Syrstad.
Norski boltinn Mest lesið Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Golf Úr Bestu heim í Hauka Íslenski boltinn Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Sport „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Íslenski boltinn Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Handbolti Fleiri fréttir Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Sjá meira