Fé án hirðis Ég hef heyrt virta hagfræðinga tala um að yfirtakan á Glitni hafa verið mesta axaskaft Íslandssögunnar. Ég hef líka heyrt virta hagfræðinga segja að hún hafi engu breytt.. Fastir pennar 13. október 2008 06:45
Björgunaraðgerðir Björgunarsveitir frá Alþjóðlegu aurasálinni, Evrópusambandinu, Rússlandi, Alþjóðabankanum, Sameinuðu þjóðunum eru nú á leið til Íslands til að bjarga íslensku þjóðinni upp úr þeirri ísköldu fjárhagslegu jökulsprungu sem hún hefur komið sér í undir fararstjórn 20 til 30 manna. Bakþankar 13. október 2008 06:00
Þegar G. Pétur stal fréttunum Um daginn var ég skammaður fyrir að skrifa bara um einhver smámál, en ekki um stórmálin sem eru efst á baugi: „Heimurinn er að farast og þú ert að rausa um tittlingaskít!" Bakþankar 12. október 2008 00:01
Hverjir fá að erfa landið? Atburðarásin undanfarna daga hefur verið hraðari og stórbrotnari en nokkurn gat órað fyrir. Því miður er ekki útlit fyrir að um hægist á næstunni. Fastir pennar 12. október 2008 00:01
Hatrið er hitaeiningasnautt Einhver versta vika lýðveldistímans er nú að baki. Þótt lítil glæta virðist vera þessa dimmu daga, getum við að minnsta kosti huggað okkur við að það var fjármálakreppa sem reið yfir landið en ekki svartidauði, stórabóla eða móðuharðindi eins og forðfeður okkar þurftu að glíma við. Fastir pennar 11. október 2008 18:00
Þegar gengið réðst á mig! Ég var komin í haustlitaferð til Stokkhólms, borgar sem teygir sig yfir margar eyjur en er samt svo undarlega smá. Það sem lítur út fyrir að vera óravegur á korti reynist aðeins smáspotti fyrir fótgangandi ferðalang. Og þarna er nóg að sjá. Ég heilsaði upp á beinagrindurnar sem liggja svo brosmildar og rólegar í tíðinni á Vasa-safninu og kastaði kveðju á konuna sem hafði setið í hnipri í gröf sinni í mörg þúsund ár þegar hún loks fannst. Svo fór ég í búðarráp. Það eftirminnilegasta sem þar rak á fjörur mínar var ungur maður sem afgreiddi í gallabuxnabúð og hafði látið tattúvera á sér innanverða framhandleggina. Bakþankar 11. október 2008 04:00
Nóg komið Fall Kaupþings kom ráðherra bankamála á óvart. Það bendir til að sá örlagaatburður hafi orðið fyrir mistök eða misskilning. Þrátt fyrir augljósa og þekkta veikleika í bankakerfinu hefur orðið meiri eignabruni í landinu en ætla má að óumflýjanlegur hafi verð. Hann snertir tugi þúsunda einstaklinga. Þá snjóskriðu verður að stöðva. Það er nóg komið. Stefna stjórnvalda er augljóslega sú að koma ríkisbönkunum nýju í virka viðskiptastarfsemi á ný. Fái atvinnufyrirtækin ekki án frekari tafar nauðsynlega fyrirgreiðslu heldur skriðan áfram. Sá frestur sem menn hafa til þess að hleypa nægu súrefni út í atvinnulífið aftur hleypur ekki á dögum heldur klukkustundum. Á þá köldu staðreynd verður ekki lögð nægjanlega þung áhersla. Fastir pennar 10. október 2008 08:00
Versti seðlabankastjórinn Bandaríski hagfræðingurinn Jeffrey Sachs segir stundum söguna af fundi sínum með Viktor Gerasjenkó, þá seðlabankastjóra í Moskvu. Gerasjenkó var flokksjaxl af gamla skólanum, forhertur kommúnisti. Hann hafði aldrei haft fyrir því að kynna sér efnahagsmál eða hagfræði, en hikaði samt ekki við að taka við stjórn Seðlabanka Rússlands. Fastir pennar 9. október 2008 06:30
Ísland II Björgunaraðgerðir stjórnvalda ganga fyrst og síðast út á að sleppa því barasta að borga skuldir. Það virkar ágætlega, því verður ekki neitað. Ég hef verið að íhuga að fara að þeirra fordæmi sjálfur, skilja gróðavænlega starfsemi mína og eignir frá þessum leiðindaskuldum – og leyfa svo skuldahlutanum að fara á hausinn. Bakþankar 9. október 2008 06:00
Óskýr skilaboð Um nokkurra mánaða skeið hefur legið fyrir að í óefni stefndi á Íslandi, að fjármálakreppa væri yfirvofandi. Margir erlendir sérfræðingar um efnahagsmál höfðu bent á þetta allmiklu fyrr og nokkrir Íslendingar líka. Þessar athugasemdir hafa ekki verið teknar til greina og því jafnvel svarað til að skilningsleysi á íslenskum dugnaði og áræðni lægi að baki þeim. Fastir pennar 9. október 2008 06:00
Erfiðleikar og tækifæri Umfangsmesta lagasetning Alþingis staðfestir mestu erfiðleika sem blasað hafa við íslensku efnahagslífi. Fastir pennar 8. október 2008 18:00
Nýr dagur Með vissum hætti má segja að nýr dagur sé runninn í íslensku fjármálalífi. Þær ráðstafanir sem ákveðnar hafa verið veita tækifæri til nýrrar viðspyrnu. Á miklu veltur að tæknileg stjórnun fjármálakerfisins á næstu vikum tryggi eðlilegan gang atvinnulífsins. Um leið er nauðsynlegt að skýr hugmyndafræðileg markmið liggi til grundvallar þeirri nýju framtíð sem þjóðin gengur nú til móts við. Fastir pennar 8. október 2008 06:00
Hamstur Ef ætlunin er að fá brjóstsviða, vöðvabólgu eða viðvarandi hárlos er upplagt um þessar mundir að æfa hamstur. Öll skilyrði eru enn hagstæð til að verða lunkinn í þeirri vanræktu íþróttagrein svo nú er um að gera að munda innkaupakörfuna rösklega. Ýmislegt getur komið sér vel í kreppunni. Til dæmis verður hægt að hrósa sigri yfir að luma enn á krukku af fetaosti daginn sem Mjólkursamsalan leggur upp laupana og allir aðrir verða búnir að gleyma þeirri munaðarvöru. Eða súpa hlakkandi á síðasta espressóinum á meðan hinir óforsjálu horfa hnípnir og kaffilausir í gaupnir sér. Bakþankar 8. október 2008 05:00
Eldflaug og eldfjall Kannske kemur það einhverjum á óvart sem ekki er innvígður í leyndardóma menningarlífsins í París, en fyrir skömmu tók vikuritið „Le Nouvel Observateur“ að sér að auglýsa á netinu útvarpsþátt, þar sem heimspekingar, rithöfundar og blaðamenn áttu að upplýsa hlustendur um hinn glæsta persónuleika Jean Daniels, sem er einmitt einn af stofnendum og ritstjóri þess hins sama vikurits. Og beðið var um viðbrögð lesenda. Fastir pennar 8. október 2008 03:00
Hrun kallar á nýja sköpun Það er ekki fallegt útsýnið út um glugga bloggheima inn í þjóðarsálina þessa dagana. Ef eitthvað er að marka stemninguna má búast við fólki með heykvíslar við dyr Seðlabankans, Alþingis, bankanna, og ekki síst útrásarvíkinganna svokölluðu, sem fyrir svo stuttu voru í svo miklum metum meðal þjóðarinnar. Fastir pennar 7. október 2008 08:00
Bakgrunnur kreppunnar Enginn vafi er á því að nú geisar alþjóðleg fjármálakreppa. Hún á upptök sín í Bandaríkjunum en angar hennar teygja sig um öll lönd með misalvarlegum afleiðingum. Í Evrópu hefur hún þegar haft í för með sér þjóðnýtingu nokkra banka, þ. á m. Glitnis hérna á Íslandi, og alls staðar hafa ríkisstjórnir gripið til ráðstafana til að tryggja stöðugleika fjármálakerfis. Þetta er þvert á þá afskiptaleysisstefnu sem hefur verið borið af málsvörum hins frjálsa markaðar og hefur því eðlilega vakið upp umræðu hvort kapítalisminn sé í kreppu og þó sérstaklega það afbrigði hans sem hefur verið allsráðandi í Bandaríkjununum undanfarin 20 ár. Fastir pennar 7. október 2008 05:00
Gera þarf betur Íslendingar voru nú um helgina minntir með óþægilegum hætti á ókostina sem fylgja því að búa á úthafseyju er forsvarsmaður eins olíufélagsins greindi frá því að vegna gjaldeyrisskorts í viðskiptabönkunum væri erfitt að fá keypt eldsneyti til landsins og olíufélögin hefðu aðeins 30-40 daga birgðir. Fastir pennar 6. október 2008 07:00
Gegnum dimman kynjaskóg Þegar þetta er skrifað upp úr hádegi á sunnudegi fer vaxandi sú nagandi tilfinning að beðið sé eftir Godot. Algjört ráðleysið endurspeglast í Pétri Blöndal að tala um það í Silfrinu að selja Þjórsá... Fastir pennar 6. október 2008 07:00
Ekki lesa þetta! Krepputal! Eins og allir vita sem fylgjast með fréttatilkynningum frá landlæknisembættinu og heilsuverndarstofnunum getur sannleikurinn valdið bæði kvíða og áhyggjum, einkum meðal sauðsvarts almúgans. Bakþankar 6. október 2008 06:00
Alvara lífsins Fjárlagafrumvarpið hefur verið lagt fram í skugga mestu umbrota í íslensku fjármálalífi. Einn af stærstu bönkum landsins hefur verið þjóðnýttur. Erlendar eignir annars seldar. Um leið hefur gengi krónunnar fallið enn dýpra niður. Fastir pennar 3. október 2008 07:00
Gjörið svo vel Hingað til hefur verið um það þegjandi sátt að Seðlabanki Íslands sé hinn pólitíski súr sem fullnýttir stjórnmálamenn eru lagðir í og geymdir aftast í búrinu. Nú hefur hins vegar einn sláturkeppurinn í troginu talið sér trú um að hann sé jafn ferskur og meyr lund af nýslátruðu ungnauti, ýtt norska hamborgarhryggnum til hliðar og sett sjálfan sig efst á matseðil íslenskra stjórnmála. Bakþankar 3. október 2008 06:30
Kreppa og króna Þegar heimskreppan barst hingað um 1930, urðu ummæli Ásgeirs Ásgeirssonar, síðar forseta Íslands, fræg: „Kreppan er eins og vindurinn. Enginn veit, hvaðan hún kemur eða hvert hún fer." Fastir pennar 3. október 2008 06:00
Breytt hlutverk ríkisvaldsins? Tónninn hefur breyst verulega þegar talað er um samskipti ríkisvaldsins og fjármálalífsins. Ekki fyrir svo löngu voru háværustu raddirnar þær að ríkisvaldið ætti að láta fjármálaheiminn sem mest í friði, markaðurinn myndi sjá um sig sjálfur ef ríkið léti sér nægja að leggja upp með grunnleikreglurnar, sem ættu að vera sem fæstar og einfaldastar. Nú er, með réttu, kallað á götum úti; hvar er ríkisstjórnin og hvað er hún að gera? Fastir pennar 2. október 2008 07:30
Skyndibiti í skjóli nætur Hér sit ég við tölvuna mína á Grand Hotel í Ósló. Hingað kom Henrik Ibsen tvisvar á dag ár eftir ár, hálfa aðra klukkustund hvoru sinni, til að matast og lesa blöðin, oftast með pípuhatt á höfðinu. Fastir pennar 2. október 2008 07:00
Árangursríkt grasrótarstarf Krabbameinsfélagið helgar í ár, eins og undanfarin ár, októbermánuð árveknisátaki gegn brjóstakrabbameini. Um leið og vakin er athygli á hópleit Krabbameinsfélagsins að brjóstakrabbameini og konur hvattar til að nýta sér hana er bleika slaufan seld til ágóða fyrir tækjakaupum Krabbameinsfélagsins. Fastir pennar 1. október 2008 08:45
Góði pabbi, vondi pabbi Vökustaurar forfeðranna hafa nú loks endurheimt hlutverk sitt síðustu örlaganætur. Ósofnir og veðraðir víkingarnir hafa snúið aftur til að færa okkur almúganum þau tíðindi að skildirnir séu brotnir, axirnar hauslausar og útrásin hafi breyst í innrás. Bakþankar 1. október 2008 06:30
Stóra systir Vofa gengur nú ljósum logum um París og reyndar um allt Frakkland og gegnir nafninu „Edvige". Kannske gæti maður ætlað að þetta sé lítil og nett Skotta, því Edvige er að vísu fallegt stúlkunafn, og er því eins vel hægt að ímynda sér hana á gangi um borgarstrætin klædda eftir hausttískunni með eyrnalokka og dökkmáluð hvarmahár, dragandi að sér augnagotur táldráttarmanna meðan laufblöðin falla fölnuð af trjánum. Fastir pennar 1. október 2008 06:00
Voru aðrar leiðir færar en þjóðnýting? Hlutverk seðlabanka er meðal annars að tryggja virkni fjármálakerfisins og vera bankastofnunum lánveitandi til þrautavara. Fyrir helgi komst Glitnir í vandræði með fjármögnun og leitaði á náðir Seðlabankans um skammtímafjármögnun. Á sunnudagskvöld voru ráðin tekin af stjórn bankans og hann þjóðnýttur. Fastir pennar 1. október 2008 00:01
Af malbiki á malarveg Það er ekki án tilefnis sem efnahagsmál eru mál málanna nú um stundir, bæði hér heima og erlendis. Eftir blússandi ferð í eðalvagni á hraðbrautum heimsins komum við að hraðahindrun sem við áttum hreint ekki von á. Fastir pennar 30. september 2008 07:00