Handbolti

Handbolti

Fréttir af handbolta og handboltafólki, bæði innanlands sem utan.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Sel­foss byrjar á sigri

Selfoss lagði ÍR með fjögurra marka mun í fyrstu umferð úrslitakeppni Olís deildar kvenna í handbolta, lokatölur 31-27 á Suðurlandi. Vinna þarf tvo leiki til að tryggja sér sæti í næstu umferð.

Handbolti
Fréttamynd

Hugurinn hjá hinum raun­veru­legu fórnar­lömbum

Steinunn Björnsdóttir, landsliðsfyrirliði Íslands í handbolta, ítrekar kröfu landsliðsins um að Ísrael verði vísað úr alþjóðlegri keppni. Ótti hafi gripið um sig hjá leikmönnum liðsins sem séu þó ekki fórnarlömb - hugur liðsins sé hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum.

Handbolti
Fréttamynd

Stelpurnar földu aug­lýsingu Rapyd eftir sigurinn

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tryggði sæti sitt á HM með öðrum öruggum sigrinum á Ísrael á jafnmörgum dögum að Ásvöllum í gær. HM-sætinu var fagnað en stuðningsaðili HSÍ falinn í myndatöku eftir leik.

Handbolti
Fréttamynd

„Al­sæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“

Síðasta verk Steinunnar Björnsdóttur á glæsilegum landsliðsferli sínum var að tryggja liðinu farseðil á lokakeppni heimsmeistaramótsins en Steinunn og liðsfélagar hennar gerðu það með því að sigra Ísrael örugglega í tveimur leikjum í umspili um laust sæti á mótinnu. 

Handbolti
Fréttamynd

„Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“

Arnar Pétursson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í handbolta inn í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Hollandi og Þýskalandi seinna á þessu ári. Íslenska liðið tryggði sér þátttökurétt á HM með því að leggja Ísrael að velli en Arnar segir leikmenn sína hafa setið undir svívirðrilegum og einkar ósanngjörnum ásökunum í aðdraganda leiksins. 

Handbolti
Fréttamynd

Steinunn hætt í lands­liðinu

Steinunn Björnsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, kvaddi landsliðið í kvöld í leik þar sem íslensku stelpurnar tryggðu sér sæti á heimsmeistaramótinu í desember.

Handbolti
Fréttamynd

Upp­gjörið: Ísrael - Ís­land 21-31 | Ís­lenska liðið á leið á sitt þriðja stór­mót í röð

Ísland vann tíu marka sigur þegar liðið mætti Ísrael á Ásvöllum í kvöld í seinni leik liðanna í umspili um laust sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins í handbolta kvenna sem haldið verður í Hollandi og Þýskalandi í nóvember og desember síðar á þessu ári. Íslenska liðið er þar af leiðandi á leiðinni á sitt þriðja stórmót í röð.

Handbolti
Fréttamynd

Kveiktu á tón­list til að yfir­gnæfa há­vaða í mót­mælendum

Mótmælendur spörkuðu ítrekað í hurðir á Ásvöllum í gær þar sem umspilsleikur Ísland og Ísraels fór fram í handbolta. Að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra gekk öryggisgæsla að öðru leyti vel. Næsti leikur fer fram í kvöld og verður tekið mið af gærdeginum við gæsluna.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mæli við leik Ís­lands og Ísrael

Mótmælendur hafa nú safnast saman fyrir utan Ásvelli, íþróttamiðstöð Hauka í Hafnafirði, til að mótmæla veru ísraelska handboltaliðsins í kvennahandbolta sem keppir í kvöld við íslenska landsliðið í umspili um sæti á HM kvenna í handbolta í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð

Á meðan tugir þjóða etja kappi í umspili um sæti á HM í handbolta vandræðalaust um alla álfuna á sér stað heljarinnar skrípaleikur hérlendis vegna andstæðings Íslands. Kominn er tími til að hin alþjóðalega íþróttahreyfing taki sig saman í andlitinu og vísi Ísrael úr keppni. Nóg er komið af öskrandi mótsögnum og tvískinnungi þegar kemur að þátttöku liða frá ríkinu á alþjóðavísu.

Handbolti