Veisla fyrir augu og eyru Það kom mér ekkert á óvart að áhorfendur voru með símann á lofti þegar maður gekk inn í stóra salinn í Borgarleikhúsinu á laugardaginn. Sviðsmyndin sem tekur á móti manni er glæsileg og lýsingin í salnum færir mann strax inn í heim Moulin Rouge. Svo hefst veislan og frá fyrstu mínútu er manni ljóst að hér er ekki um „hefðbundinn“ íslenskan söngleik að ræða. Þetta er sýning sem „hækkar rána“ ef maður grípur til líkingamáls úr íþróttaheiminum, vettvangur fyrir fjöldann allan af listamönnum að sýna sig og sanna. Hvert íslenskt leikhús heldur héðan er svo önnur og stærri spurning. Gagnrýni 1.10.2025 07:00
Ekki er allt gull sem glóir Þetta er gjöf er einleikur eftir Kolbrúnu Björt Sigfúsdóttir sem var frumsýndur í Skotlandi í sumar en er nú settur upp í Þjóðleikhúsinu þar sem verkið er þýtt og staðfært. Leikritið er nútímaútgáfa af grísku goðsögninni um Mídas konung – sagt frá sjónarhóli dóttur hans. Þrátt fyrir faglega umgjörð nær sýningin þó aldrei flugi og liggur sökin í leiktextanum sjálfum. Sagan er ruglingsleg, persónur næfurþunnar og samfélagslega ádeilan misheppnuð. Gagnrýni 30.9.2025 07:00
Þeir fátæku borga brúsann Það er engin sæla að vera fátækur, sérstaklega ef þú býrð í gömlu hermannablokkunum í Ásbrú. Það er hlutskipti Ífigeníu (eða Ífí eins og hún er kölluð). Ífi eyðir vikunni annaðhvort í þynnku eða að gera sig tilbúna á galeiðuna – sem í hennar tilviki eru lókal skemmtistaðir í Reykjanesbæ. Ég efast um að mörg leikrit hafi verið skrifuð um veruleika fólks í Sandgerði og Innri–Njarðvík. Kannski kominn tími til, því Ífigenía í Ásbrú er ein áhugaverðasta sýningin í íslensku leikhúsi í dag. Ég missti því miður af henni á síðasta leikvetri þegar hún gekk fyrir fullu húsi í Tjarnarbíó en skellti mér á hana í Borgarleikhúsinu nú um helgina þar sem hún verður sýnd næstu misserin. Gagnrýni 26.9.2025 07:02
Þú heyrðir rétt: klassík getur verið skemmtileg Á miðöldum sungu munkar gregóríska söngva með svo löngum frösum að það minnti helst á keppni í köfun: hver gæti haldið niðri í sér andanum lengst? Ef einhver datt niður úr súrefnisskorti var það talið píslardauði í þágu kirkjunnar. Gagnrýni 1. september 2025 07:00
Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Á tónleikum Smashing Pumpkins í Laugardalshöllinni á þriðjudagskvöldið hitaði Elín Hall upp fyrir hljómsveitina goðsagnakenndu. Hún átti góð augnablik en slæma stundarfjórðunga – eins og sagt var um Wagner einu sinni. Gagnrýni 29. ágúst 2025 07:00
Kynferðisleg gremja, sænskur senuþjófur og náttúruklám Fólk verður ástfangið, skapar fjölskyldu og eignast þrjú börn. Síðan hættir það að verða ástfangið og skilur. En hvað gerist svo? Lífið gengur sinn vanagang, börnin halda áfram að vaxa og þeir fullorðnu verða að venjast nýjum raunveruleika. Gagnrýni 21. ágúst 2025 07:02
Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Tvær framhaldsmyndir sígildra gamanmynda komu út fyrir skömmu. Önnur er ófrumleg endurnýting á gömlu efni meðan hin er ferskt framhald sem bryddar upp á nýjungum um leið og hún heiðrar forvera sína. Gagnrýni 11. ágúst 2025 07:01
Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Fyrstu skref hinna fjögurra fræknu fjallar um tilvonandi foreldra sem þurfa að takast á við afl sem ógnar jörðinni. Myndin er sú best útlítandi frá Marvel í áraraðir og býr yfir sterkum leikhópi en skilur lítið eftir sig vegna vanþróaðra persóna. Gagnrýni 5. ágúst 2025 07:31
Vók Ofurmenni slaufað Ofurmennið Kal-El er snúinn aftur og hefur sjaldan verið jafn teiknimyndasögulegur og skrípó. Samt þarf hann að glíma við slaufun, auðjöfur sem kaupir sér umræðuna og þjóð sem hernemur nágrannaríki. Myndin er út um allt en samt með hjartað á réttum stað. Gagnrýni 25. júlí 2025 07:01
Gamli er (ekki) alveg með'etta Þegar best lætur líður manni eins og maður þeysist eftir brautinni á formúlubíl með öllum þeim hraða, hávæða og spennu sem því fylgir. Þegar farið er af brautinni líður manni eins maður sé að horfa á illa leikna auglýsingu með ómerkilegum persónum og klisjukenndu handriti. Gagnrýni 11. júlí 2025 08:32
Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Bretland hefur lokast af frá meginlandi Evrópu. Flestallir hafa sýkst af ofstopafullri reiði en restin hefur lokað sig inni og þjáist af alvarlegri fortíðarþrá. Nei, ég er ekki að tala um Brexit-hrjáð Bretland nútímans heldur nýjustu mynd Danny Boyle þar sem 28 ár eru liðin frá því vírus breytti Bretum í óða uppvakninga og lagði landið í rúst. Gagnrýni 5. júlí 2025 08:33
Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Mig hálflangaði til að koma í náttslopp á tónleika Noruh Jones á miðvikudagskvöldið í Eldborg í Hörpu. Jones, eða Nóra eins og ég ætla að kalla hana hér, er drottning hins svokallaða djasspopp-svefnherbergis. Það er tónlist sem notalegt er að hlusta á eftir annasaman dag, þegar maður þráir ekkert heitar en að slaka á í inniskóm með kanínueyru, lavenderte við hendina og sjal kyrfilega vafið um sig. Enda hefur platan Come Away With Me verið skráð sem svefnlyf í mörgum löndum. Gagnrýni 4. júlí 2025 07:02
Neistalaus trekantur leiðinlega fólksins Materialists er rómantísk gamanmynd sem fjallar um ástarþríhyrning hjónabandsmiðlara, ríks fjárfestis og fátæks leikara. Myndina skortir þó tvennt: gamanið og rómantíkina. Eftir stendur mynd um grunnhyggið, óspennandi og leiðinlegt fólk. Gagnrýni 25. júní 2025 07:01
Er Stalín listgagnrýnandi í Hörpu núna? Ég fann hálfpartinn vodkalyktina á tónleikunum. Gagnrýni 18. júní 2025 07:00
Wardruna í vanda – þegar dulúðin náði ekki flugi Ég mætti spenntur í Eldborg til að heyra norsku þjóðlagasveitina Wardruna. Plötur þeirra hafa haft á mig svipuð áhrif og að drekka sveppate í langri sánadvöl – andlegt ferðalag með fornum hljómi og seiðandi skáldskap. En í þetta sinn stóðu tónleikarnir ekki undir væntingum. Tónlistin var vissulega skemmtileg, en það vantaði meiri töfra, meiri dýpt – og ef ég á að segja eins og er, betri söng. Gagnrýni 11. júní 2025 07:02
Tom Cruise hrasar á síðasta snúning Síðasta ómögulega verkefnið líður fyrir látlaus endurlit til fyrri mynda, þvældan þráð og leikstjóra sem treystir ekki áhorfendum. Súperstjarnan Tom Cruise og magnaður seinni helmingur með bestu áhættuatriðum seríunnar bjargar myndinni. Gagnrýni 6. júní 2025 06:48
