„Það er ekkert landris“ Rúmlega 700 skjálftar hafa mælst frá miðnætti. Sá stærsti reið yfir á áttunda tímanum í morgun, af stærðinni 3,3. Innlent 4. október 2021 11:22
Upptök skjálftanna á sömu slóðum og þyrluútsending Upptök stærstu jarðskjálftanna á Reykjanesi síðustu vikuna hafa verið á tiltölulega afmörkuðu svæði milli fjallanna Keilis og Litla-Hrúts. Skjálftar yfir tveir að stærð hafa allir átt upptök um 0,3 til 2,0 kílómetra suðsuðvestur frá Keili. Innlent 3. október 2021 11:01
Stærsti skjálfti þessarar hrinu Snarpur skjálfti fannst á suðvestanverðu landinu klukkan 15:32 í dag. Meðal annars fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu og varð hans einnig vart í Borgarnesi. Innlent 2. október 2021 15:34
Gosið legið niðri í tvær vikur Ekkert hraunflæði hefur verið úr gígnum í Geldingadölum frá 18. september síðastliðinn. Líklegt er þó að eitthvað sé kraumandi undir. Innlent 2. október 2021 13:00
Gufan á myndbandinu á þekktu jarðhitasvæði Myndband sem sýnir gufu stíga upp úr svæðinu norðan við Keili hefur vakið töluverða athygli á samfélagsmiðlum. Náttúruvásérfræðingur bendir þó á svæðið sé þekkt jarðhitasvæði og því ekki endilega óeðlilegt að gufa stígi upp úr jörðinni á svæðinu. Jarðskjálftahrinan á svæðinu mælist enn á töluverðu dýpi. Innlent 2. október 2021 08:14
Einn öflugur skjálfti í nótt og 120 minni frá miðnætti Enn skelfur jörðin í grennd við Keili og í nótt klukkan sex mínútur yfir tvö reið einn öflugur yfir. Sá mældist 3,6 stig að stærð og fannst hann vel á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 1. október 2021 06:34
Virknin liggur of djúpt til að mæla kvikuhreyfingar Ýmislegt bendir til þess að jarðskjálftar sem hafa fundist á Reykjanesi undanfarið orsakist af kvikuhreyfingum neðanjarðar. Þetta sagði Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 30. september 2021 19:50
Jarðskjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuðborginni Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga. Innlent 30. september 2021 14:29
Virðist ekki vera mikil kvika en skjálftar gætu opnað nýja farvegi Öflug jarðskjálftahrina við Keili hefur heldur sótt í sig veðrið það sem af er degi. Öflugasti skjálfti hrinunnar, að stærð 3,7, reið yfir á öðrum tímanum í nótt. GPS-mælingar gefa þó ekki til kynna að mikið magn kviku sé undir yfirborðinu. Innlent 30. september 2021 11:56
Jörð nötrar á suðvesturhorninu Snarpur jarðskjálfti varð á Reykjanesskaga, 0,9 km suðvestur af Keili og á 5,6 km dýpi, klukkan 01.52. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu og þá heyrðust einnig drunur í aðdraganda hans. Innlent 30. september 2021 02:17
Hrinan við Keili minni á aðdraganda gossins við Fagradalsfjall Skjálftahrinan við Keili er sögð minna á umbrotatímana fyrir gosið í Fagradalsfjalli. Engin virkni við Fagradalsfjall fær vísindamenn þó til að halda að kvikan gæti verið að leita til Keilis. Næstu dagar skipti miklu máli um framhaldið og vísindamönnum stendur ekki á sama. Innlent 29. september 2021 18:31
Skjálftar við Keili valda vísindamönnum hugarangri Skjálftavirkni við fjallið Keili veldur vísindamönnum hugarangri. Skjálftarnir raða sér á milli nyrsta hluta kvikugangsins við gosið í Geldingadölum og Keilis. Þá heldur land áfram að rísa í Öskju. Innlent 29. september 2021 11:52
Lengsta goshlé frá upphafi gossins í Fagradalsfjalli „Það er alls ekki búið að lýsa því yfir að gosið sé búið. Það rýkur enn gas og hiti úr gígnum, en síðustu tíu daga hefur ekki verið mikið að frétta. Hefur verið frekar tíðindalítið.“ Innlent 28. september 2021 08:46
Áhugaverðir sex mánuðir að baki Eldgosið í Geldingadölum hefur í dag staðið yfir í hálft ár og er nú það langlífasta á 21. öldinni, hefur staðið samfleytt yfir í 184 daga borið saman við fyrra met sem var í Holuhrauni en þar stóð gosið yfir í 181 dag. Innlent 19. september 2021 13:19
„Helsta áskorunin við að mynda eldgos er að fara sér ekki að voða“ „Það er svo magnað að vera við eldgos. Krafturinn í eldgosum er ótrúlegur, þetta er svo flott að upplifa þetta,“ segir ljósmyndarinn Vilhelm Gunnarsson. Lífið 19. september 2021 09:01
Gönguleið A að gosstöðvunum lokað Gönguleið A að gosstöðvunum á Fagradalsfjalli hefur verið lokað í öryggisskyni. Innlent 18. september 2021 14:30
