Guðmundar- og Geirfinnsmálið: Finnst bæturnar ekki nógu háar Sakborningum í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu sem sýknaðir voru af öllum ákærum í september í fyrra hafa enn ekki borist formleg tilboð um bótagreiðslur. Innlent 10. maí 2019 20:11
Refsing milduð yfir manni sem braut gegn ungum undirmanni Þrábað um að fá að nudda á henni bakið og lagðist svo nakinn upp í rúmið. Innlent 10. maí 2019 16:50
Lögregla þurfi að upplýsa þolendur Lögreglu verður skylt að upplýsa þolanda kynferðisbrots um framgang málsins meðan á rannsókn stendur og fær réttargæslumaður að spyrja ákærða spurninga fyrir dómi. Innlent 10. maí 2019 08:30
Sektargreiðsla fyrir rán á eggjum friðaðra fugla Karlmaðurinn, sem tekinn var í Norrænu árið 2017 fyrir að hafa í fórum sínum 100 blásin fuglsegg hefur verið dæmdur til að greiða 450 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs. Innlent 10. maí 2019 08:15
Fá vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni Isavia fékk í dag vikufrest til að skila greinargerð vegna aðfararbeiðni flugvélaleigufyrirtækisins ALC þegar málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis í dag. Isavia mun krefjast þess að málinu verði vísað frá, að sögn Guðjóns Helgasonar upplýsingafulltrúa Isavia. Viðskipti innlent 9. maí 2019 18:31
Saka lögmann ALC um dylgjur í garð stjórnenda Isavia Upplýsingafulltrúi Isavia segir að Oddur Ástráðsson, lögmaður flugvélaleigusalans ALC, nýti sér fjölmiðla til að bera á borð fullyrðingar sem ekki standist skoðun. Hann fari af stað með dylgjur í garð þeirra stjórnenda sem tekið hafi erfiðar ákvarðanir fyrir hönd Isavia vegna WOW air. Viðskipti innlent 9. maí 2019 16:05
Mál Freyju Haraldsdóttur fer fyrir Hæstarétt Íslands Hæstiréttur Íslands hefur samþykkt áfrýjunarbeiðni Barnaverndarstofu í máli Freyju Haraldsdóttur fyrrverandi varaþingmanni Bjartrar framtíðar og baráttukonu fyrir réttindum fatlaðra. Innlent 8. maí 2019 18:41
Næsta rimma ALC og Isavia í dómsal á fimmtudaginn Boðað hefur verið til fyrirtöku í máli bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins ALC gegn Isavia á fimmtudaginn í Héraðsdómi Reykjaness. Viðskipti innlent 7. maí 2019 15:53
Beiðni um að Landsréttarmálið fari til yfirdeildar send MDE á allra næstu dögum Formleg beiðni íslenskra stjórnvalda um að Landsréttarmálinu verði vísað til yfirdeildar Mannréttindadómstóls Evrópu verður send til Strasbourg á allra næstu dögum. Innlent 6. maí 2019 19:45
Lögreglumaður tók við ákæru fyrir hönd síbrotamanns Íslenskur karlmaður var í desember 2016 dæmdur í sex mánaða fangelsi í héraðsdómi án þess að vita að málið væri til meðferðar hjá dómstólnum. Innlent 6. maí 2019 15:12
Aftur lagði bakarinn Ikea vegna ógreiddrar yfirvinnu Miklatorg, félagið sem á og rekur verslun Ikea í Garðabæ, hefur verið dæmt til að greiða bakara 1,7 milljónir króna í yfirvinnu. Bakarinn hafði áður lagt Ikea fyrir Héraðsdómi Reykjaness en Miklatorg áfrýjaði málinu til Landsréttar. Innlent 6. maí 2019 15:12
Dæmt í hnífstungumáli Dómur verður kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag í máli Sindra Brjánssonar sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps í miðbæ Akureyrar þann 3. nóvember síðastliðinn. Innlent 6. maí 2019 06:15
Rappari dæmdur fyrir ránstilraun í Skeifunni Tónlistarmaðurinn Kristmundur Axel Kristmundsson, sem til að mynda sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2010, var í vikunni dæmdur til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar vegna brota hans sem hann játaði fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur Innlent 5. maí 2019 19:45
Héraðssaksóknari vill lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds Héraðssaksóknari telur brýnt að lengja hámarkstíma gæsluvarðhalds. Tólf vikna hámark gæsluvarðhaldsvistunar sem kveðið er um í 4. mgr. 95. gr. laga um meðferð sakamála sé með öllu óraunhæft og eigi sér ekki hliðstæðu í löggjöf annarra Norðurlanda. Innlent 4. maí 2019 11:38
