Mayfair með forystu í Colorado Bandaríkjamaðurinn Billy Mayfair hefur forystu á Internacional-mótinu í golfi í Castle Rock í Colorado. Keppt er eftir Stableford-fyrirkomulaginu en þetta er eina mótið í PGA-röðinni sem það er gert. Billy Maifair er með 15 punkta og annar er Brand Jobe með 13 punkta. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn annað kvöld. Sport 6. ágúst 2005 00:01
Ólöf meðal efstu kvenna í Svíþjóð Ólöf María Jónsdóttir er í 9.-12. sæti á Opna norræna mótinu í golfi í Barsebäck í Svíþjóð. Hún lék sjö fyrstu holurnar í morgun á einu yfir pari og er samtals á þremur yfir pari. Suzann Petterson Noregi og Gladys Nocera Frakklandi hafa forystu, eru á tveimur undir pari. Sport 6. ágúst 2005 00:01
Móti enn frestað vegna rigningar Fresta varð keppni í gær á Internacional-mótinu í golfi í Castle Rock í Colorado vegna ausandi rigningar. Enn eina ferðina gripu veðurguðirnir í taumana en þetta er tuttugasta árið í röð sem ekki er hægt að hefja keppni á þessu móti á réttum tíma. Sport 5. ágúst 2005 00:01
Ólöf María á einu undir Ólöf María Jónsdóttir úr Keili lék vel á fyrsta degi Evrópumótsins á Barsebake-vellinum við Malmö í dag en hún var á einu höggi undir pari á 71 höggi. Annika Sörenstam, sem er gestgjafi mótsins, var tveimur höggum undir pari eftir 15 holur. Sport 4. ágúst 2005 00:01
88 ára á 88 höggum 88 ára gamall Íslendingur, Stefán Þorleifsson, náði þeim ótrúlega árangri um síðustu helgi að leika 18 holu golfhring á jafnmörgum höggum og árin hans, eða 88 höggum. Afar fáheyrt er að maður á þessum aldri leiki golf svo vel eins og Stefán sem afrekaði þetta á golfmóti Golfklúbbs Norðfirðinga. Sport 4. ágúst 2005 00:01
Unglingar valdir í golflandsliðið Staffan Johansson, landsliðsþjálfari Íslands í golfi hefur valið fjóra kylfinga til að keppa á Evrópumóti karla sem fram fer í Belgíu dagana 17. - 20. ágúst n.k. Keppt verður á Antwerpen "Rinkven" golfvellinum. Íslensku keppendurnir eru Heiðar Davíð Bragason GKJ, Kristján Þór Einarsson GKJ, Magnús Lárusson GKJ og Ólafur B. Loftsson NK. Sport 3. ágúst 2005 00:01
Magnús Lárusson vann Einvígið Magnús Lárusson úr golfklúbbnum Kili sigraði í Einvíginu á Nesvelli annað árið í röð í gær þar sem tíu bestu kylfingar landssins öttu kappi í árlegu góðgerðarmóti. Magnús vann félaga sinn Sigurpál Geir Sveinsson úr Kili á síðustu holu. Íslandsmeistarinn , Heiðar Davíð Bragason , sem einnig er úr Kili féll úr leik á holunni á undan. 250.000 krónur runnu að þessu sinni til Barnaspítala Hringsins. Sport 2. ágúst 2005 00:01
Magnús Lárusson sigraði á Nesinu <div class="Text194214">Magnús Lárusson kylfingur úr Golfklúbbnum Kili hrósaði sigri í Einvíginu á Seltjarnarnesi annað árið í röð í gær. Hann bar sigurorð af Sigurpáli Geir Sveinssyni á lokaholunni Einvígið á Nesinu var haldið í 9.sinn í gær en það er góðgerðarmót og rann ágóðinn, 250.000 krónur, til styrktar Barnaspítala Hringsins.</div> Sport 2. ágúst 2005 00:01
Els frá í 4 mánuði Suður-afríski kylfingurinn, Ernie Els, verður frá keppni í allt að 4-5 mánuði en hann slasaðist illa á hné fyrir hálfum mánuði þegar hann var í siglingu með fjölskyldu sinni. Hann missir því af síðasta stórmóti ársins, USPGA-meistaramótinu sem og keppninni um Forsetabikarinn og í heimsmótinu í holukeppni. Sport 2. ágúst 2005 00:01
