Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2025 07:20 Arnór Ingvi Traustason er kominn með nýjan þjálfara hjá sænska félaginu Norrköping. EPA/TOLGA AKMEN Sænska Íslendingaliðið Norrköping átti mjög erfitt ár og féll á endanum niður í sænsku B-deildina. Þjálfari liðsins heldur ekki áfram en hann var ekki rekinn heldur seldur. Norrköping féll úr sænsku deildinni eftir tap í umspilsleikjum við Örgryte og spilar því ekki í efstu deild í fyrsta sinn í fimmtán ár. Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson spila báðir með Norrköping og eru með samning út næsta ár. Þeir eru komnir með nýjan þjálfara en Norrköping tilkynnti að hinn 38 ára gamli Eldar Abdulic verði nýr þjálfari liðsins. Var með samning til 2028 Martin Falk heldur ekki áfram þrátt fyrir að hafa skrifað undir þriggja ára samning við IFK Norrköping fyrir tímabilið 2025. En það varð því aðeins eitt ár hjá félaginu. Nú yfirgefur Falk félagið, eftir að liðið féll niður í Superettan. Välkommen till IFK Norrköping, Eldar! 🤝IFK Norrköping kan med glädje presentera Eldar Abdulic som ny huvudtränare för herrarna. ”Jag har mycket energi med mig och känner en stor ära över att vara tränare i IFK”, säger Eldar. Läs mer på https://t.co/F2iAbxNKwR pic.twitter.com/TKi8dNJHYI— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) December 16, 2025 „Ég vil þakka öllum sem studdu okkur þrátt fyrir ótrúlega erfitt ár. Ég óska þess svo heitt að við hefðum getað skilað betri árangri. Ég er ævinlega þakklátur fyrir skilyrðislausan stuðning ykkar,“ sagði Martin Falk á heimasíðu IFK Norrköping. Hann var þó ekki að taka pokann sinn því félagið tilkynnti að Falk hefði verið keyptur af öðru félagi. Mun tilkynna kaupin síðar í vikunni „Félagið sem kaupir hann mun tilkynna um félagaskiptin síðar í vikunni,“ skrifaði IFK Norrköping. Eldar Abdulic var síðast aðalþjálfari hjá Sandvikens IF. „Þetta er alveg frábær tilfinning. Þegar ég talaði við Henrik (Jurelius) í fyrsta skipti og hann kynnti allt saman, fékk ég þessa góðu tilfinningu í magann. Núna vil ég bara byrja,“ sagði Abdulic á heimasíðu félagsins. Henrik Jurelius, yfirmaður íþróttamála hjá IFK Norrköping, tjáir sig um ráðninguna: „Eldar býr yfir mörgum þeirra eiginleika sem við höfum leitað að og sem við teljum mikilvæga í þeirri endurræsingu sem félagið stendur frammi fyrir á komandi tímabili,“ sagði Henrik Jurelius og heldur áfram: „Við bjóðum Eldar velkominn til IFK Norrköping og hlökkum til þeirrar vegferðar sem við munum fara í ásamt allri borginni,“ sagði Jurelius. En hälsning från vår nya huvudtränare 👋Mer med Eldar Abdulic ➡️ https://t.co/mPDTBhBdwx pic.twitter.com/ki5jWbtCNt— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) December 16, 2025 Sænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira
Norrköping féll úr sænsku deildinni eftir tap í umspilsleikjum við Örgryte og spilar því ekki í efstu deild í fyrsta sinn í fimmtán ár. Arnór Ingvi Traustason og Ísak Andri Sigurgeirsson spila báðir með Norrköping og eru með samning út næsta ár. Þeir eru komnir með nýjan þjálfara en Norrköping tilkynnti að hinn 38 ára gamli Eldar Abdulic verði nýr þjálfari liðsins. Var með samning til 2028 Martin Falk heldur ekki áfram þrátt fyrir að hafa skrifað undir þriggja ára samning við IFK Norrköping fyrir tímabilið 2025. En það varð því aðeins eitt ár hjá félaginu. Nú yfirgefur Falk félagið, eftir að liðið féll niður í Superettan. Välkommen till IFK Norrköping, Eldar! 🤝IFK Norrköping kan med glädje presentera Eldar Abdulic som ny huvudtränare för herrarna. ”Jag har mycket energi med mig och känner en stor ära över att vara tränare i IFK”, säger Eldar. Läs mer på https://t.co/F2iAbxNKwR pic.twitter.com/TKi8dNJHYI— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) December 16, 2025 „Ég vil þakka öllum sem studdu okkur þrátt fyrir ótrúlega erfitt ár. Ég óska þess svo heitt að við hefðum getað skilað betri árangri. Ég er ævinlega þakklátur fyrir skilyrðislausan stuðning ykkar,“ sagði Martin Falk á heimasíðu IFK Norrköping. Hann var þó ekki að taka pokann sinn því félagið tilkynnti að Falk hefði verið keyptur af öðru félagi. Mun tilkynna kaupin síðar í vikunni „Félagið sem kaupir hann mun tilkynna um félagaskiptin síðar í vikunni,“ skrifaði IFK Norrköping. Eldar Abdulic var síðast aðalþjálfari hjá Sandvikens IF. „Þetta er alveg frábær tilfinning. Þegar ég talaði við Henrik (Jurelius) í fyrsta skipti og hann kynnti allt saman, fékk ég þessa góðu tilfinningu í magann. Núna vil ég bara byrja,“ sagði Abdulic á heimasíðu félagsins. Henrik Jurelius, yfirmaður íþróttamála hjá IFK Norrköping, tjáir sig um ráðninguna: „Eldar býr yfir mörgum þeirra eiginleika sem við höfum leitað að og sem við teljum mikilvæga í þeirri endurræsingu sem félagið stendur frammi fyrir á komandi tímabili,“ sagði Henrik Jurelius og heldur áfram: „Við bjóðum Eldar velkominn til IFK Norrköping og hlökkum til þeirrar vegferðar sem við munum fara í ásamt allri borginni,“ sagði Jurelius. En hälsning från vår nya huvudtränare 👋Mer med Eldar Abdulic ➡️ https://t.co/mPDTBhBdwx pic.twitter.com/ki5jWbtCNt— IFK Norrköping (@ifknorrkoping) December 16, 2025
Sænski boltinn Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjá meira