

Gagnrýni
Gagnrýni á kvikmyndum, bókmenntum, tónlist, leikhúsverkum og fleiru.

Búin að stilla og salurinn bíður
Ljúf og skemmtileg lesning og fín fyrsta skáldsaga höfundar sem lesendur ættu ekki að láta fram hjá sér fara.

Dauðleikinn, eilífðin og allt þar um kring
Glæsilegur endir þríleiksins sem hófst með Augu þín sáu mig. Margradda og yfirgripsmikil saga sem ber öll aðalsmerki höfundar síns.

Örlítið minni diskant, takk
Æsilegur aksjónþriller með ótrúlegri atburðarás en dauflega dregnum persónum og yfirdrifnu plotti.

Hver ræður raunveruleikanum?
Kompa er falleg bók, súrrealísk á köflum, skemmtilega hversdagsleg á öðrum, sannarlega virði þeirra stunda sem fara í að lesa hana.

Mannleg geimverusaga með ferskan vinkil
Það vantar meiri dýpt í innihaldið en Arrival er þrátt fyrir það nokkuð einstök geimverusaga. Vandað, vel leikið drama sem daðrar við stórar hugmyndir.

Upp í hæstu hæðir
Algerlega framúrskarandi tónleikar með einstökum sellóleikara og yfirburða hljómsveitarstjórn.

Eitthvað nýstárlegt, eftirtektarvert og kímið
Besta sýning Kriðpleirshópsins til þessa.


Hvað ef og hefði
Skemmtilegir, en helst til missterkir, þættir Þórarins reynast góð lesning.

Flóvent og Thorson snúa aftur
Prýðileg glæpasaga og skemmtileg sagnfræði en nær ekki sama flugi og bestu bækur höfundar.

Öllu ægði saman
Góð verk, en ekkert passaði saman á illa ígrundaðri dagskránni.

Brothætt Björk sýndi allar sínar bestu hliðar
Björk Guðmundsdóttir kom fram á tónleikum í Eldborg í Hörpu í gær á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves.

Kominn heim
Skemmtileg og vel skrifuð skáldsaga, fyndin en með tregablöndnum undirtóni.

Áhugavert samtal við umhverfið
Áhugaverð sýning sem nær að vekja upp spurningar um samband okkar við umhverfið á uppbyggilegan hátt.

Sá sem ég sé er ekki ég
Vel skrifuð og spennandi saga sem líður fyrir losaralega skilgreiningu á eðli þess að vera transkona.

Kraftaverkin í Hallgrímskirkju
Líflegir afmælistónleikar þar sem nánast allt var fullkomið.

Brestir í blokkarlífinu
Leikhópur og listafólk sem á að gera og getur gert betur.

Syndir sonanna
Afspyrnu vel stíluð saga sem líður fyrir slappa persónusköpun og alltof kunnuglega sögu.

Þögnin rofin, hurðir opnaðar upp á gátt
Misjöfn sýning um gríðarlega mikilvægt málefni.

Magnaður Évgení Ónegín slær í gegn
Ein besta uppfærsla Íslensku óperunnar í langan tíma.


Hinn karllægi kvíði
Allt of lágstemmd sviðsetning fyrir brotakennt og óspennandi handrit.

Beethoven hljómaði nýr
Flottar nýlegar tónsmíðar og Eroica Beethovens var dásamleg.

Breiðhyltsk dystopia
Um margt áhugaverð framtíðarsaga en ekki nógu vel unnið úr safaríkum efnivið.

Ljúft ferðalag um undraveröld Brúðuheima
Hugljúf og sérlega fallega hönnuð saga um vináttu.

Hógvær friðarhugsun
Eftirtektarverð sýning með jákvæðan boðskap en það vantaði upp á frumkraftinn.

Úlfar í listrænum ham
Þó nokkur bráðfyndin atriði bjarga ekki gölluðu handriti.

Einlæg og umræðuverð heilaskoðun
Vel unnin, jákvæð og á tíðum áhrifarík heimildarmynd en samantektin er endurtekningasöm og helst til klúðursleg.

Sjónræn textaveisla í Listasafni Íslands
Frísk og mettandi sýning með mörgum vel þekktum íslenskum og alþjóðlegum listamönnum sem vert er að skoða.

Tónleikagestir sungu með
Framúrskarandi tónleikar; skemmtileg dagskrá og mögnuð spilamennska.