Vijay Singh vann Buick mótið Vijay Singh sigraði á opna Buick mótinu sem var haldið í Michigan sem var sýndur á Sýn. Vijay fór hringinn í gær á 70 höggum og endaði á samtals 24 undir pari. Tiger Woods og Zach Johnson urðu jafnir í öðru sæti 4 höggum á eftir. Sport 1. ágúst 2005 00:01
Singh að spila frábært golf Vijay Singh spilaði frábært golf á Opna Buick mótinu í nótt og fór hringinn á 63 höggum. Hann hefur fimm högga forustu á Zach Johnson. Chris DiMarco er í 3. sæti og Tiger Woods því fjórða, átta höggum á eftir Singh. Sport 31. júlí 2005 00:01
Tiger jafnaði vallarmetið Tiger Woods, besti kylfingur heims, jafnaði vallarmet Billy´s Mayfair á Warwich Hills vellinum í Michigan í gær þegar hann fór holurnar 18 á 61 höggi eða 11 undir pari. Tiger jafnaði þar með besta árangur sinn á PGA-mótaröðinni en hann fór einnig á 61 höggi árið 1999 á Byron Classic mótinu sem og árið 2000 á NEC-Invitantional. Sport 30. júlí 2005 00:01
Ótrúlegur golfhringur Tigers Það er óhætt að segja að Tiger Woods hafi sýnt snilli sína á öðrum degi Opna-Buick golfmótinu sem fer fram í Bandaríkjunum um helgina. Tiger lék hringinn á 11 höggum undir pari og hér fyrir neðan má sjá nánari upplýsingar um þessa mögnuðu spilamennsku sem er að sjálfsögðu vallarmet á Warwick Hills golfvellinum. Sport 30. júlí 2005 00:01
Ernie Els meiddur Suður Afríkumaðurinn Ernie Els, þriðji stigahæsti kylfingur heims, verður frá keppni næstu vikurnar eftir að hann meiddist á hné við siglingar í síðustu viku. Els gekkst undir aðgerð í gær og hefur sagt sig úr keppni á Meistaramóti PGA mótaraðarinnar í ágúst. Sport 29. júlí 2005 00:01
Umspil hjá konunum Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR og Ólöf María Jónsdóttir úr GK luku báðar 72 holum á 20 höggum yfir pari og þurfa því að fara í þriggja holu umspil um Íslandsmeistaratitilinn. Þórdís Geirsdóttir hafnaði í þriðja sæti, einu höggi á eftir, en hún lék á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari í dag. Sport 24. júlí 2005 00:01
Heiðar Davíð Íslandsmeistari Heiðar Davíð Bragason úr Kili Mosfellsbæ sigraði í dag á Íslandsmótinu í höggleik í golfi sem fram fór í Leiru í Keflavík og er þetta í fyrsta sinn sem Heiðar Davíð fagnar þeim titli. Heiðar leiddi keppnina frá frá fyrsta degi. Sport 24. júlí 2005 00:01
Ragnhildur sigraði Ragnhildur Sigurðardóttir úr GR varð Íslandsmeistari í höggleik kvenna 2005. Hún sigraði Ólöfu Maríu Jónsdóttur úr GK í umspili um titilinn. Þetta er fjórði Íslandsmeistaratitill Ragnhildar og í annað sinn sem hún fagnar Íslandsmeistaratitli á Hólmsvelli, en það gerði hún þegar síðasta Íslandsmót var haldið í Leirunni, árið 1998. Sport 24. júlí 2005 00:01
Þórdís með forystu Þórdís Geirsdóttir er með góða stöðu á Íslandsmótinu í golfi eftir tvo hringi, hefur 6 högga forustu á Tinnu Jóhannsdóttur og 7 högg á Ragnhildi Sigurðardóttur og Nínu Björk Geirsdóttir. Sport 23. júlí 2005 00:01
Þrír ernir í Leiru í dag Nú er verið að leika þriðja hring á Íslandsmótinu í golfi í Leiru. Þórdís Geirsdóttir er efst í kvennaflokki á 8 höggum yfir pari en Heiðar Davíð Bragason er efstur í karlaflokki á 4 höggum undir pari. Sport 23. júlí 2005 00:01
Heiðar Davíð missir forystuna Gríðarleg spenna er í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer í Leiru og er Ólafur Már Sigurðsson úr GR kominn einn í forystu. Heiðar Davíð Bragason úr GKJ sem var með forystuna fyrr í dag er samtals á 2 höggum undir pari og hefur leikið á einu höggi yfir pari í dag, en hann fékk skolla á 5. og 6. holu. Sport 23. júlí 2005 00:01
Æsispennandi í Leirunni Spennan er mögnuð í karlaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer í Leiru. Heiðar Davíð Bragason vann efsta sætið aftur eftir að hafa misst það til Ólafs Más Sigurðssonar á 8. braut. Þórdís Geirsdóttir úr GKJ er með þriggja högga forskot fyrir lokahringinn í kvennaflokki. Sport 23. júlí 2005 00:01
Halda bæði forustunni Heiðar Davíð Bragason úr Kili og Þórdís Geirsdóttir úr Keili halda forustunni á Íslandsmótinu í golfi sem fer nú fram við frábærar aðstæður á Hólmsvelli í Leiru. Sport 22. júlí 2005 00:01
Þórdís efst Þórdís Geirsdóttir úr GK er með forystu í kvennaflokki á Íslandsmótinu í golfi sem fram fer í Leirunni í Keflavík en fyrsti hringur af fjórum var leikinn í dag. Hún lék hringinn á 74 höggum, eða 2 höggum yfir pari. Sport 21. júlí 2005 00:01
Landsmótið í golfi hafið 63. Landsmótið í golfi hófst á Hólmsvelli í Leiru í morgun. Júlíus Rafnsson, forseti Golfsambandsins, sló upphafshöggið klukkan hálfsjö í morgun. 144 kylfingar taka þátt í mótinu sem núna fer fram í Leirunni í fimmta sinn. Birgir Leifur Hafþórsson og Ólöf María Jónsdóttir eiga titil að verja. Sport 21. júlí 2005 00:01
Heiðar Davíð og Þórdís efst Heiðar Davíð Bragason úr Golfklúbbnum Kili er með tveggja högga forystu í karlaflokki eftir fyrsta hring af fjórum á Íslandsmótinu á Hólmsvelli í Leiru. Hjalti Pálmason, GOB, kom mjög á óvart með því að ná öðru sæti, lék á 69 höggum. Birgir Leifur Hafþórsson deilir þriðja sætinu með Inga Rúnari Gíslasyni .Þórdís Geirsdóttir úr GK... Sport 21. júlí 2005 00:01
Tiger enn í forystu Bandaríkjamaðurinn, Tiger Woods er með högga forystu á þá Colinn Montgomery og Jose Maria Olazabal þegar keppni er rúmlega hálfnuð á lokadegi Opna breska meistaramótsins í golfi sem fram fer á St. Andrews vellinum í Skotlandi. Það má nánast fullyrða að einhver af þeim þremeningum mun vinna mótið Staðan.... Sport 17. júlí 2005 00:01
Tiger á tólf undir Tiger Woods hefur tveggja högga forystu á Jose Maria Olazabal fyrir lokahringinn á Opna breska meistaramótinu í golfi. Woods er á tólf höggum undir pari, Olazabal á tíu undir og síðan eru þeir Retief Goosen og Colin Montgomerie á níu undir pari. Sport 17. júlí 2005 00:01
Armstrong í góðum málum Bandaríkjamaðurinn George Hincapie sigraði á 15.dagleið Frakklandshjólreiðanna Tour de France í dag , þegar hjólaður var 205.5 kílómetrar í Pýreneafjöllum. Lance Armstrong, landi Hincapies styrkiti stöðu sína í heildarkeppninni, en Ítalinn Ivan Basso, sem fylgdi honum fast eftir í dag, komst upp í 2. sætið. Sport 17. júlí 2005 00:01
Tiger Woods sigraði á Opna breska Bandaríkjamaðurinn Tiger Woods sigraði á Opna breska meistaramótinu í golfi sem var að ljúka á St.Andrews vellinum í Skotlandi. Þetta er annar risatitillinn sem Tiger vinnur í ár því fyrr á árinu vann hann bandaríska Masters mótið. Kylfingnum hafði einu sinni áður tekist að sigra á Opna breska en það árið 2000 en þá var einnig leikið á St.Andrews. Sport 17. júlí 2005 00:01
Tiger færist nær sigri Tiger Woods er kominn með fjögurra högga forystu á þá Jose Maria Olazabal og Colin Montgomery. Tiger er á 14 höggum undir pari og ekkert virðist getta stöðvað kappan sem er í miklu stuði þessa stundina. Sport 17. júlí 2005 00:01