Hraun gæti farið hratt af stað ef leiðigarðarnir halda ekki Þúsundir manna lögðu leið sína að gosstöðvunum í Geldingadölum í kjöraðstæðum í gær, enda var sjónarspilið mikið þegar rökkva tók. Björgunarsveitarmenn hafa hins vegar áhyggjur af því að hraunið fari að flæða yfir leiðigarðana en þá getur skapast mikil hætta. Innlent 18. september 2021 13:07
Mögulegt nýtt eldgos reyndist vera tunglið Næturvakt Veðurstofunnar fékk töluvert af tilkynningum í gærkvöld um að mögulegt væri annað eldgos hafið á Reykjanesskaga, nú austan við Fagradalsfjall. Innlent 17. september 2021 09:15
Orðið lengsta gos aldarinnar: „Það má bara búast við öllu“ Eldgosið í Fagradalsfjalli varð í dag langlífasta eldgos á Íslandi á 21. öldinni en gosið hefur nú staðið í 181 dag. Innlent 16. september 2021 11:54
Varð vitni að því þegar allt fór af stað: „Byrjar að flæða alveg ótrúlegt magn“ Leiðsögumaður sem var við gosstöðvarnar við Fagradalsfjall í dag varð vitni að því að þegar gífurlegt magn af hrauni braust út í miklum hraunstraumi. Svæðið var rýmt í morgun vegna hraunstraumsins en töluverður fjöldi fólks var við gosstöðvarnar í dag. Meðal annars mátti sjá ferðalanga klöngrast upp á hrauninu í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Innlent 15. september 2021 19:48
Sóttu tvo göngumenn sem gengu yfir nýja hraunið Tveir göngumenn voru sóttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á Gónhól í Geldingadölum eftir hádegið í dag. Lögregla minnir á að blátt bann er við því að ganga yfir nýtt hraun á svæðinu. Innlent 15. september 2021 15:56
Flúðu hitann frá nýja hraunstraumnum: „Þetta er á þeim hraða að þú hleypur ekkert frá þessu“ Gosstöðvunum við Fagradalsfjall hefur verið lokað vegna óvænts hraunstraums sem rennur nú á miklum hraða í Nátthaga. Gífurlegur hiti er við hraunstrauminn og hafa björgunarsveitarmenn þurft að hörfa undan honum. Innlent 15. september 2021 11:43
Rýma svæðið eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna hratt í Nátthaga Lögregla á Suðurnesjum og björgunarsveitir vinna nú að rýmingu svæðisins á gosstöðvunum í Fagradalsfjalli eftir að hraunstraumur fór óvænt að renna suður Geldingadali og í Nátthaga. Innlent 15. september 2021 11:22
Stærðarinnar skepna virtist fljúga yfir eldgosið Um stund laugardagskvöld virtist sem rauðglóandi skepna hefði flogið yfir eldgosið í Geldingadölum. Það var í það minnsta frá Perlunni en ljósið frá eldgosinu lenti þannig á reyknum að auðvelt var að sjá fljúgandi dýr. Lífið 13. september 2021 13:22
Loka leiðinni að gosstöðvunum vegna veðurs Leiðinni að gosstöðvunum við Fagradalsfjall hefur verið lokað vegna veðurs. Gul veðurviðvörun tekur gildi á stórum hluta landsins síðdegis í dag. Innlent 12. september 2021 15:19
Gosið heldur sínu striki, en gasgildi mælast há Gosvirkni í eldstöðinni í Fagradalsfjalli á Reykjanesi hélt sínu striki í gærkvöldi og í nótt eftir að hafa risið úr vikudvala í gær. Að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands, hefur virknin haldist við það sama, en þó sé erfitt að spá um hvort gosið muni fara í sama far og áður, þ.e. virkni með hléum á milli. Innlent 12. september 2021 11:05
Kvika flæðir undan gömlu hrauni í Geldingadölum Fólk fjölmennti að gosstöðvunum í dag þegar ljóst var að kvika væri farin að láta sjá sig. Mikil virkni virðist í Geldingadölum þessa stundina. Innlent 11. september 2021 17:30
Megi vænta þess að gosið komist í sama gír eftir viku hlé Eldfjallafræðingur segir líklegt að eldgosið í Geldingadölum fari að ná sér á fyrra strik eftir að hafa verið í dvala í rúma viku. Í morgun sást til glóandi kviku í gosgígnum eftir að nokkur órói mældist við eldstöðina. Innlent 11. september 2021 15:51
Hraunkvika rennur á ný í Geldingadölum Óróinn í Fagradalsfjalli fór að aukast skyndilega í morgun eftir lengstu lægð eldgossins frá upphafi þess. Flugmaður sem flaug yfir Geldingadali í morgun segist hafa verið gríðarlega spenntur þegar hann sá að farið sé að flæða úr gígnum að nýju. Innlent 11. september 2021 12:00
Enn tíðindalaust frá gosstöðvum Nóttin var tíðindalaus í eldstöðinni við Fagradalsfjall líkt og hefur verið síðustu viku. Sérfræðingur á Veðurstofu sagði í samtali við fréttastofu í morgun að ástandið væri óbreytt. Innlent 10. september 2021 09:20