Jóhann Helgason segir ekkert óvænt í rökum mótaðilanna Að sögn Jóhanns Helgasonar kemur honum ekkert á óvart í rökum lögmanna tónlistarfyrirtækja sem eru meðal þeirra sem tónlistarmaðurinn hefur stefnt vegna meints stuldar á laginu Söknuði. Innlent 4. maí 2019 08:00
Hömlulaus og ofsafengin atlaga að bróður sem mátti sín lítils Atlaga Vals Lýðssonar að bróður sínum Ragnari var svo ofsafengin að honum hlaut að vera ljóst að langlíklegast væri að bani hlytist af henni. Innlent 3. maí 2019 14:47
Dómurinn yfir Vali Lýðssyni þyngdur úr sjö í fjórtán ára fangelsi Landsréttur dæmdi í dag Val Lýðsson í fjórtán ára fangelsi fyrir að hafa ráðið bróður sínum Ragnari Lýðssyni bana 31. mars í fyrra. Valur var dæmdur í sjö ára fangelsisdóm í Héraðsdómi Suðurlands í september síðastliðnum fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða Ragnars. Innlent 3. maí 2019 14:06
Stjórnvöld vildu ekki valda gjaldþroti WOW air Stjórnvöld vildu ekki hrinda af stað þeirri atburðarrás að WOW air færi í gjaldþrot að sögn fjármálaráðherra. Það sé slæmt ef tveggja milljarða króna krafa Isavia gagnvart WOW sé töpuð en þó beri að líta til þeirra tekna sem félagið skapaði á meðan það fékk gálgafrest hjá Isavia. Innlent 3. maí 2019 12:47
Vilhjálmur eldri segir starfi sínu lausu Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Landsréttardómari hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. september 2019. Innlent 3. maí 2019 12:03
Dregið í efa að Jóhann hafi samið Söknuð Lögmenn fyrirtækja sem Jóhann Helgason stefnir í Bandaríkjunum vegna meints stuldar á laginu Söknuði með útgáfu á laginu You Raise Me Up segja bæði lögin byggð á írska þjóðlaginu Danny Boy og boða kröfu um frávísun. Innlent 3. maí 2019 06:00
Isavia vildi frekar vera hluti af lausn WOW air heldur en valdur að gjaldþroti þess Starfandi forstjóri Isavia ræddi WOW air málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðskipti innlent 2. maí 2019 18:57
Krefst fimm ára fangelsis yfir sjötugu ömmunni á Akranesi Saksóknari í hnífsstungumáli krefst þess að sjötug kona verði dæmd í að lágmarki fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi laugardaginn 10. nóvember. Innlent 30. apríl 2019 11:27
Áfrýja dómi héraðsdóms og segja hann slæmt fordæmi Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir hafa áfrýjað þriggja mánaða dómi sem þær hlutu í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair í maí 2016 til Landsréttar. Innlent 30. apríl 2019 09:04
Braut og bramlaði og hótaði ljósmæðrum Karlmaður á yfir höfði sér þungan dóm fyrir að hafa veist að ljós- mæðrum á vakt og krafist morfíns. Jafn alvarlegt að ráðast á ljósmæður á vakt og lögreglumenn við skyldustörf. Innlent 30. apríl 2019 06:00
Sex hundruð milljónir til skiptanna Viðræður um bótafjárhæðir fara nú fram milli setts ríkislögmanns og þeirra sem sýknaðir voru í Guðmundar- og Geirfinnsmálum síðasta haust. Því fé sem stjórnvöld hyggjast verja til sáttanna verður deilt milli fólksins meðal annars eftir lengd frelsissviptingar. Innlent 30. apríl 2019 06:00
Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. Innlent 29. apríl 2019 15:35
Íslenskt gras í útrás erlendis Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur vísbendingar um að kannabisefni séu framleidd til útflutnings hér á landi. Innlent 29. apríl 2019 06:00
Gera tillögur að reglum um húsleitir á lögmannsstofum Fjórir verjendur hafa fengið stöðu sakbornings á nokkrum árum. Héraðssaksóknari segir ákærendur fara varlega gagnvart verjendum. Lögmannafélagið gerir tillögur að reglum um húsleitir á lögmannsstofum. Innlent 26. apríl 2019 06:00
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent