Fréttir af flugi

Fréttir af flugi

Allt það helsta sem viðkemur flugi.

Fréttamynd

Erfiðasti kaflinn að baki

Spitfire-vélin sem flýgur umhverfis jörðina lenti í Reykjavík í gær. Veður hefur leikið flugmennina grátt en vélin stendur fyrir sínu. Þeir skiptu byssunum út fyrir eldsneytistanka sem þrefaldaði flugdrægið.

Innlent
Fréttamynd

Rúmur hálfur milljarður gæti glatast

Verði ekki flogið til Akureyrar í vetur gætu fyrirtæki á svæðinu tapað rúmum hálfum milljarði króna. Helmingur flugsætanna var seldur og reiknað er með að níu þúsund gistinætur glatist á tveimur mánuðum. "Mikið högg,“ segir formaður bæjarráðs Akureyrar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hundruð eyjaskeggja komast ekki til Íslands

Hundruð íbúa á Ermarsundseyjum, sem áttu bókaðar ferðir til Íslands frá Jersey, sitja eftir með sárt ennið eftir að breska ferðaskrifstofan Super Break, sem bauð upp á beint flug milli Bretlands og Akureyrar, hætti rekstri.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Áhættuálag gæti lagst á ný flugfélög

Ný íslensk flugfélög gætu horft fram á verri kjör hjá erlendum leigusölum vegna kyrrsetningar Isavia á Airbus-vél bandaríska félagsins ALC. Kyrrsetningin hafði neikvæð áhrif á Ísland sem flugrekstrarland að mati leigusalanna sem meta áhættu í starfsumhverfi flugfélaga þegar þeir ákvarða leigukjör.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tvíeggjað sverð

Oft er sagt að einn maður hafi bjargað Íslendingum úr hruninu og að það hafi verið ferðamaðurinn. Sviptingar á markaði undanfarið valda áhyggjum. Fall WOW air réði þar mestu.

Skoðun
Fréttamynd

Spitfire-orustuflugvélin sneri við vegna veðurs

Breska Spitfire-orustuvélin, sem væntanleg var til Reykjavíkur í dag, sneri við í morgun, ásamt fylgdarvél sinni, eftir að vélarnar voru búnar að vera um hálftíma á lofti frá Skotlandi á leið sinni til Íslands um Færeyjar.

Innlent
Fréttamynd

Verkfallsaðgerðum á Heathrow frestað

Verkfalli starfsmanna Heathrow flugvallar í Lundúnum sem átti að hefjast á morgun hefur verið frestað. Um 2500 starfsmenn vallarins höfðu samþykkt að leggja niður störf á morgun og þriðjudag til að knýja fram launahækkun.

Erlent
Fréttamynd

Féll úr flugvél

Hin nítján ára gamla Alana Cutland, frá Milton Keynes í Bretlandi, lést eftir að hún féll úr flugvél á leið frá Madagaskar í vikunni.

Erlent
Fréttamynd

Icelandair tapaði 4,2 milljörðum á öðrum ársfjórðungi

Flugfélagið Icelandair tapaði 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í kvöld. Tap félagsins eftir skatta og fjármagnsliði er 2,9 milljarðar. Forstjóri Icelandair Group segir kyrrsetningu MAX-vélanna hafa haft gríðarleg áhrif á afkomu og rekstur félagsins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Höfum kannski verið flink í að koma áföllum yfir á útlendinga“

Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur horfur í efnahagslífinu á þessu ári nokkru betri en greiningar- og fjármálastofnanir hér á landi. Þá hafi fall WOW air ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir. Prófessor í hagfræði segir að matsfyrirtækið spái miklu frekar stöðnun í efnahagslífinu en niðursveiflu. Einnig sé gert ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári.

Innlent