Messan sem var ekki tímamótaverk – en mig langaði samt til að gráta Ég held mikið upp á sálminn Hærra, minn Guð, til þín. Hann er sunginn í flestum eða öllum jarðarförum á Íslandi. Erfitt er þó að finna almennilegan flutning á YouTube. Þar er sálmurinn yfirleitt skrumskældur með gospeltilburðum. Oftar en ekki er einsöngvari sem syngur með alls konar krúsídúllum í anda Beyonce. Ef kórinn kemur til með að syngja í slíkum stíl í minni eigin jarðarför, þá verð ég mjög reiður. Gagnrýni 4. júní 2025 07:02
KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Ef íslenska þjóðarsálin væri maður, væri hún líklega gamall sjóari sem syngur tregafull ástarljóð í reykfylltu sjoppukaffi, með bletti á peysu og gleymdar vonir í augunum. Við elskum að finna til og KK hefur veitt þessari hneigð raddbönd og sex strengi. Gagnrýni 28. maí 2025 07:00
Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Það er eitthvað skrýtið við íslenska kórmenningu. Kannski er það hve kórtónleikar eru gamaldags - a.m.k. fyrir yngri kynslóðina - kannski endalausi tenóraskorturinn, eða kannski sú staðreynd að hér hefur þróast sérkennilegur menningarheimur þar sem fólk mætir í náttfötum úr Joe Boxer til að syngja með útöndun eins og gamalt gufuskip. Meira um það hér rétt á eftir. Gagnrýni 19. maí 2025 07:00
Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Páfinn er dáinn! Kardínálar ferðast til Rómar þar sem þeir eru læstir inni í Sixtínsku kapellunni til að kjósa nýjan leiðtoga kaþólsku kirkjunnar. Kardínálarnir eru breyskir eins og aðrir menn, syndga, slúðra og láta kappið jafnvel bera fegurðina ofurliði. Gagnrýni 6. maí 2025 07:00
Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Það er til ákveðin tegund af íslenskum karlmanni sem fær kökk í hálsinn við fyrstu línuna í Heaven eftir Bryan Adams og segir þá: „Æ, þetta lag var alltaf í bílnum hjá mömmu.“ Og svo byrjar hann að hugsa um hvað hefði orðið úr honum ef hann hefði farið í nám í stað þess að byrja bara í bílaviðgerðum með Gumma frænda. Gagnrýni 24. apríl 2025 09:01
Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Það er eitthvað sérstakt við óperusöngvara. Þeir eru ekki bara listamenn – þeir eru hávaðamenn með diplómu. Þeir mæta inn í herbergi og það fyllist af nærveru, ilmvatni og örlitlum hroka sem festist í loftinu eins og þykkur rjómi. Gagnrýni 5. apríl 2025 07:03
Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Leikin endurgerð Mjallhvítar skortir allt sem gerði teiknimyndina að meistaraverki. Fallegur ævintýraheimur, grípandi lög og húmor eru hvergi sjáanleg. Búið er að vinda alla sál úr sögunni og eftir stendur áferðarljót gervileg eftirlíking. Gagnrýni 4. apríl 2025 07:11
Rislítil ástarsaga Sýningin Fjallabak byggir á hinni stórkostlegu bíómynd Brokeback Mountain sem sló í gegn árið 2005 með stórleikurunum Heath Ledger og Jake Gyllenhaal í aðalhlutverkum. Myndin tapaði í baráttunni um Óskarinn fyrir myndinni Crash (sem er flestum gleymd) en Brokeback Mountain hefur lifað áfram bæði sem ópera (já, sem ópera) og nú sem leiksýning. Gagnrýni 3. apríl 2025 07:12