Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Agnar Már Másson skrifar 20. desember 2025 21:42 Stefán Ernir Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, og Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins. Samsett Mynd Stefán Ernir Valmundarson, útvarpsstjóri Sýnar, furðar sig á því að Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, hafi þegar gefið út að ekki standi til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir að lagaheimild um slíkt hafi verið boðuð. Sá fyrrnefndi skrifar skoðanagrein á Vísi þar sem hann segir rökrétt að ríkið dragi sig úr samkeppnisrekstri þar sem einkamarkaður standi vaktina af fagmennsku. Í aðgerðapakka stjórnvalda í þágu fjölmiðla felst tillaga að lagabreytingu um að fella brott kvöð um fjölda útvarpsstöðva sem Ríkissjónvarpið þarf að halda úti, það er að segja tveimur. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, sagði við Sýn í gær að ekki stæði í farvatninu að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild til þess. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, kynnti aðgerðapakkann á blaðamannafundi í gær. „Í því ljósi skýtur skökku við að Stefán Eiríksson hefur nú þegar stigið fram og sagt að ekki standi til að leggja Rás 2 niður. Var sú yfirlýsing gefin skv. umboði stjórnar?“ skrifar Stefán Ernir hjá Sýn í skoðanagrein á Vísi. Sá vill meina að það sé ekki lengur nauðsynlegt fyrirkomulag að Rás 1 sinni hefðbundnu menningarhlutverki og Rás 2 afþreyingu. „Í dag eru tækifæri ríkisins til hagræðingar veruleg; með því að selja Rás 2 eða leggja hana niður og færa menningarlegt hlutverk hennar yfir á Rás 1, mætti spara almannafé án þess að skerða þjónustu verulega.“ Hið sama eigi við um öryggishlutverk ríkismiðilsins. „Reynslan sýnir að Bylgjan hefur brugðist hraðar við en ríkismiðlarnir í neyðartilfellum, líkt og sást þegar eldgos hófst á Reykjanesi fyrir tveimur árum. Þá var Bylgjan um 20 mínútum á undan ríkismiðlum með sérstaka upplýsingagjöf til almennings.“ Vinsældirnar tali einnig sínu máli þar sem í nýjustu mælingum Gallup hafi Bylgjan mælst með 38 prósenta hlutdeild á meðan Rás 2 var með 22 prósenta hlutdeild í aldurshópnum 12 til 80 ára. Það er því rökrétt skref í átt að heilbrigðari fjölmiðlamarkaði að ríkið dragi sig út úr samkeppnisrekstri þar sem einkamarkaðurinn stendur vaktina af öryggi og fagmennsku.“ Stefán Eiríksson hjá Rúv sagði aftur á móti í gær að Rás 2 væri mikilvægur vettvangur. „Öflug útvarpsstöð, yfir fjörutíu ára gömul, sem sinnir mikilvægu menningarhlutverki hér á landi og mun gera það um ókomna tíð, geri ég ráð fyrir,“ sagði Stefán Eiríksson, sem benti einnig á að í raun væri aðeins verið að afnema skilyrði í lögum um tiltekinn fjölda útvarpsstöðva á vegum Ríkisútvarpsins. Vísir er í eigu Sýnar. Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira
Í aðgerðapakka stjórnvalda í þágu fjölmiðla felst tillaga að lagabreytingu um að fella brott kvöð um fjölda útvarpsstöðva sem Ríkissjónvarpið þarf að halda úti, það er að segja tveimur. Stefán Eiríksson, útvarpsstjóri Ríkisútvarpsins, sagði við Sýn í gær að ekki stæði í farvatninu að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild til þess. Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólamálaráðherra, kynnti aðgerðapakkann á blaðamannafundi í gær. „Í því ljósi skýtur skökku við að Stefán Eiríksson hefur nú þegar stigið fram og sagt að ekki standi til að leggja Rás 2 niður. Var sú yfirlýsing gefin skv. umboði stjórnar?“ skrifar Stefán Ernir hjá Sýn í skoðanagrein á Vísi. Sá vill meina að það sé ekki lengur nauðsynlegt fyrirkomulag að Rás 1 sinni hefðbundnu menningarhlutverki og Rás 2 afþreyingu. „Í dag eru tækifæri ríkisins til hagræðingar veruleg; með því að selja Rás 2 eða leggja hana niður og færa menningarlegt hlutverk hennar yfir á Rás 1, mætti spara almannafé án þess að skerða þjónustu verulega.“ Hið sama eigi við um öryggishlutverk ríkismiðilsins. „Reynslan sýnir að Bylgjan hefur brugðist hraðar við en ríkismiðlarnir í neyðartilfellum, líkt og sást þegar eldgos hófst á Reykjanesi fyrir tveimur árum. Þá var Bylgjan um 20 mínútum á undan ríkismiðlum með sérstaka upplýsingagjöf til almennings.“ Vinsældirnar tali einnig sínu máli þar sem í nýjustu mælingum Gallup hafi Bylgjan mælst með 38 prósenta hlutdeild á meðan Rás 2 var með 22 prósenta hlutdeild í aldurshópnum 12 til 80 ára. Það er því rökrétt skref í átt að heilbrigðari fjölmiðlamarkaði að ríkið dragi sig út úr samkeppnisrekstri þar sem einkamarkaðurinn stendur vaktina af öryggi og fagmennsku.“ Stefán Eiríksson hjá Rúv sagði aftur á móti í gær að Rás 2 væri mikilvægur vettvangur. „Öflug útvarpsstöð, yfir fjörutíu ára gömul, sem sinnir mikilvægu menningarhlutverki hér á landi og mun gera það um ókomna tíð, geri ég ráð fyrir,“ sagði Stefán Eiríksson, sem benti einnig á að í raun væri aðeins verið að afnema skilyrði í lögum um tiltekinn fjölda útvarpsstöðva á vegum Ríkisútvarpsins. Vísir er í eigu Sýnar.
Fjölmiðlar Ríkisútvarpið Sýn Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Sjá meira