Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2025 14:02 Ståle Solbakken stýrði Noregi til afar öruggs sigurs í undanriðli fyrir HM í fótbolta. Liðið verður því loksins með á stærsta sviðinu, eftir tæplega 28 ára bið. Getty/Marco Luzzani Ståle Solbakken landsliðsþjálfari Norðmanna mun ekki kveðja á HM næsta sumar því nú er ljóst að hann heldur áfram sem þjálfari Noregs. Solbakken og norska knattspyrnusambandið héldu saman blaðamannafund þar sem tilkynnt var að Solbakken hafi ákveðið að halda áfram sem þjálfari karlalandsliðsins „Það er ánægjulegt að fá að tilkynna að við höfum framlengt samninginn við Ståle Solbakken sem landsliðsþjálfara. Við vorum aldrei í vafa,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, á blaðamannafundinum. „Ståle Solbakken er tvímælalaust rétti maðurinn til að leiða þessa frábæru kynslóð áfram og við erum mjög ánægð með að þú hafir þegið boðið um að leiða liðið áfram eftir HM og fram að mögulegu EM 2028,“ sagði Klaveness og beinir orðum sínum að Solbakken. Ståle Solbakken forlenger kontrakten som landslagssjef til 2028. pic.twitter.com/q0NGjiHWSD— Fotball Norge (@FotballNO) December 11, 2025 Hinn 57 ára gamli þjálfari hefur skrifað undir framlengingu á samningi sem nú gildir til og með EM 2028. Solbakken sagði um leið að það væri afar ólíklegt að hann haldi áfram lengur en það. „Ástæðan fyrir því að ég segi já er sú að NFF er á mjög góðum stað. Við erum með frábæran forseta. Við erum með leikmannahóp sem er unun að vinna með. Ég væri að ljúga ef ég segði að stuðningur þeirra hefði ekki skipt máli,“ sagði Solbakken sjálfur. Solbakken er með það á hreinu hvað hvatti hann til að halda áfram í þjálfarastólnum. „Þetta snýst um hvað mig langar mest til að gera. Við erum á leið á HM og eftir það munum við aðeins spila við bestu liðin í Þjóðadeildinni. Við höfum komist upp um deild þar og það verða frábærir leikir. Svo kemur spennandi undankeppni fyrir EM og vonandi EM,“ sagði Solbakken. Klaveness greindi líka frá því að ný laun Solbakkens séu tíu milljónir norskra króna á ári, auk mögulegs bónus upp á fimm milljónir ef Noregur kemst á EM. Tíu milljónir eru 125 milljónir íslenskra króna og því meira en tíu milljónir í mánaðarlaun. „Við erum að færast inn í nýja tíma á margan hátt. Við erum að greiða laun sem eru tveggja stafa milljónatala. Það höfum við aldrei gert áður,“ sagði Karl-Petter Løken, framkvæmdastjóri NFF. Ståle Solbakken forlenger kontrakten med landslaget https://t.co/AkMeJrKqrQ— VG (@vgnett) December 11, 2025 HM 2026 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira
Solbakken og norska knattspyrnusambandið héldu saman blaðamannafund þar sem tilkynnt var að Solbakken hafi ákveðið að halda áfram sem þjálfari karlalandsliðsins „Það er ánægjulegt að fá að tilkynna að við höfum framlengt samninginn við Ståle Solbakken sem landsliðsþjálfara. Við vorum aldrei í vafa,“ sagði Lise Klaveness, forseti norska knattspyrnusambandsins, á blaðamannafundinum. „Ståle Solbakken er tvímælalaust rétti maðurinn til að leiða þessa frábæru kynslóð áfram og við erum mjög ánægð með að þú hafir þegið boðið um að leiða liðið áfram eftir HM og fram að mögulegu EM 2028,“ sagði Klaveness og beinir orðum sínum að Solbakken. Ståle Solbakken forlenger kontrakten som landslagssjef til 2028. pic.twitter.com/q0NGjiHWSD— Fotball Norge (@FotballNO) December 11, 2025 Hinn 57 ára gamli þjálfari hefur skrifað undir framlengingu á samningi sem nú gildir til og með EM 2028. Solbakken sagði um leið að það væri afar ólíklegt að hann haldi áfram lengur en það. „Ástæðan fyrir því að ég segi já er sú að NFF er á mjög góðum stað. Við erum með frábæran forseta. Við erum með leikmannahóp sem er unun að vinna með. Ég væri að ljúga ef ég segði að stuðningur þeirra hefði ekki skipt máli,“ sagði Solbakken sjálfur. Solbakken er með það á hreinu hvað hvatti hann til að halda áfram í þjálfarastólnum. „Þetta snýst um hvað mig langar mest til að gera. Við erum á leið á HM og eftir það munum við aðeins spila við bestu liðin í Þjóðadeildinni. Við höfum komist upp um deild þar og það verða frábærir leikir. Svo kemur spennandi undankeppni fyrir EM og vonandi EM,“ sagði Solbakken. Klaveness greindi líka frá því að ný laun Solbakkens séu tíu milljónir norskra króna á ári, auk mögulegs bónus upp á fimm milljónir ef Noregur kemst á EM. Tíu milljónir eru 125 milljónir íslenskra króna og því meira en tíu milljónir í mánaðarlaun. „Við erum að færast inn í nýja tíma á margan hátt. Við erum að greiða laun sem eru tveggja stafa milljónatala. Það höfum við aldrei gert áður,“ sagði Karl-Petter Løken, framkvæmdastjóri NFF. Ståle Solbakken forlenger kontrakten med landslaget https://t.co/AkMeJrKqrQ— VG (@vgnett) December 11, 2025
HM 2026 í fótbolta Norski boltinn Mest lesið Leikmanni Tindastóls var meinaður aðgangur inn í landið Körfubolti Solskjær í viðræður við United Enski boltinn Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Handbolti Tvíburasysturnar óvænt hættar Körfubolti Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - KR 106-75| Miklir yfirburðir í toppslagnum Körfubolti Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti Fleiri fréttir Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers Síðasti naglinn í kistu Nuno? Gamla konan í stuði Fílabeinsströndin flaug áfram og mætir Egyptum Logi út af í hálfleik í bikartapi Lærisveinn Heimis að finna taktinn Alsælir Alsíringar áfram eftir dramatík Solskjær í viðræður við United Norðmenn bjartsýnir á að Haaland færi þeim HM-titil Áfall fyrir City: Dias frá í allt að sex vikur Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Úrvalslið Alberts sneri baki í hann Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Skotar fá frídag vegna HM Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Sjá meira