Fótbolti

Kjartan byrjaði í tapi fyrir Rangers

Valur Páll Eiríksson skrifar
Kjartan Már spilaði 62 mínútur gegn Rangers í dag.
Kjartan Már spilaði 62 mínútur gegn Rangers í dag. Vísir/Getty

Kjartan Már Kjartansson og liðsfélagar hans í liði Aberdeen þurftu að þola 2-0 tap fyrir Rangers á Ibrox í Glasgow í kvöld.

Hinn 19 ára gamli Kjartan byrjaði leik kvöldsins á miðju Aberdeen en hann hefur verið að feta sín fyrstu skref eftir að hafa glímt við meiðsli framan af hausti. Hann fór til Aberdeen frá Stjörnunni síðasta sumar.

Kjartan gat þó ekki komið í veg fyrir 2-0 sigur Rangers þökk sé mörkum Emmanuel Fernandez og Nicolas Raskin. Kjartani var skipt af velli eftir 62 mínútna leik, í stöðunni 2-0.

Rangers er eftir sigurinn með 41 stig í öðru sæti deildarinnar, þremur á undan Celtic, og þremur frá toppliði Hearts. Bæði Celtic og Hearts eiga leik inni á Rangers eftir leikinn í kvöld.

Aberdeen er í áttunda sæti með 25 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×