Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

Ragnhildur með sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur tryggði sér sinn fyrsta sigur á Eimskipsmótaröðinni þegar hún stóð uppi sem sigurvegari á Egils Gullmótinu. Mótið fór fram á Hólmsvelli í Leiru hjá Golfklúbbi Suðurnesja.

Golf
Fréttamynd

Aron Snær og Ragnhildur leiða fyrir lokahringinn

Aron Snær Júlíusson, GKG, og Ragnhildur Kristinsdóttir, GR; eru efst í karla- og kvennaflokki eftir fyrstu tvær umferðirnar í fyrsta móti tímabilsins á Eimskiptsmótaröðinni sem ber nafnið Egils Gull mótið.

Golf
Fréttamynd

Þórður Rafn setti vallarmet á Hlíðavelli

Sigraði á fyrsta móti íslenska PGA sambandsins í sumar með því að spila á 66 höggum eða sex undir pari. Mun spila mikið erlendis í sumar og meðal annars reyna að komast inn á Opna breska meistaramótið.

Golf
Fréttamynd

Stelpur fá fría golfkennslu á mánudaginn

Golfsamband Íslands vinnur markvisst af því að auka áhuga ungra kvenna á golfíþróttinni og verkefnið Stelpugolf er liður í því en það fer nú fram annað árið í röð.

Golf
Fréttamynd

Tvö stór mót í golfheiminum um helgina

Rory McIlroy snýr til baka á Evrópumótaröðina þar sem BMW PGA meistaramótið fer fram á Wentworth vellinum. Á meðan reynir Adam Scott að verja titilinn á Crowne Plaza Invitational sem fram fer í Texas.

Golf
Fréttamynd

Spennandi toppbarátta fyrir lokahringinn á Players

Bandaríkjamaðurinn Chris Kirk leiðir á tíu höggum undir pari en 30 kylfingar eru á innan við fimm höggum frá efsta sætinu fyrir lokahringinn á TPC Sawgrass. Sergio Garcia og Rory McIlroy eru þar á meðal en Tiger Woods spilaði sig út úr mótinu á þriðja hring í gær.

Golf
Fréttamynd

Jerry Kelly og Kevin Na leiða eftir 36 holur á TPC Sawgrass

Eru á átta höggum undir pari eftir hringina tvo en margir af bestu kylfingum heims eru ekki langt undan þegar Players meistaramótið er hálfnað. Tiger Woods fékk fugl á lokaholunni í gær til þess að ná niðurskurðinum en Jordan Spieth og Phil Mickelson eru úr leik.

Golf
Fréttamynd

Birgir Leifur í 8. til 15. sæti

Birgir Leifur Hafþórsson lék á 71 höggi eða högg undir pari á lokahringnum á NorthSide Charity Challenge sem fram fór á Lyngbygaard golfvellinum í Danmörku. Íslandsmeistarinn úr GKG lék hringina þrjá á -2 samtals (68-75-71) og endaði hann í 8. til 15. sæti.

Golf
Fréttamynd

Glæpsamlega gott golfmót á Spáni

Þúsundir íslenskra golfara fara utan á ári hverju til að spila golf. Costa Blanca Open golfmótið var haldið nýlega á fjórum völlum á Alicante-svæðinu.

Golf
Fréttamynd

Jöfn toppbarátta eftir fyrsta hring á Players

Þrír leiða á fimm höggum undir pari en allir bestu kylfingar heims eru meðal þátttakenda á TPC Sawgrass. Rory McIlroy fór vel af stað en Tiger Woods lét lítið að sér kveða á fyrsta hring.

Golf
Fréttamynd

Spieth úr leik en McIlroy enn í baráttunni

16 kylfingar eru eftir á TPC Harding Park vellinum en mörg stór nöfn duttu úr leik í gær. Miguel Angel Jimenez stal þó sviðsljósinu en hann hnakkreifst við kylfusvein mótspilara síns í beinni sjónvarpsútsendingu.

Golf
Fréttamynd

McIlroy og Spieth fara vel af stað á heimsmótinu

64 bestu kylfingar heims eru samankomnir í Kaliforníu þar sem Cadillac meistaramótið, veglegasta holukeppnismót ársins, fer fram. Nokkur óvænt úrslit voru í fyrstu umferð en golfáhugamenn ættu að fá mikið fyrir sinn snúð yfir helgina.

Golf